Síða 1 af 1

Router/Rúter :) - hvað á ég að velja?

Sent: Fim 31. Maí 2007 19:42
af Harvest
Jæja..

Nú er ég orðinn mjög þreyttur á SpeedTouch 585 græjunni frá símanum.

Ég er líka að nota cat6 og vil helst að routerinn stiðji það.

Einnig er ég að nota sjónvarp í gegnum netið svo það væri fínt að fá þannig stuðning.

Annað sem að ég er afar óhress með... en það er þráðlausa netið. Það drýfur ekki lengra en löppin á mér :) og þess vegna vil ég eitthvað öflugra, sem að þarf að drýfa svolítið (gegnum nokkra veggi og jafnvel hæðir).
Ég mundi helst vilja eitthverja græju með tvöföldu loftneti svo hann nái eitthvað.


Einhverjar hugmyndir?

Væri best ef að þessi græja væri frá Planet eða ZyXEL..

Annars opinn fyrir öllu.

Sent: Fim 31. Maí 2007 22:19
af Stutturdreki
Get hiklaust mælt með ZyXEL 660HW, hef verið í endalausu veseni með routera þangað til ég keypti hann. Hugsanlega samt komin nýrri módel.

Hann er reyndar 'bara' með einu loftneti en það drífur út um alla íbúð hjá mér og hef ekki hugmynd með adsl sjónvarps dæmið.

Sent: Fim 31. Maí 2007 23:24
af depill
Mér hefur reynst vel nýja útgáfan af ZyXEL 660HW-D1, sem er nýjasta útgáfan. Varðandi ADSL sjónvarpið, þá er síminn ekki að supporta neina aðrar routera en ST 585 og Sagem 1500 ( minnir endilega 1500 get ekki lofað ).

ZyXEL styður aðra ADSL rás og getur þetta fræðilega, það er bara spurning hvernig Síminn setur þetta upp, hef ekki prófað. Get þig þó kætt þig með því að Vodafone mun bjóða uppá ADSL sjónvarp.... áður en að Enski boltinn byrjar á Sýn2, þannig ef þú getur beðið...

Sent: Fös 01. Jún 2007 08:22
af Bassi6
Ég get engan veginn mælt með Zyxel 660HW. Í gær bilaði router nr.3 frá áramótum þar af eru 2 660HW-D1

Sent: Fös 01. Jún 2007 15:48
af Stebet
depill.is skrifaði:Get þig þó kætt þig með því að Vodafone mun bjóða uppá ADSL sjónvarp.... áður en að Enski boltinn byrjar á Sýn2, þannig ef þú getur beðið...


Sorrí. En ég tek þessu með fyrirvara. Ég er sífellt að heyra af sjónvarpshlutum, Hive ætluðu að byrja með sjónvarp örfáum mánuðum eftir ða þeir byrjuðu, Digital Ísland og Skjárinn ætla að "á næstunni" að fara að senda út í ýmist widescreen eða HD. Það eru allir að lofa öllu fögru þegar kemur ða netdótaríi og digital sjónvarpi en það gerist nánast aldrei neitt. Ég er farinn að taka öllu svona með töluverðum fyrirvara og bind ekki vonir við neitt lengur.

Sent: Fös 01. Jún 2007 16:53
af ÓmarSmith
Það er enginn að fara að senda út í HD nema Skjárinn. Og það verður ekkert fyrr en Kannski í Haust.

Myndi samt reikna með Q1 2008.


Held að kerfið hjá Stöð 2 ráði ekkert við þetta og get ekki ýmindað mér a þeir hafi fjármagn í að skipta út öllu kerfinu sínu. Ef e-r veit betur þá endilega látið ljós ykkar skína.


Samt , vona bara að sem flestir miðlar verði komnir í HD á árinu 2008.


PS, ég er með 585v6 og þráðlausa netið er brilliant í minnin 67Fm íbúð. alveg sama hvar ég er staðsettur.

Notaði hann líka í 290FM einbýli allt síðasta ár og hann var þá á efri hæð og virkaði rjómavel á hæðinni fyrir neðan og alveg niður í kjallara. Þar var reyndar alveg LOW signal en virkaði samt,.

Er ekki bara eitthvað vesen í fartölvunni þinni eða netkortinu ?

Sent: Lau 02. Jún 2007 14:47
af DoRi-
ÓmarSmith skrifaði:PS, ég er með 585v6 og þráðlausa netið er brilliant í minnin 67Fm íbúð. alveg sama hvar ég er staðsettur.

Notaði hann líka í 290FM einbýli allt síðasta ár og hann var þá á efri hæð og virkaði rjómavel á hæðinni fyrir neðan og alveg niður í kjallara. Þar var reyndar alveg LOW signal en virkaði samt,.


ég er í 200FM íbúð, fæ high allstaðar :), með ST585 v6

Sent: Sun 03. Jún 2007 23:48
af marri87
Bróðir minn lenti í þessu með nýju fartölvunni en það lagaðist strax og ég náði í nýja drivera fyrir þráðlausa kortið í vélinni, prófaðu það.

Sent: Mán 04. Jún 2007 01:24
af Snorrmund
DoRi- skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:PS, ég er með 585v6 og þráðlausa netið er brilliant í minnin 67Fm íbúð. alveg sama hvar ég er staðsettur.

Notaði hann líka í 290FM einbýli allt síðasta ár og hann var þá á efri hæð og virkaði rjómavel á hæðinni fyrir neðan og alveg niður í kjallara. Þar var reyndar alveg LOW signal en virkaði samt,.


ég er í 200FM íbúð, fæ high allstaðar :), með ST585 v6
hvernig er það, ef ég fer í stillingar á routernum mínum(ST585) þá segjir hann "Software Release, 5.3.3.5" hver er munurinn á v5.3.3.5 og v6 ? nefnilega update takki fyrir neðan, nenni samt ekki að vera eitthvað að fucka í því ef að routerinn bilar svo :)

Sent: Lau 09. Jún 2007 22:54
af depill
Snorrmund skrifaði:
DoRi- skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:PS, ég er með 585v6 og þráðlausa netið er brilliant í minnin 67Fm íbúð. alveg sama hvar ég er staðsettur.

Notaði hann líka í 290FM einbýli allt síðasta ár og hann var þá á efri hæð og virkaði rjómavel á hæðinni fyrir neðan og alveg niður í kjallara. Þar var reyndar alveg LOW signal en virkaði samt,.


ég er í 200FM íbúð, fæ high allstaðar :), með ST585 v6
hvernig er það, ef ég fer í stillingar á routernum mínum(ST585) þá segjir hann "Software Release, 5.3.3.5" hver er munurinn á v5.3.3.5 og v6 ? nefnilega update takki fyrir neðan, nenni samt ekki að vera eitthvað að fucka í því ef að routerinn bilar svo :)


v6 er ný sería af ST585 routernum. Þeir eru minni en gamli ST585 routerinn.

Varðandi ZyXEL D1, ég er að nota nýjasta firmwareið AG.4, er með nettengingu annars vegar heima í 380fm húsnæði. Routerinn er í bílskúrnum á neðri hæðinni. Very high allstaðar, jafnvel inní mínu herbergi, þá er merkið búið að fara í gengum 3 burðarveggi inn til mín. Eini staðurinn sem það næst ekki er svefnherbergið á efri hæðinni lengst frá bílskúrnum. Þess vegna er ég að nota Airport Extreme + Airport Express til að lengja merkið, hver stöð nær minna merki en ZyXEL D1 routerinn minn. Einnig er interfaceið mjög þægilegt, tala nú ekki um vegna þess að ég er með nokkrar auka ip tölur og full-feature natið í vélinni virkaði mjög vel. Ég er allavega almennt ánægður með routerinn.

Svo er ég líka oft heima hjá ömmu minni sem býr í mjög stóru en gömlu húsi, og merkið frá honum nær alveg frá jarðhæð uppá 3. hæð, fæ fínt merki á 2. hæð og low merki á 3. hæðinni en samt alveg nóg. Hins vegar er viðbygging við húsið sem var byggð á eftir upprunalegu húsinu á jarðhæðinni og þess vegna þarf merkið að fara í gegnum útvegg og það gengur frekar illa.

En eins og ég segi, heilt yfir ánægður með D1 routerinn.Var ekkert sérstaklega ánægður með 61 routerinn, og fílaði þar betur 662-61 zyxel routerinn. En D1 660 routerinn uppfyllir mínar þarfir ( og nei þótt að ég vinni hjá vodafone tel ég mig ekki hlutdrægan, Vodafone flytur ekki inn þennan router. ).

Í prófunum fá samt mimo routeranir frá ZyXEL mjög góð dóma. Og líka reyndar Pre-N og MiMo routeranir frá Netgear, en Nýherji er ekki að standa sig vel í innflutningnum á þeim.