Rafmagns-nettengið frá Símanum - LAN frá 3. hæð í kjallara

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3138
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 458
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Rafmagns-nettengið frá Símanum - LAN frá 3. hæð í kjallara

Pósturaf hagur » Fim 31. Maí 2007 11:13

Hefur einhver hérna notað þetta?

http://www.siminn.is/forsida/einstaklin ... p/bunadur/

Vitið þið hvaða takmarkanir gilda um þetta, m.t.t raflagna? Hversu langt dregur þetta, verða bæði tækin að vera á sömu grein? Drífur þetta "í gegnum" rafmagnstöflur og inná aðrar greinar?

Þannig er nefnilega mál með vexti að ég þarf einhvernveginn að koma LAN-inu mínu ofan úr íbúð (3. hæð) niður í herbergi í kjallara. Held að það sé útilokað að þráðlausa sambandið nái þangað niður og ekki held ég að ég geti strengt langan CAT kapal utan á húsið og niður :wink:

Í herberginu er að sjálfsögðu rafmagn sem ég geri ráð fyrir að sé samtengt rafmagninu í íbúðinni og svo er dós sem mig grunar að sé fyrir síma sem er þá væntanlega samtengt símalögnunum í íbúðinni.

Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Haldiði að þetta unit frá Símanum myndi leysa málið?




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2548
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 31. Maí 2007 11:41

EF þetta er sama grein úr íbúð og niður í kjallara ætti það að duga en vá.. ég þori ekki að fullyrða.


Skal kanna þetta fyrir þig.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 176
Staða: Ótengdur

Pósturaf JReykdal » Fim 31. Maí 2007 12:28

Ég efast um að það verði nothæft alla þessa leið. Gætir fengið eitthvað smá signal en ekkert sem er hægt að treysta á.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1704
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 31. Maí 2007 13:48

Stendur nú þarna að það eigi að drífa 200m.. lagnirnar geta nú varla farið svo langa leið af þriðju hæð niður í kjallara.

En Ómar, our inside man, hlýtur að koma fljótlega með einhverjar frekari upplýsingar.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2548
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 31. Maí 2007 15:08

ef þetta er á sama lekaliða þá sleppur þetta til - þ.e fyrir tölvu ekki tv

ef herbergið er tengt inn í rafm töfluna í íbúðinni ætti þetta að ganga annars ekki


lekaliðinn verður að vera í þinni íbúðartöflu.


Þar hafið þið það.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 31. Maí 2007 19:32

Aðal orsökin fyrir lélegu sambandi í gegnum rafmagnið eru öryggin.. Á að vera meiri líkur á því að það klikki á nýlegum öryggjum

veit ekki af hverju þetta er svona... var bara sagt það af aðila sem vinnur hjá símanum í TVoDSL deildini




Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Fim 31. Maí 2007 19:32

Draga bara í?


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS


Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Fim 31. Maí 2007 20:25

Harvest skrifaði:Draga bara í?


Ef það væri alltaf það auðvelt ;)

lendum oft í þessu í vinnunni og það er bara í undantekningartilvikum sem að það eru laus rör á milli þeirra staða sem þú vilt.. og þú getur ekki dregið Cat5 streng með rafmagninu í rörunum útaf truflunum



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3138
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 458
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Fim 31. Maí 2007 20:37

Takk fyrir svörin strákar :)

Er einmitt að fá rafvirkja til mín á morgun, spyr hann útí þetta í leiðinni :8)




Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Fim 31. Maí 2007 23:37

Blackened skrifaði:
Harvest skrifaði:Draga bara í?


Ef það væri alltaf það auðvelt ;)

lendum oft í þessu í vinnunni og það er bara í undantekningartilvikum sem að það eru laus rör á milli þeirra staða sem þú vilt.. og þú getur ekki dregið Cat5 streng með rafmagninu í rörunum útaf truflunum


Alveg rétt... man það núna...


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS