Hvað er besta kerfis-viðgerðar-forritið (System Utilites)?


Höfundur
Servo Natura
Staða: Ótengdur

Hvað er besta kerfis-viðgerðar-forritið (System Utilites)?

Pósturaf Servo Natura » Þri 27. Feb 2007 12:54

Það sem ég er búinn að fá frá toptenreviews og öðrum hingað til sem top forritin í þessari deild eru eftirfarandi:

1. Advanced System Optimizer frá Systweak
2. System Mechanic frá iolo

Búinn að prufa þær báðar og þær virka báðar vel!
Góðar fyrir performance og registry-fix!



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 27. Feb 2007 13:02

Farið varlega í þetta, getur verið stórhættulegt. Muna að gera restore point og þessháttar...

Fyrir utan það er það oft bara placebo áhrif sem svona lagað hefur og veldur oft fleiri registry villum...




Höfundur
Servo Natura
Staða: Ótengdur

Pósturaf Servo Natura » Þri 27. Feb 2007 13:07

Já man það núna, fara varlega því ég fór gróflega einu sinni með ASO (Advanced System Optimizer) þegar ég var að hreinsa með Privace forritinu sem fylgir því og eyddi hluta af DVD afspilunarforritinu og það eyðilagðist!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 27. Feb 2007 18:24

Ekkert af þessu drasli virkar...ef systemið er í steik þá þarf að setja það upp á nýtt.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Þri 27. Feb 2007 19:23

GuðjónR skrifaði:Ekkert af þessu drasli virkar...ef systemið er í steik þá þarf að setja það upp á nýtt.


Svo innilega sammála þessu. Nánast einu svona "kerfistólin" sem eru virkilega að gera eitthvað gagn eru defragmenting forrit.




Höfundur
Servo Natura
Staða: Ótengdur

Pósturaf Servo Natura » Þri 27. Feb 2007 20:30

Ja ég get ekki verið sammála, eftir að ég notaði Tune-Up Tools og System Mechanic þá varð kerfið miklu hraðskreiðara, svo alltaf þegar marr setur inn ný forrit eða hendir þeim út eða bara meshar eitthvað í þeim þá lagar oftast forritið það eða segir mér hvað ég á að gera til að laga það! Svo er það með gott privacy protector sem eyðir út alla netsögu, allar upplýsingar sem ég skil eftir á netinu! Svo fylgir oft góðir bónusar eins og internet-boost og game-mode! En kannski er það rétt hjá ykkur flest þeirra eru oftast bara verri fyrir kerfið, eins og ég lenti í með eitt þeirra (ASO), búinn að prufa svo mörg af þessum forritum! Það versta sem ég hef notað er án efa System Works frá Symantec, það gerði ekkert annað en að frysta tölvuna gjörsamlega!



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16274
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 27. Feb 2007 20:38

Servo Natura þú hljómar eins og sölumaður, ég er ekki að kaupa þetta hjá þér.




Höfundur
Servo Natura
Staða: Ótengdur

Pósturaf Servo Natura » Þri 27. Feb 2007 21:27

He, he...



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Þri 27. Feb 2007 21:34

GuðjónR skrifaði:Servo Natura þú hljómar eins og sölumaður


Satt :?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mið 28. Feb 2007 02:51

GuðjónR skrifaði:Ekkert af þessu drasli virkar...ef systemið er í steik þá þarf að setja það upp á nýtt.

Það hefur oft virkað hjá mér að eyða svotil öllum forritum útúr vélinni gegnum Add/Remove programs og setja svo upp aftur nýjustu útgáfurnar af þeim. Þá á ég ekki bara við forrit eins og Word, photoshop o.s.frv. heldur líka alla codeca, vírusvörn, spyware forrit o.s.frv.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 28. Feb 2007 10:05

Alveg sama hvað ég hef prufað að eftir 1-2-3 mánuði af XP fersku og fjölda leikja og forrita inn og út þá hægir það alltaf á sér.

Hef reyndar aldrei prufað svona system fix forrit en finnst fínt að formatta og setja vélina upp á nýtt amk 1 x á ári.

Tekur enga stund í flestum tilvikum.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mið 28. Feb 2007 10:17

Ég hef straujað einu sinni á síðustu 3 árum, og það bara af því að ég skipti um móðurborð og örgjörva.

Nota Tune-up og er með O&O drefrag á schedule, konan og krakkinn með takmarkaðan aðgang svo þau geta ekki fookað öllu upp, vírusvarnir og spamvarnir reglulega uppfærðar og notaðar. Ágætis velta á forritum og leikjum hjá mér.

Tók ekki eftir miklum mun eftir að ég byrjaði að nota Tune-up Utilities en O&O defrag hjálpaði mikið við boot time og load time almennt.