Skoðun ykkar á Vista beta

Vista mun verða

Gott stýrikerfi
10
27%
Sæmilegt
5
14%
Hriplekandi af villum
1
3%
Aðeins fyrir augað
3
8%
Ein önnur markaðssetning M$
2
5%
Gefum MS sjéns, þetta er nauðsynlegt
3
8%
Eitthvað annað hlýtur að liggja í farveginum, samkvæmt ástandi mála
1
3%
Hef ekki prófað Windows Vista
12
32%
 
Samtals atkvæði: 37

Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Skoðun ykkar á Vista beta

Pósturaf Heliowin » Fim 20. Júl 2006 18:47

Já ég vildi gjarna fá fram hvað ykkur finnst um Vista beta, bæði þeir sem hafa PRUFAÐ beta útgáfurnar og ekki.

Ég læt fylgja með skoðanakönnun.
Síðast breytt af Heliowin á Fim 20. Júl 2006 18:59, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fim 20. Júl 2006 18:57

Ég valdi: Eiithvað annað liggur í farveginum samkvæmt ástandi mála.

Þetta er rökrétt ályktun þegar haft er í huga langtíma þróun hugbúnaðar af þessari stærðargráðu.

Edit: þeir sleppa ekki einu stýrikerfinu og byrja á öðru, Vista hefur verið í bígerð nokkuð lengi á mælikvarða hugbúnaðar og þeir hafa þegar sleppt úr allavega einum mikilvægum og áhugaverðum þætti sem átti að fylgja því.

Líka þegar haft er í huga að Microsoft hefur verið og er enn og verður enn meir í algjöru basli með þróun Vista.

Þetta er ekki sagt út frá neinum fordómum, enda ber ég held ég tilhlýðilega virðingu fyrir orðspori Microsofts og markaðstöðu þeirra, vörum og þjónustu.



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 20. Júl 2006 21:28

Vantar alveg svona 'Hef ekki minnstu hugmynd því ég hef ekki prófað það' .. allir þessi valmöguleikar virðast miðast við að hafa prófað Vista eða vera gangtekin af fordómum gagnvart Microsoft.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Fim 20. Júl 2006 21:30

Stutturdreki skrifaði:Vantar alveg svona 'Hef ekki minnstu hugmynd því ég hef ekki prófað það' .. allir þessi valmöguleikar virðast miðast við að hafa prófað Vista eða vera gangtekin af fordómum gagnvart Microsoft.


I second that...

Ég persónulega myndi aldrei nenni að setja upp betu.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fim 20. Júl 2006 22:12

Stutturdreki skrifaði:Vantar alveg svona 'Hef ekki minnstu hugmynd því ég hef ekki prófað það' .. allir þessi valmöguleikar virðast miðast við að hafa prófað Vista eða vera gangtekin af fordómum gagnvart Microsoft.

Ég get ekki breytt því sjálfur, en hefði ekkert á móti því að það yrði gert.

Ég hef ekki fordóma gagnvart MS, allavega ekki rækna.

Ég reyndi bara að höfða til breiðari hóps áhugasamra. Ég hefði gjarnan haft enn fleiri valmöguleika, en ég veit ekki hversu marga er praktískt að hafa.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Fim 20. Júl 2006 22:38

Heliowin skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Vantar alveg svona 'Hef ekki minnstu hugmynd því ég hef ekki prófað það' .. allir þessi valmöguleikar virðast miðast við að hafa prófað Vista eða vera gangtekin af fordómum gagnvart Microsoft.

Ég get ekki breytt því sjálfur, en hefði ekkert á móti því að það yrði gert.
Done



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fim 20. Júl 2006 23:25

Því miður voru gífurlegir erfiðleikar hjá Windows liðinu. Skortur á samskiptum og óraunhæfar kröfur frá stjórnendum. Það var allt að verða vitlaust enda kvörtuðu starfsmenn MS yfir því á Microsoft spjallborðum. Sem betur fer var því kippt í lag en því miður eftir alltof margar seinkanir.

Vista verður virkilega gott kerfi það er engin hætta á öðru og sama hvað fólk reynir að ljúga að ykkur þá er þetta ekki bara nýtt bloated skin á Windows það hafa sjaldan verið eins miklar breytingar á Windows undir grunninum og búið að endurbæta kjarnan verulega og engin helv. BSD kóði eftir :wink:

Fólk sem er óánægt með stöðugleikan þetta er déskotans BETA og með fullt af debugging tólum sem eru að éta í sig resources, mörg benchmarking hafa sýnt að Vista er mun hraðvirkara en XP undir mörgum aðstæðum á sama vélbúnaði. Það ÞARF heldur ekki eitthvað svakalegt 3D skjákort eins og margir reyna að ljúga um það er frjálst að nota Aero Glass.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fös 21. Júl 2006 00:30

Miðað við útlit og notendaviðmót beta2 útgáfunnar, þá er alveg öruggt að það er algjörlega fjarri mér að fá mér eintak af þessu einungis vegna þess langt í frá.

Annars skiptir breytingin á viðmótinu nokkuð, alveg eins og breytingin varð frá eldri windows yfir í XP sem var áþreifanlegt.

En ég mun fá mér það af öðrum mikilvægari og eðlilegum ástæðum.

Það er ekki alveg öruggt að "endanleg útgáfa" verði öruggari heldur en XP. Nú þegar hafa sérfræðingar hjá Symantec farið yfir þetta umtalaða nýja network stack í eldri beta útgáfunum og fundið nokkuð að því með Vista beta fyrirvara.

Hérna er linkurinn og takið eftir áhugaverðu PDF skjali inn í athugasemd þeirra um niðurstöðu þeirra: http://www.symantec.com/enterprise/secu ... /post.html

Þetta voru ekki þægilega ummæli sem þeir höfðu um þetta að segja, en það má telja fullvíst að nokkuð af þessu séu bugg sem muni leysast með "endanlegri" útgáfu þó sumt geti þurft á lengri tíma að halda til að fullnast, sem er þá ekkert skrítið.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 21. Júl 2006 09:56

ICM skrifaði:og engin helv. BSD kóði eftir :wink:


Og hvaða BSD kóði átti það að hafa verið? :roll:



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fös 21. Júl 2006 11:51

Heliowin skrifaði:Miðað við útlit og notendaviðmót beta2 útgáfunnar, þá er alveg öruggt að það er algjörlega fjarri mér að fá mér eintak af þessu einungis vegna þess langt í frá.
Heheh.. bara bjánar sem kaupa sér stýrikerfi (og/eða tölvur.. m.o.ö. Apple) vegna útlitsins!

Vista átti að vera stútfullt af nýjungum, öðrum en útlitslegum, meðal annars nýtt og spennandi skráarkerfi (winfs). Því miður var winfs slaufað í Vista (hugsanlega mögulegt sem uppfærsla seinna meir) þannig að þetta verður ekki alveg jafn mikið æði og til stóð.

Hinsvegar er Microsoft loksins að hrista af sér öll 'backwards compatability' vandamál við eldri útgáfur með Vista. Það fylgir VirtualPC með Vista og ef þú þarft að keyra eitthvað sem þarf DOS stuðning þá hendirðu bara upp VirtualPC með DOS stýrikerfi og keyrir það þar.

En hvort Vista verði eitthvað æði.. kemur í ljós en ég fæ mér Vista um leið og það býðst.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 21. Júl 2006 12:37

Stutturdreki skrifaði:
Heliowin skrifaði:Miðað við útlit og notendaviðmót beta2 útgáfunnar, þá er alveg öruggt að það er algjörlega fjarri mér að fá mér eintak af þessu einungis vegna þess langt í frá.
Heheh.. bara bjánar sem kaupa sér stýrikerfi (og/eða tölvur.. m.o.ö. Apple) vegna útlitsins!

Vista átti að vera stútfullt af nýjungum, öðrum en útlitslegum, meðal annars nýtt og spennandi skráarkerfi (winfs). Því miður var winfs slaufað í Vista (hugsanlega mögulegt sem uppfærsla seinna meir) þannig að þetta verður ekki alveg jafn mikið æði og til stóð.

Hinsvegar er Microsoft loksins að hrista af sér öll 'backwards compatability' vandamál við eldri útgáfur með Vista. Það fylgir VirtualPC með Vista og ef þú þarft að keyra eitthvað sem þarf DOS stuðning þá hendirðu bara upp VirtualPC með DOS stýrikerfi og keyrir það þar.

En hvort Vista verði eitthvað æði.. kemur í ljós en ég fæ mér Vista um leið og það býðst.


WinFS er officially dautt og verður ekki viðbót. Það var heldur aldrei skráarkerfi í sjálfu sér heldur var það auka þjónusta ofná NTFS sem geymdi upplýsingar sem tengdust gögnunum og tengdi þau saman. Það sem lærðist af WinFX ævintýrinu öllu saman verður sett í önnur pródúkt Microsoft eins og næstu útgáfu af SQL Server.

VirtualPC kemur ekki með Vista. Það verður hins vegar innbyggður stuðuningur við virtual maskínur í Longhorn Servernum.

VirtualPC 2007 verður standalone forrit og mun fást frítt. VirtualPC 2004 er hægt að fá frían nú þegar.

Vista hins vegar ER stútfullt af nýjungum. Það eina sem sést hins vegar af þessum nýjungum er nýja útlitið og nýju forritin. Meðal þess sem er nýtt undir "húddinu" er endurskrifaður networking stack, endurskrifaður audio stack, massívar driverabreytingar þar sem driverar eru margir hverjir komnir í user-mode sem þýðir að það er hægt að uppfæra drivera án þess að reboota (gildir um allavega audio og video drivera núna). einnig þýðir það að ef villa kemur upp í drivernum þá blue-screenar Vista ekki heldur einfaldlega unloadar drivernum og loadar honum aftur. Min minna um leiðindi og óþarfa restart. Síðan eru óteljandi smábreytingar og ný forrit og hlutir sem hafa ekki fengið þá umfjöllun sem þeir eiga skilið eins og t.d. Speech Recognition hlutinn. Núna geturu stjórnað stærstum hluta stýrikerfisins gegnum speech recognition. Virkar að vísa aðallega bara fyrir það sem er á ensku en er einstaklega kúl engu að síður.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Lau 22. Júl 2006 13:42

Microsoft hefur alltaf haft heitt eða heit járn í eldinum, og alltaf unnið með ýmis tilraunaverkefni sem fá gælunöfn eða hvað það nú heitir.

Þau nota venjulega nöfn yfir borgir eða staði.

Það sem gæti fylgt í kjölfarið á eftir Vista er kallað Fiji eða Vista R2 og er áætlað að komi út á undan öðru verkefni sem er í gangi og kallast Vienna =P~



Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mazi! » Lau 22. Júl 2006 14:52

hvar nær maður eiginlega í betuna af þessu?


Mazi -


kokosinn
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 04:35
Reputation: 0
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kokosinn » Lau 22. Júl 2006 15:38

dc t.d.


Westside iz tha bezt!

Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Lau 22. Júl 2006 17:12

Mazi! skrifaði:hvar nær maður eiginlega í betuna af þessu?


Þú ert ábyggilega ekki að meina Fiji eða eða Vienna, því þær eru aðeins tilraunaverkefni sem aðeins einn eða tveir Microsoft innvígðir koma að, ok handfylli eða svo, kannski fleiri.

Edit: Það getur verið að styttist í það að útvaldir beta prufendur geta fengið eintak af Fiji eða það sem líkist því, því hugsanlega kemur það, ef það kemur þá út, 2008-9.

Áætlaður útgáfutími fyrir Fiji eða Vista R2 og Vienna er 2008 og 2010 (2009-2012).



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Lau 22. Júl 2006 18:14

Heliowin væriru til í að koma með EINHVERJAR heimildir, það hljómar allt sem þú hefur sagt í þessum þræði svo anti-microsoft að ég veit ekki hversu trúanlega ég get tekið þig í þessum málum. Og ef þetta Fiji er í rauninni til ertu viss um að það sé ekki bara codename fyrir Vista Service Pack 1? Þeir fara varla að gera annað release svo stuttu eftir Vista.



Skjámynd

Höfundur
Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Lau 22. Júl 2006 18:28

ICM skrifaði:Heliowin væriru til í að koma með EINHVERJAR heimildir, það hljómar allt sem þú hefur sagt í þessum þræði svo anti-microsoft að ég veit ekki hversu trúanlega ég get tekið þig í þessum málum. Og ef þetta Fiji er í rauninni til ertu viss um að það sé ekki bara codename fyrir Vista Service Pack 1? Þeir fara varla að gera annað release svo stuttu eftir Vista.


Ég er ekki anti-Microsoft :o
Mér er ekki alveg ljóst hvort Fiji eða semsagt Vista R2 verði SP1.

Vista kemur frekar seint miðað við hvernig windows útgáfumálum hefur verið háttað hjá MS. Nýlega hefur Steve Ballmer yfirmaðir MS lýst yfir að styttri tími muni líða á milli þess sem nýtt Windows komi út.

Heimildir mínar eru sóttar eftur hefðbundnum leiðum og hver sem er getur athugað málið.