Síða 1 af 1

Notion - Eruð þið að nota? (og ef svo hvernig?)

Sent: Mið 07. Jan 2026 08:52
af krissiman
Ég er búinn að vera að skoða skipulagskerfi í smá tíma, ég er bæði í kvikmyndaiðnaðinum og fjarnámi og oft í einhverjum allskonar hliðarverkefnum. Við hjónin erum að fara að reyna að pikka upp eitthvað verkefnastjórnunar kerfi sem virkar og Notion virðist vera málið.

Ég sá hér í þræði fyrir ofan svakalega notkun á Notion með Claude CLI hooks og einhverju sem er aðeins fyrir utan mitt tæknisvið og datt því hug að spurjast hér um hvort að þið væruð að nota Notion og viljið deila í hvað þið eruð að nota það og hvernig það er sett upp hjá ykkur.

Ég veit að það er hægt að gera svakalega hluti og tengja þetta við allskonar þjónustur en mig skortir hugmyndaflug eins og er og það er alltaf flott að fá lánaða dómgreind :o

Re: Notion - Eruð þið að nota? (og ef svo hvernig?)

Sent: Mið 07. Jan 2026 10:42
af Hauxon
Trello er einfalt og virkar ágætlega hjá okkur í litlu fyrirtæki sem ég vinn hjá.

Hvaða kerfi varstu búinn að skoða og hvað gerir Notion "best"? :D

Re: Notion - Eruð þið að nota? (og ef svo hvernig?)

Sent: Mið 07. Jan 2026 11:34
af Andrie
Ég hef notað Notion töluvert sem svona "þekkingargrunn" og í allskonar en næ einhvern veginn ekki alveg halda mig við það sem eina aðaltólið. Mér finnst aðallega böggandi að geta ekki exportað beint yfir í google docs eða exportað clean word skjölum. Líka erfitt að senda skjöl á fólk með hlekk. Kannski er það hægt með einhverjum aðferðum eða pro version, en hef ekki séð það í fljótu bragði.

Re: Notion - Eruð þið að nota? (og ef svo hvernig?)

Sent: Mið 07. Jan 2026 16:57
af Hjaltiatla
Ég nota Notion daglega, en ekki sem allt-í-einu kerfi. Fyrir mig virkar best 3-tier skipulag (aðeins mitt persónulega dót, ekki vinnuskipulag).
Nota Trello til að grípa allt strax:
  • Hugmyndir
  • Tasks
  • Events
  • Random glósur
Allt fer beint í Trello-board, án þess að hugsa of mikið.

Notion = Allskonar upplýsingar sem ég nota reglulega og vill ekki gleyma
Ekki task manager.
Nota það fyrir:
  • Hugmyndir í vinnslu
  • Skjölun á verkefnum
  • Checklista, ferla og lærdóm
  • Persónulegar glósur sem ég vil finna aftur

OneDrive = source of truth
Öll mikilvæg skjöl og samningar eru þar.
Notion inniheldur eingöngu linka í skjölin , ekki skjölin sjálf.

Af hverju svona?

  • Ég vil ekki blanda tasks, skrám og hugmyndum í eitt kerfi
  • Hvert verkfæri gerir eitt vel

Ég hef skoðað flóknar Notion-uppsetningar og automation,en hef lært að einfalt kerfi sem þú notar daglega vinnur alltaf.

Svona lítur Notion Dashboardið mitt út, einfalt en virkar fyrir mig.
Mynd

Re: Notion - Eruð þið að nota? (og ef svo hvernig?)

Sent: Fös 09. Jan 2026 12:18
af Viktor
Ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að biðja um.

Eruð þið bæði með iPhone?

Lang einfaldast að vera með shared Calendar fyrir eitthvað sem þarf að gerast á ákveðnum tíma.

Svo búa til lista í Reminders appinu og deila listunum með öðrum.

Til dæmis einn listi fyrir matarkörfu, annan fyrir það sem þarf að kaupa fyrir heimilið í Ikea, Byko osfrv.

Hvernig þetta flæðir milli iPhone og Macbook hjá öllum er mjög þægilegt.

Svo skemmir ekki fyrir að tengja Calendar við Teslu appið og sjá dagatalið í bílnum. Ef þú setur staðsetningu á Calendar færslu þá færðu leiðsögn í bílinn um leið og þú sest inn í hann og bíllinn segir þér hvert þú átt að keyra.