"Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?


Höfundur
Masi19
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mið 29. Ágú 2018 13:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

"Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Masi19 » Fös 26. Des 2025 17:02

sæl öll.

hef verið mikið að velta fyrir mér að setja upp tölvu með linux og er (eins og sennilega flestir sem hafa verið í þessum pælingum) að lenda í bullandi valkvíða yfir hvaða distro ég á að velja.

er að koma úr einhverjum áratugum af windows notkun og væri til í að fá að heyra frá einhverjum með reynslu hvað væri svona besti byrjunar punkturinn.

Hef verið að skoða Fedora, Bazzite og mint distro til að nefna eitthvað.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 540
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 175
Staða: Tengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 26. Des 2025 17:11

Byrjaðu á Mint og hættu að velta þessu fyrir þér.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6378
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf AntiTrust » Fös 26. Des 2025 17:12

Mæli rosalega með Zorin OS. Eitt mesta sleek distro'ið sem ég hef kynnst undanfarið, er að dual boota því á bæði workstation og lappanum, virkar þvílíkt vel Out-Of-The-Box hvað varðar drivera og annað, flott GUI og gott app store.

Mikið fallegra en Mint t.d. IMO.

Elementary OS hefur svo lengi verið í uppáhaldi líka, MacOS fílíngur, sem er fyrir mér ekki slæmur hlutur.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3321
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 613
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 26. Des 2025 17:26

Þegar ég var að læra á Linux fyrir vinnuna reyndist þessi nálgun henta mér best:

Ég valdi Ubuntu þar sem mér fannst það einfaldast til að byrja með. Þegar ég var að fikta við að setja upp netþjóna virtist það alltaf vera valkostur hjá flestum helstu cloud veitum, og desktop útgáfan var einnig sú sem ég notaði daglega.

Ég valdi raunveruleg verkefni sem ég hafði áhuga á, framkvæmdi þau, skjalfesti ferlið og eyddi síðan öllu til að byggja það aftur upp eingöngu út frá glósunum mínum.

Ég byggði upp minn eigin verkfærakassa, skriftur, glósur, svindlblöð og wiki sem hjálpuðu mér að leysa verkefni hraðar og markvissar.

Að skrifa hluti niður hjálpaði ekki aðeins við að muna, heldur bætti einnig tæknilega tjáningu og samskipti.

Ég hafði /home á sér partition þar sem ég var að distro-hoppa annað slagið á Desktop linux vélinni. Það sparaði tíma og gerði enduruppsetningar mun einfaldari.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 26. Des 2025 17:26, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6378
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf AntiTrust » Fös 26. Des 2025 17:30

Hjaltiatla skrifaði:Þegar ég var að læra á Linux fyrir vinnuna reyndist þessi nálgun henta mér best:

Ég valdi Ubuntu þar sem mér fannst það einfaldast til að byrja með. Þegar ég var að fikta við að setja upp netþjóna virtist það alltaf vera valkostur hjá flestum helstu cloud veitum, og desktop útgáfan var einnig sú sem ég notaði daglega.

Ég valdi raunveruleg verkefni sem ég hafði áhuga á, framkvæmdi þau, skjalfesti ferlið og eyddi síðan öllu til að byggja það aftur upp eingöngu út frá glósunum mínum.

Ég byggði upp minn eigin verkfærakassa, skriftur, glósur, svindlblöð og wiki sem hjálpuðu mér að leysa verkefni hraðar og markvissar.

Að skrifa hluti niður hjálpaði ekki aðeins við að muna, heldur bætti einnig tæknilega tjáningu og samskipti.

Ég hafði /home á sér partition þar sem ég var að distro-hoppa annað slagið á Desktop linux vélinni. Það sparaði tíma og gerði enduruppsetningar mun einfaldari.


Sammála með Ubuntu, þeas. ef markmiðið er að læra - það er svona helsta mainstream distro'ið í dag og búið að vera lengi. Annars mæli ég líka bara hiklaust með því að henda í ProxMox host þjón, ég er með PVE cluster sem ég nota til að prufa öll þau OS/CT'a sem ég hef áhuga á og er enga stund að færa úr dev yfir í Prod með tilheyrandi HA/Replication.



Skjámynd

kornelius
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf kornelius » Fös 26. Des 2025 17:48

Mjög sammála Hjalta með þetta þó ég sé orðinn það gamall að Ubuntu var ekki til þegar ég byrjaði :)

Ubuntu var game changer eins og maður segir á góðri íslensku.

K.
Síðast breytt af kornelius á Fös 26. Des 2025 17:50, breytt samtals 1 sinni.


Hjá mér var árið (The LINUX on the desktop) Linux skjáborðsins 2006 þegar Ubuntu komu fram


slapi
Gúrú
Póstar: 595
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf slapi » Fös 26. Des 2025 19:26

Sammála með Ubuntu

Ég var lengi að distro hoppa á fartölvunni minni og var eitthvað að rembast við allsskonar.
Ubuntu er flott til að læra á og eins og kom fram mikið notað í netþjónarekstur




TheAdder
vélbúnaðarpervert
Póstar: 940
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 253
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf TheAdder » Fös 26. Des 2025 19:35

Ég er að nota CachyOS sem mitt aðal kerfi, mjög sáttur við það, fínt kerfi fyrir þá sem þora og nenna að fikta, plús fyrir leiki. PopOS er ég svo með á fartölvu, og dýrka gluggakerfið hjá þeim.
Sem fyrsta fikt, þá myndi ég mæla með Linux Mint eins og aðrir hér að ofan, en til viðbótar myndu ég benda á LMDE útgáfuna, sem byggir ekki á Ubuntu, eins að Mint gerir allra jafna, heldur Debian, sem Ubuntu byggir á.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2102
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 308
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf einarhr » Fös 26. Des 2025 22:41

Linux Mint eða Ubuntu, það er flest allt til staðar sem maður þarf og auðvelt að setja upp forrit og rekla.

Eftir nokkra daga/vikna fikt er frábær að skoða annað þegar maður er búin að læra helstu skipanir í Terminal.
Síðast breytt af einarhr á Fös 26. Des 2025 22:42, breytt samtals 1 sinni.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


ABss
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf ABss » Fös 26. Des 2025 23:12

Ubuntu er daily hjá mér, bæði á fartölvu og vefþjón ásamt popos til að prófa. Ég er einnig með proxmox þjón sem ég mæli sterklega með að prófa þegar þar að kemur.

Windows á vinnutölvum, bara af því ég fékk það í hendurnar.

Fyrsta skrefið er bara að prófa. Átta sig á því að það er nákvæmlega, akkúrat ekkert sem heldur þér fastri/föstum í Windows. Það eru kannski einhver forrit eða leikir sem þurfa á Windows að halda, en þú þarft ekki á Windows að halda til að draga andann. Það er drasl og ullabjakk. Margt gagnlegt tengt því en í raun algjört ógeð.

Þetta er svolítið eins og að læra að labba að nýju, þú getur alveg gengið þótt þú sért ekki í Nike skóm.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2291
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf kizi86 » Lau 27. Des 2025 07:10

Er að daily drive-a Nobara þessa dagana, var ubuntu maður í mörg ár (og prufaði mörg 'flavours' þe xubuntu, kubuntu, lubuntu etc) og var mjög sáttur) fór svo aftur í Windows, en í sumar fór ég aftur í Linuxland, prufaði zorinOS, og popOS, en endaði á Nobara, og er búinn að vera með það síðan í ágúst og get ekki verið sáttari með setupið, og með leiki, þá hef ég ekki rekist á leik (sem þarf ekki kernel lvl anticheat) sem keyrir ekki. Hef ekki rekist á nein driver issues, allt bara virkar out of the box, bara plug and play.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


drengurola
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf drengurola » Lau 27. Des 2025 12:33

Bazzite er kannski einfaldasta dótið til að byrja á fyrir þá sem hafa aldrei Linuxað. Ég er búinn að vera að prófa það núna í dáldinn tíma. Allt sem fer í taugarnar á mér við það fer í taugarnar á mér vegna þess að ég hef Linuxað síðan í Nam og það bannar mér eiginlega flest allt skemmtilegt (eins og að eyðileggja það þannig að öll jólin fari í að vera hax0r). Ef þú vilt bara að þetta virki og ekkert annað þá get ég mælt með Bazzite. Ef þú hins vegar vilt að allt virki og að þú kannski getir fokkað upp shitti þá myndi ég mæla með Fedora, ég nota það á öllum "aukavélunum" af því að það bara... virkar og ég get líka eyðilagt það.

Bazzite = tízku-os-ið fyrir alla sem vilja SteamOS á borðtölvuna
Fedora = fyrir ömmu og besserwisserana sem nenna ekki lengur að finna út úr því af hverju allt springur í loft upp þegar þú reynir að mount-a drif




Viggi
Geek
Póstar: 841
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 137
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Viggi » Lau 27. Des 2025 13:26

Ég er með linux mint á daly driver vélinni minni sem ég sett upp í vor, henti líka upp timeshift er líka að keyra cachy os í kvm/qemu. Sé mig ekki fyri mér vera fara úr mint á næstunni þar sem allt bara virkar og nenni ekki að vesenast meira í þessu. Takið ykkur tíma í þetta. Þegar þetta smellur saman þá smellur þetta saman
Síðast breytt af Viggi á Lau 27. Des 2025 13:30, breytt samtals 1 sinni.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


beggi83
Fiktari
Póstar: 68
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf beggi83 » Lau 27. Des 2025 13:33

Hvað mundu nota tölvuna í ? Hvað forrit mundu nota 95% tilvika ? mjög létt að leiðbeina þér í þægilegt distro útfrá því




Höfundur
Masi19
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mið 29. Ágú 2018 13:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Masi19 » Lau 27. Des 2025 22:36

beggi83 skrifaði:Hvað mundu nota tölvuna í ? Hvað forrit mundu nota 95% tilvika ? mjög létt að leiðbeina þér í þægilegt distro útfrá því


verslaði refurbished thinkbook tölvu í þeim tilgangi að skoða linux og svona til að nota sem hub fyrir komandi server verkefni

þannig er ekkert með nein forrit þannig í huga. enda sennilega á að prófa nokkur.

en held að það séu allavega komnar solid ábendingar um nokkur allrounder distro.

væri kannski gaman að vita ef menn hafa verið að setja upp leikjatölvur með góðri niðurstöðu. því það væri líklegast næsta skref.
er með 2 turna sem ég er að keyra á windows eins og er og er bara að byrja að rannsaka flóttaleiðir.

ef menn eru með reynslu af distro-um til að nota fyrir leikjaspilun (var búinn að heyra Bazzite)
annars er ég að fara að nota þessa tölvu sem er fyrst í röðinni í basic tölvupósta vinnu og skriftarvinnu (væri þá bara áfram að nota docs eða þá libre office) því microsoft fær ekki minn aur fyrir 365 subscription.




Höfundur
Masi19
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mið 29. Ágú 2018 13:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Masi19 » Lau 27. Des 2025 22:38

kizi86 skrifaði:Er að daily drive-a Nobara þessa dagana, var ubuntu maður í mörg ár (og prufaði mörg 'flavours' þe xubuntu, kubuntu, lubuntu etc) og var mjög sáttur) fór svo aftur í Windows, en í sumar fór ég aftur í Linuxland, prufaði zorinOS, og popOS, en endaði á Nobara, og er búinn að vera með það síðan í ágúst og get ekki verið sáttari með setupið, og með leiki, þá hef ég ekki rekist á leik (sem þarf ekki kernel lvl anticheat) sem keyrir ekki. Hef ekki rekist á nein driver issues, allt bara virkar out of the box, bara plug and play.


var búinn að heyra góða hluti um zorin os og hef verið að hallast að því.

mæliru með?
fyrir fartölvu í basic skrifstofu vinnu




Höfundur
Masi19
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mið 29. Ágú 2018 13:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Masi19 » Lau 27. Des 2025 22:46

þakka líka öllum hérna fyrir svörin.
þetta er alveg temmilega djúp laug að ætla sér að fara að synda svona til að byrja með og youtube er kannski ekki besti staðurinn til að finna einhverjar solid reynslusögur.

enda sennilega á að skrifa nokkur distro nöfn á miða og draga úr hatti til að þurfa ekki að ákveða mig sjálfur.
hendi síðan grátandi í annan póst þegar ég er búinn að gera tugþúsunda króna borðskraut úr tölvunni sem ég verð að brasa þetta í.




TheAdder
vélbúnaðarpervert
Póstar: 940
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 253
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf TheAdder » Lau 27. Des 2025 23:32

Masi19 skrifaði:þakka líka öllum hérna fyrir svörin.
þetta er alveg temmilega djúp laug að ætla sér að fara að synda svona til að byrja með og youtube er kannski ekki besti staðurinn til að finna einhverjar solid reynslusögur.

enda sennilega á að skrifa nokkur distro nöfn á miða og draga úr hatti til að þurfa ekki að ákveða mig sjálfur.
hendi síðan grátandi í annan póst þegar ég er búinn að gera tugþúsunda króna borðskraut úr tölvunni sem ég verð að brasa þetta í.

Náðu í Ventoy (https://www.ventoy.net/en/download.html), hentu því inn á USB með Balena Etcher (https://etcher.balena.io/), þá geturðu sett nokkur distro inn á kubbinn og ræst þau upp, og skoðað þig um í kerfinu. Gerðu smá samanburð áður en þú ferð að setja upp kerfi, og vertu svo óhræddur við að hreinsa vélina og setja næsta upp.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Tóti
spjallið.is
Póstar: 404
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Tóti » Sun 28. Des 2025 00:13

Setti þetta upp á gamla Asus fartölvu og virkar fínt. https://zorin.com/os/ með https://etcher.balena.io/



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Hauxon » Sun 28. Des 2025 00:51

Ég myndi bara setja upp Ubuntu Desktop ef ég væri að setja upp Linux tölvu í dag. Var lengi með Mint og svo Elimentary á vinnu lappa sem var fínt en setti svo Ubuntu Desktop (24 LTS) upp á vél um daginn og fannst eitthvað rétt við það. Vinn mikið á Ubuntu Server vélum og fyrir mig er Ubuntu heima. Hitt samt alveg fínt og kjút.



Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 39
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Le Drum » Sun 28. Des 2025 01:26

Er búinn að prófa slatta af distroum. Mint, Ubuntu (Studio meðtalið), Zorin, Elementary, Debian, openSUSE og er nuna að leika mér með Fedora Workstation á einni borðvel og Fedora Kde a lapparæfli. Eina distroið hingað til sem ekki þurfti fikt til að ná að kveikja á Wireless og Audio á þessum lapparæfli. Svei mér þá ef ég haldi ekki áfram að nota það. Og auðvitað sakar ekki að Linus notar það.


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 139
Staða: Tengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf oliuntitled » Mán 29. Des 2025 10:22

Ég byrjaði á desktop útgáfum til að byrja með en þar sem mikið af leikjunum sem ég spila þurfa enn windows þá er ég að daily drive-a windows fyrir það.
Homelab serverinn minn er annað mál, ég keyri þar allskonar VM's á proxmox.
Er farinn alfarið frá desktop útgáfum enda er það lítið annað en waste of resources í því sem ég er að nota vélina í.
Algengustu distro hjá mér eru ubuntu server og fedora, allt headless til að keyra hinar ýmsu þjónustur og fikt hjá mér :)




mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 633
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf mikkimás » Mán 29. Des 2025 13:39

Til Linux nýliða sem eru smeykir um að þurfa að gerast scripting sérfræðingar, þá eru þær áhyggjur óþarfar.

Þú þarft ekki að nota textaskipun skel/terminal í langflestum tilfellum nema þig langi til þess, einfaldlega vegna þess að það eru til svo flottir GUI frontendar fyrir skipanirnar á bak við tjöldin.

Ég byrjaði að nota Ubuntu ca. 2007 og man ekki eftir að hafa þurft að kafa ofan í terminal þá.

Svo tók ég mér frí frá Linux með komu Windows 10 en hef verið að nota Debian sem daily driver frá því að M$ gáfu út að þeir myndu gera Windows að full on spyware með Recall og Copilot.

Og ég mæli með Linux Mint.




Opes
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf Opes » Mán 29. Des 2025 15:32

Ég myndi mæla með Fedora.




thorgnyr
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 04. Júl 2025 09:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Besta" linux distro fyrir einhvern sem er að dýfa tánum?

Pósturaf thorgnyr » Þri 30. Des 2025 16:51

Það er hreinlega ekkert rangt svar við þessu þegar það kemur að þessum algengari distro'um. Rétta niðurstaðan verður alltaf bara hvað þér líkar best. Ég hef undanfarin ár notað Fedora, Pop!_Os, Ubuntu, Ubuntu Budgie, Mint, Elementary og Manjaro. Eina sem er algert NO af þessum er Manjaro í mínum huga.