Aulaspurning um Network Switch


Höfundur
mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 630
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Aulaspurning um Network Switch

Pósturaf mikkimás » Þri 25. Nóv 2025 18:14

Sælir.

Smá fávitaspurning, en get ég notað switch til að fjölga portum sem tengjast við routerinn án þess að þurfa að stilla neitt?

Virkar einfaldur switch úr kassanum?

Þessi tæki sem ég vil tengja við switch þurfa ekki að tala við hvort annað og munu örugglega aðeins vera í gangi eitt í einu.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1280
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 388
Staða: Ótengdur

Re: Aulaspurning um Network Switch

Pósturaf Njall_L » Þri 25. Nóv 2025 18:19

mikkimás skrifaði:Smá fávitaspurning...

Neinei

mikkimás skrifaði:..en get ég notað switch til að fjölga portum sem tengjast við routerinn án þess að þurfa að stilla neitt?

Virkar einfaldur switch úr kassanum?

Já, keyptu þér sem einfaldastan sviss og þá þarf ekki að stilla neitt. Bara stinga einni snúru milli router og sviss og þá eru öll laus port í svissinum klár í fleiri tæki.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2147
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 188
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Aulaspurning um Network Switch

Pósturaf DJOli » Þri 25. Nóv 2025 18:43

mikkimás skrifaði:Sælir.

Smá fávitaspurning, en get ég notað switch til að fjölga portum sem tengjast við routerinn án þess að þurfa að stilla neitt?

Virkar einfaldur switch úr kassanum?

Þessi tæki sem ég vil tengja við switch þurfa ekki að tala við hvort annað og munu örugglega aðeins vera í gangi eitt í einu.


Sviss er bara fjöltengi fyrir internet yfir netsnúrur.
Algengasta ódýrasta týpan er bara venjulegur sviss. Þú tengir internet í eitt port, sama hvaða port, og tengir önnur tæki í hin portin og þökk sé töfrum þá finna tækin internetið og tengja sig.
Svo eru til flóknari svissar sem leyfa allskonar brellur og brögð, læsa t.d. innanhúss ip tölur á bakvið portin, sköpun sýndarnetkerfa (hentug fyrir nörda sem vilja vera með snjalltæki en loka þau af svo að þau geti bara tengst öðrum tækjum heima en ekki út á stóra ljóta internetið), takmarka bandbreidd (hvað er hægt að downloada og uploada hratt úr x porti) osfv osfv.


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


Höfundur
mikkimás
Tölvutryllir
Póstar: 630
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Aulaspurning um Network Switch

Pósturaf mikkimás » Þri 25. Nóv 2025 20:34

Glæsilegt.

Takk kærlega fyrir svörin.