Ljósleiðari - Router - Switch


Höfundur
Maradona
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Mið 28. Des 2011 19:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari - Router - Switch

Pósturaf Maradona » Mið 12. Nóv 2025 16:53

Sælir,

Nú er ég með smá brain freeze í gangi og vantar staðfestingu...

Er með ljósleiðarabox í smáspennuboxi inni í geymslu.

Það eru kaplar dregnir í öll herbergi en þó bara einn í hvert svo router þarf alltaf að vera í geymslu.

Ég veit að switch má ekki fara beint í ljósleiðara og router þarf að vera á milli.

Er ég þá að tengja þetta svona?

Snúra úr LAN1 á ljósleiðara yfir í WAN á router.
Snúra úr LAN1 á router yfir í switch.
Snúrur úr herbergjum beint í switch.

Switch er unmanaged og ástæða fyrir því að herbergin fara ekki beint í router er að laus port eru færri en herbergin og ég væri til í að sleppa með eina snúru úr smáspennuboxi til að það sé séns á að loka því.




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 283
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari - Router - Switch

Pósturaf Vaktari » Mið 12. Nóv 2025 18:28

Jú rétt skilið að það er úr LAN1 Á ljósleiðara i wan á router og svo úr router í switch.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |


ColdIce
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1602
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 98
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari - Router - Switch

Pósturaf ColdIce » Mið 12. Nóv 2025 20:16

Rétt. Myndi þó persónulega íhuga að draga annan streng frá td stofu að töflu til að hafa routerinn í stofunni og svo wan til baka að switch


Eplakarfan: Apple Watch Ultra 2 | iPad Pro M4 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | Nintendo Switch
Útiveran: Mazda CX-3 2017 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2145
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 187
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari - Router - Switch

Pósturaf DJOli » Mið 12. Nóv 2025 23:37

Maradona skrifaði:Er ég þá að tengja þetta svona?

Snúra úr LAN1 á ljósleiðara yfir í WAN á router.
Snúra úr LAN1 á router yfir í switch.
Snúrur úr herbergjum beint í switch.



Hárrétt hjá þér, nema þó að oftast er fólk með utanáliggjandi ontur nema það sé að kaupa svona advanced router með sfp/sfp+ portum sem taka á móti ljósleiðara-ontu beint í routerinn. Þannig að ef þú ert með venjulegu utanáliggjandi ontuna (ljósbreytu), þá er það ljósleiðari í ontu > onta í router > router í sviss.
Síðast breytt af DJOli á Mið 12. Nóv 2025 23:39, breytt samtals 1 sinni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200


jonsaevar
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 31. Okt 2011 23:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari - Router - Switch

Pósturaf jonsaevar » Fös 21. Nóv 2025 11:27

Ég er með sama setup og Maradona, hef verið að spá í einu...

Ljósleiðarinn er með 4 tengi, get ég tengt öll við router?

Ég er með 3 stk Deco BE25 og það væri geggjað að geta beintengt allt og sparað mér switch



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2145
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 187
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari - Router - Switch

Pósturaf DJOli » Fös 21. Nóv 2025 11:32

Þú getur það örugglega, en af öryggisástæðum myndi ég frekar kaupa sviss. Alltaf öruggara að taka allt svona í gegnum router en bara í gegnum ljósleiðarabox. T.d. kosta 5 porta og 8 porta gigabit svissar frá tp-link hjá Kísildal ekki nema 3.500kr og 5.000kr. https://kd.is/category/33


i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200

Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 203
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari - Router - Switch

Pósturaf russi » Lau 22. Nóv 2025 11:32

jonsaevar skrifaði:Ég er með sama setup og Maradona, hef verið að spá í einu...

Ljósleiðarinn er með 4 tengi, get ég tengt öll við router?

Ég er með 3 stk Deco BE25 og það væri geggjað að geta beintengt allt og sparað mér switch


Þú getur ekki notað hann sem switch, sem ég held að sé það sem þú ert að hugsa. Getur aftur á móti notað þetta sem sitthvora internettenginguna. Þeas sér IP tala út á netið.
Þá kemur annað, þú ert með pláss fyrir 3 Mac-Addressur þarna og því í raun geturu bara nýtt þrjú tæki. Þetta gæti meira að segja hafa breyst, seinast þegar ég tékkaði var viðmiðið 3 mac-addressur. Svo er það vanalega þannig að 2 pirrar eru tekin frá fyrir internet og 2 fyrir IPTV, en það er hægt að breyta því.

Rétta lausnin er að vera með Router og switch við hann