Mynda albúm
Sent: Lau 18. Okt 2025 21:07
Afsaka ef þetta er á vitlausum stað hérna, ég er nýr og kann ekki alveg á hvað fer hvert og hvort einhver hafi spurt að þessu sama áður.
Enn hef aðeins verið að spá í að setja upp server fyrir heimilið, þá aðallega til að varðveita myndefni. Myndir og myndbönd eru tekin í gríð og erg á snjall síma enn síðan glatast þetta í tímans rás, svo mig hefur langað að koma þessu saman á einn stað(í minni eigu) svo góðar minningar fari ekki í vaskinn ef einn sími eða reikningur fer í vaskinn.
Tel mig svo sem geta klórað mig fram úr því að setja upp einhvers konar NAS bæði hardware og software til að geyma einhver tb af gögnum(samt alveg líka til í öll góð ráð í þeim efnum ef menn eru þyrstir í að ausa af visku sinni í þeim málum).
Enn þegar ég fór að hugsa um þetta sakna ég alltaf gömlu mynda albúmana sem hægt var að draga fram til að rifja upp gamla atburði eða ferðalög. Þar sem hafði verið safnað saman eftirminnilegasta hafði verið safnað saman í bók og oft eithvað smá skrifað við hverja mynd.
Svo mig langar að spyrja á hérna sem hafa rekið sinn eigin heima server og geymt þar myndir og myndbönd, hafið þið reynslu af einhverju kerfi sem gerir eithvað í þessa átt? Hægt að opna að hafa opið út á við(svo maður geti sýnt myndir þegar maður er í heimsókn hjá ömmu á grund) og notendastýra(helst að það sé hægt að gefa fólki aðgang auðveldlega), velur inn gögn af local stæðu, flokkar saman og getur bætt við skýringum/athugasemdum/töggum.
Hef aðeins leitað að þessu enn virðast allir vera hálf efins um framtíð marga þeirra kerfa sem er mælt með, annað hvort eru þau ung eða fólki líkar ekki verið höfunda þeirra. Og auðvitað vill maður eithvað svona geti lifað lengi þó ekki sé nema vegna þess að ég nenni ekki að kenna ömmu gömlu á eithvað tvisvar.
Mbkv. Þór
Enn hef aðeins verið að spá í að setja upp server fyrir heimilið, þá aðallega til að varðveita myndefni. Myndir og myndbönd eru tekin í gríð og erg á snjall síma enn síðan glatast þetta í tímans rás, svo mig hefur langað að koma þessu saman á einn stað(í minni eigu) svo góðar minningar fari ekki í vaskinn ef einn sími eða reikningur fer í vaskinn.
Tel mig svo sem geta klórað mig fram úr því að setja upp einhvers konar NAS bæði hardware og software til að geyma einhver tb af gögnum(samt alveg líka til í öll góð ráð í þeim efnum ef menn eru þyrstir í að ausa af visku sinni í þeim málum).
Enn þegar ég fór að hugsa um þetta sakna ég alltaf gömlu mynda albúmana sem hægt var að draga fram til að rifja upp gamla atburði eða ferðalög. Þar sem hafði verið safnað saman eftirminnilegasta hafði verið safnað saman í bók og oft eithvað smá skrifað við hverja mynd.
Svo mig langar að spyrja á hérna sem hafa rekið sinn eigin heima server og geymt þar myndir og myndbönd, hafið þið reynslu af einhverju kerfi sem gerir eithvað í þessa átt? Hægt að opna að hafa opið út á við(svo maður geti sýnt myndir þegar maður er í heimsókn hjá ömmu á grund) og notendastýra(helst að það sé hægt að gefa fólki aðgang auðveldlega), velur inn gögn af local stæðu, flokkar saman og getur bætt við skýringum/athugasemdum/töggum.
Hef aðeins leitað að þessu enn virðast allir vera hálf efins um framtíð marga þeirra kerfa sem er mælt með, annað hvort eru þau ung eða fólki líkar ekki verið höfunda þeirra. Og auðvitað vill maður eithvað svona geti lifað lengi þó ekki sé nema vegna þess að ég nenni ekki að kenna ömmu gömlu á eithvað tvisvar.
Mbkv. Þór