Síða 1 af 1

Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fim 24. Júl 2025 19:44
af fhrafnsson
Sælir vaktarar.

Nú var maður að fjárfesta í x9800x3d, 32gb 6000mhz minni og msi x870e-p wifi móðurborði. Þegar ég kveiki á tölvunni kemur bios upp eæþar sem allt lítur eðlilega út en þegar ég fer úr bios fæ ég bara svartan skjá. Þegar ég Reyni að uppfæra bios fæ ég bara svartan skjá Þegar ég vel yes um hvort ég vilji fara í bios update. Allar viftur snúast eðlilega og er vonandi rétt tengt (hef nú alveg sett upp nokkrar tölvur áður an svona vandræða).

Ekki gæti einhver gefið mér góð ráð?

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fim 24. Júl 2025 23:46
af kornelius
Ertu ekki alveg örugglega með skjáin tengdan við GPU staðin fyrir móðurborð?

K.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fös 25. Júl 2025 22:46
af agust1337
Sýndu okkur mynd af bakhliðinni, til að staðfesta að gpu er tengt og ekki móðurborðið

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Sun 27. Júl 2025 01:15
af fhrafnsson
Þetta er tengt í skjákortið með dp, prófaði hdmi upp á flippið en það gerði lítið

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Sun 27. Júl 2025 01:20
af kornelius
fhrafnsson skrifaði:Þetta er tengt í skjákortið með dp, prófaði hdmi upp á flippið en það gerði lítið


Ertu búinn að prufa að boot''a upp af USB t.d. ubuntu eða bara eitthvað?

K.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Sun 27. Júl 2025 08:05
af rostungurinn77
viewtopic.php?f=57&t=100031

Hljómar mjög svipað þessu vandamáli


Uppfært.: Nei þú kemst í bios #-o

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Sun 27. Júl 2025 10:32
af fhrafnsson
Kemst ekki boot, ætlaði að uppfæra bios en þegar ég fer í bios update með usb tengdan fæ ég... svartan skjá.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Sun 27. Júl 2025 11:42
af Templar
Í staðinn fyrir að fara í bios getur þú valið boot order, oft F4?
Hvernig skjár er þetta og upplausn?

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Sun 27. Júl 2025 12:02
af mpythonsr
MSI x870E móðurborð, sérstaklega Carbon og Tomahawk wifi, hafa verið til vandræða af ýmsum ástæðum, til dæmis minnis þjálfun í starti. USB og NVME bilanir. Windows hefur brotnað niður og gefið villumeldingar við ýmsar aðgerðir og BIOS villur.
Svartur skjár er semsagt ekki óalgeng villa.

Ef þú átt eldri örgjörva sem þú getur smellt í til að uppfæra BIOS-inn, þá gæti það lagað ástandið.
En ef ég ætti þetta borð, þá myndi ég skila því og fá annað frá öðrum framleiðanda.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fim 31. Júl 2025 23:24
af kornelius
Er búið að leysa þetta mál?

K.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fim 31. Júl 2025 23:33
af fhrafnsson
Ég kyngdi stoltinu og fór með hana í Kísildal. Kom í ljós að Pagefile fyrir Windows var einhverra hluta vegna á secondary nvme drifinu og það drif er bilað. Þar með for allt boot í rugl ut af drifi sem var ekki system drif. Lausnin var semsagt að henda 2tb nvme drifinu mínu og formatta C drifið, alls ekki það sem ég átti von á.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fös 01. Ágú 2025 01:35
af Templar
lol WTF, pagefile á secondary drifi, varstu ekkert að gera sjálfur?

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fös 01. Ágú 2025 03:08
af Diddmaster
Ef það eru 2 eða fleiri drif í tölvu þegar windows 11 er installað á setup til í gera einmitt þetta skipta þessu upp á bæði drifin man ekki hvar á youyube ég sá þetta en sá sagði þetta vera algeingt

Minnir að það hafi verið þessi https://www.youtube.com/@Adamant_IT rekur tölvu verkstæði í bretlandi

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fös 01. Ágú 2025 08:32
af fhrafnsson
Ég er nú bara áhugamaður svo mér bara datt ekki þessi möguleiki í hug. Þeir voru mega næs í Kisildal btw, tók bara 2 daga frá afhendingu til skila og samskipti upp a 10.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Fös 01. Ágú 2025 08:40
af Hausinn
Ég hef lent í sambærilegu veseni áður. Ég setti nýtt drif í tölvu til þess að nota sem boot drif og ætlaði að nota gamla boot drifið sem aukadrif. Ég tengdi bæði drifin við tölvuna og byrjaði Windows uppsetningu. Þar sem það var Windows uppsetning á gamla drifinu setti uppsetningin af einhverri undarlegri ástæðu boot skránar á aukadrifið en ekki aðaldrifið. Valdi veseni seinna. Síðan þá hef ég alltaf passað mig á því að setja bara það drif sem ég ætla að nota sem boot drif í tölvuna og tengja önnur drif þegar uppsetning er búin.

Re: Ný tölva- svartur skjár í bootup

Sent: Lau 02. Ágú 2025 13:00
af fhrafnsson
Merkilega var að það var aldrei windows eða neitt boot a auka nvme drifinu, var bara leikjadrif. Jæja maður lifir og lærir.