jardel skrifaði:Mælið þið með að taka gerars áskrifandi á
https://chatgpt.com eða er alveg nóg að nota þetta frítt?
Eins mælið þið með einhvejrum öðrum vefslóum öppum fyrir gervigreind væri til að komst almennilega inn í þetta.
Alveg nóg að nota þetta frítt til að byrja með þar til þú byrjar að lenda reglulega á daglega limitinu. Ég gerði það sama sjálfur: prófaði öll helstu gervigreindartólin frítt til að sjá hvað hentaði mér best. Þegar ég lenti á limitinu hjá ChatGPT, hoppaði ég einfaldlega yfir í Claude eða Gemini þann daginn.
Þannig færðu líka tilfinningu fyrir því hvaða tóli þér líkar best við áður en þú ákveður að borga fyrir áskrift. Af öllum þessum tólum finnst mér ChatGPT vera besta almenna gervigreindartólið í dag.
Bara byrja að nota þessi tól og þá læriru á þau hægt og rólega og hvað hentar þér.