Ég hef verið að nota ChatGPT við að útbúa generic skjöl og texta t.d. starfslýsingar og það sparar mikinn tíma og bætir gæðin umtalsvert. Það er bara ekki mikið vinnutengt sem ég nota AI í því þetta eru gögn sem eru annað hvort persónugreinanleg eða trúnaður er um.
En ég á það til að reflecta á ýmiskonar persónulegt eða taka stutt samtöl við AI, líka til að prófa muninn á þeim.
Ég lagði fyrir ChatGPT, Gemini og DeepSeek sömu spurningar og fékk laaang besta svarið frá DeepSeek.
Could you write me a schene for a play. Some kind of dialouge that has great humor or some great truth that only about 10% of people would understand and the tell my why only 10% of people would understand it?
ChatGPT þurfti spes skipun næst:
Rewrite it, add names to the charachters and make it more conversational
Gemini og DeepSeek fengu:
Rewrite it and make it more conversational
Allar sögurnar voru í grófum dráttum um hvernig einhver atburður gerist og hvernig einn karakter upplifir atburðinn en þegar ný þekking er kynnt til sögunar að þá verður "sannleikurinn" um upplifunina allt annar.
Do you know the movie Pleasantville?
Could you write how this story correlates with the storyline of that movie?
Fyrir þessa spurningu var ChatGPT hreinlega að drulla uppá bak en kom með geggjað comeback. Gemini fór í kleinu og DeepSeek var alltaf með bestu heimspekina (fannst mér).
ChatGPT kom með harða Sci-fi senu þar sem eitthvað var gert bara til að láta fólk halda að það hefði val en vara bara "kerfið" að skapa upplifun svo að fólk yrði content EF það hugsaði ekki um af hverju hlutirnir væru að gerast.
Gemini kom með samtal fólks á veitingahúsi þar sem önnur manneskjan er hálfgerður Dexter, og er bara að þykjast hafa tilfinningar og segir að samfélagið er "the algorithm".
DeepSeek kom með samtal leikara og leikmyndahönnuðar um hvernig frumsýningarkvöldið tókst og pælingar um hvað "leikhús" er og að fyrst öll leikhús eru með sama handritið þá sé það getan til að leika sem skipti máli, að áföll og vandamál séu hluti af leikhúslífinu og "resiliance is virtue".
Deep Seek gjörsamlega rúllaði honum upp í þessari æfingu, skemmtilegasta og flottasta svarið by far.