Síða 2 af 14

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 01. Maí 2010 21:17
af natti
AntiTrust skrifaði:
appel skrifaði:Hvernig er með routera, switcha, netkort o.fl. Er þetta ekki allt saman 100 mbit max? Það þyrfti margt að breytast til að exceeda 100 mbit, flöskuhálsarnir eru víða.


Nánast öll móðurborð á tölvum í dag eru Gbit, undantekning ef ATX PCB er ekki með 10/100/1000 og sömuleiðis að færast meira yfir á consumer fartölvur.

Gbit switchar eru ekki dýrir í dag, munar oft e-rjum hundraðköllum á þeim og 10/100. Eini alvöru flöskuhálsinn væru routerar - og ég trúi því ekki fyrr en ég sé það svart á hvítu að eftir öll þessi ár á 10/100 routerum og það eru komin talsvert mörg ár síðan að alvöru bandvíddartengingar urðu mainstream úti, að breytingin yfir í router sem höndlar meira sé það dýr fyrir framleiðendur. Þeir hljóta að vera að reikna með því og löngu búnir að gera sig reddí fyrir breytinguna, sérstaklega í ljósi þess að það eru ekki mörg ár þangað til hvert eitt og einasta tæki á heimilinu, kaffivélin, ísskápurinn, sjónvarpið, etc verður með sína eigin IP tölu. Bara spurning hvenær stökkið verður.

Ætli stökkið verði ekki á svipuðum tíma og IPv6 verður mainstream, sem verður að gerast fljótlega m.v. að við erum um það bil að að klára IPv4 skalann.


Þó að tæki bjóði upp á 1G link þá er ekki þar með sagt að það höndli 1G throughput. Langt í frá. Rétt eins og mörg tæki með 100M link höndla ekkert 100M throughput.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Lau 01. Maí 2010 21:56
af hagur
appel skrifaði:Hvernig er með routera, switcha, netkort o.fl. Er þetta ekki allt saman 100 mbit max? Það þyrfti margt að breytast til að exceeda 100 mbit, flöskuhálsarnir eru víða.


Ég er með gigabit switch og gigabit netkort í öllum vélum hérna heima og CAT6 lagnir. Gæti því alveg nýtt mér yfir 100mbit Internethraða, væri slíkt í boði. En það er rétt að gigabit network eru kannski ekki algeng, þó svo að það sé orðið normið í netkortum í dag. Flestir eru ennþá með 100mbit switcha.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 02. Maí 2010 00:08
af bolti
Ég er með þetta í gegnum Hringiðuna (Síminn kom hérna heim og tengdi þetta) og er dúndrandi sáttur. Reyndar er símaskápurinn hérna beint fyrir utan íbúðina hjá mér. En þetta er alveg frábær tenging sem ég fæ. Get downloadað alveg á nokkrum meg/sek innanlands (Nær ekki nema 1-2 meg/sek út) en það er náttúrulega bara Farice vandamál frekar en vandamál með tenginguna sjálfa.

Mæli með þessu fyrir þá sem eru að spá í tengingu sem kostar rétt rúman 5000 kall á mánuði og ekki sakar að Hringiðan mælir ekki og cappar ekki download :)

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 02. Maí 2010 23:24
af intenz
bolti skrifaði:Ég er með þetta í gegnum Hringiðuna (Síminn kom hérna heim og tengdi þetta) og er dúndrandi sáttur. Reyndar er símaskápurinn hérna beint fyrir utan íbúðina hjá mér. En þetta er alveg frábær tenging sem ég fæ. Get downloadað alveg á nokkrum meg/sek innanlands (Nær ekki nema 1-2 meg/sek út) en það er náttúrulega bara Farice vandamál frekar en vandamál með tenginguna sjálfa.

Mæli með þessu fyrir þá sem eru að spá í tengingu sem kostar rétt rúman 5000 kall á mánuði og ekki sakar að Hringiðan mælir ekki og cappar ekki download :)

http://hringidan.is/Forsida/Thjonusta/VDSL/

"120 GB gagnaflutningur frá útlöndum."

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 02. Maí 2010 23:28
af Gúrú
bolti skrifaði:og ekki sakar að Hringiðan mælir ekki og cappar ekki download :)


Mmm lifir þú fyrir Q4 2007?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Sun 02. Maí 2010 23:44
af GuðjónR
intenz skrifaði:Ég skrifaði smá grein um muninn á ADSL og vDSL...

http://gaui.is/blog/896


ATH! Þessi skrif mín hér að ofan eru eingöngu ætluð til samanburðar á hraða DSL tenginga en ekki til að sýna fram á að ég stundi ólöglegt niðurhal - sem ég geri að sjálfsögðu ekki!


hehehe auðvitað ekki, hverjum dytti svoleiðis í hug ;)

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 00:24
af intenz
GuðjónR skrifaði:
intenz skrifaði:Ég skrifaði smá grein um muninn á ADSL og vDSL...

http://gaui.is/blog/896


ATH! Þessi skrif mín hér að ofan eru eingöngu ætluð til samanburðar á hraða DSL tenginga en ekki til að sýna fram á að ég stundi ólöglegt niðurhal - sem ég geri að sjálfsögðu ekki!


hehehe auðvitað ekki, hverjum dytti svoleiðis í hug ;)

Hehehe Smáís :^o

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 10:46
af ZoRzEr
Ég hef verið með 50mbit ljós hjá Vodafone núna í 9 mánuði. Gæti hreinlega ekki verið sáttari. Frábær hraði, frábær þjónusta, ekkert vesen 50mbit/s allan tímann, 6mb/s inn og út.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 14:00
af intenz
Nú er ég sko ekki sáttur! Ég sá á útbreiðsluplani Símans fyrir ljósnetið að allur Grafarvogurinn (112 Reykjavík) yrði tengdur núna í apríl 2010 þannig ég hringdi í þá til að grenslast fyrir um hvenær það yrði væntanlegt en þá var hann ekki með svör við því. Þannig ég sendi þeim tölvupóst og bað um svör en þá fæ ég það svar í andlitið að allur Grafarvogurinn verði tengdur núna NEMA mín og nokkrar aðrar götur i Grafarvoginum.

Hverskonan mismunun er þetta??!

Ég hringdi niður eftir og krafðist svara og útskýringar á þessari mismunun. Ég er allt annað en sáttur!

Djöfull er þetta fáranlegt!

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 14:09
af Pandemic
Þetta fer örruglega eftir endurnýjun lagna í hverfum. T.d grafarvogurinn er ekki nýtt né gamalt hverfi svo það er ekki þörf á að endurnýja í bráð og því fáum við hvorki ljósnet né ljósleiðara.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 14:55
af Gúrú
ZoRzEr skrifaði:Ég hef verið með 50mbit ljós hjá Vodafone núna í 9 mánuði. Gæti hreinlega ekki verið sáttari. Frábær hraði, frábær þjónusta, ekkert vesen 50mbit/s allan tímann, 6mb/s inn og út.


Ég hef ekki sömu söguna að segja, 6x árið 2010 eitthvað búið að vera í fokki í 8klst+, 2 af þeim voru algjört síma, net og sjónvarpsleysi, hin 4 ekkert erlent netsamband.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 16:06
af intenz
Pandemic skrifaði:Þetta fer örruglega eftir endurnýjun lagna í hverfum. T.d grafarvogurinn er ekki nýtt né gamalt hverfi svo það er ekki þörf á að endurnýja í bráð og því fáum við hvorki ljósnet né ljósleiðara.

Grafarvogurin allur fær ljósnet nú maí-júní NEMA nokkrar götur! Hvað réttlætir það að skilja eftir nokkrar götur í heilu póstnúmeri??

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 16:08
af AntiTrust
Gúrú skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Ég hef verið með 50mbit ljós hjá Vodafone núna í 9 mánuði. Gæti hreinlega ekki verið sáttari. Frábær hraði, frábær þjónusta, ekkert vesen 50mbit/s allan tímann, 6mb/s inn og út.


Ég hef ekki sömu söguna að segja, 6x árið 2010 eitthvað búið að vera í fokki í 8klst+, 2 af þeim voru algjört síma, net og sjónvarpsleysi, hin 4 ekkert erlent netsamband.


Er það ekki meira tengt sæstrengjavandamálum frekar en ISP?

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 16:31
af Gúrú
AntiTrust skrifaði:Er það ekki meira tengt sæstrengjavandamálum frekar en ISP?


Jú.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 17:00
af hagur
Varðandi ljósleiðaravæðingu og endurnýjun lagna, þá þarf það tvennt ekkert endilega að haldast í hendur.

Ég fylgdist með því fyrir tæpum 2 árum þegar þeir stungu ljósleiðaranum niður hérna í mínu hverfi. Þeir bara nánast plægðu leiðarana niðrí jörðina á mettíma. Það var ekkert verið að vinna neinar aðrar framkvæmdir samhliða því. Grófu bara örmjóa skurði og þræddu í. Komið, búið, bless!

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 17:19
af AntiTrust
Gúrú skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Er það ekki meira tengt sæstrengjavandamálum frekar en ISP?


Jú.


Akkúrat. Erfitt að setja það inní reikninginn á ISPinn ;)

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 17:39
af Gúrú
AntiTrust skrifaði:
Gúrú skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Er það ekki meira tengt sæstrengjavandamálum frekar en ISP?


Jú.


Akkúrat. Erfitt að setja það inní reikninginn á ISPinn ;)


Meira tengt því, get ekki útilokað að þetta hafi verið ISP að kenna, né heldur get ég útilokað að þetta hafi verið sæstrengsvandamál.
Það geta verið margar ástæður á bakvið erlent netleysi/mjög takmarkað sem er ISP að kenna.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Mán 03. Maí 2010 20:30
af intenz
intenz skrifaði:
Pandemic skrifaði:Þetta fer örruglega eftir endurnýjun lagna í hverfum. T.d grafarvogurinn er ekki nýtt né gamalt hverfi svo það er ekki þörf á að endurnýja í bráð og því fáum við hvorki ljósnet né ljósleiðara.

Grafarvogurin allur fær ljósnet nú maí-júní NEMA nokkrar götur! Hvað réttlætir það að skilja eftir nokkrar götur í heilu póstnúmeri??

Til að skilja gremju mína skoðið eftirfarandi mynd og sjáið litla gráa svæðið inni í 112 póstnúmerinu (ÉG)..

Mynd

Re: Ljósnet Símans

Sent: Þri 04. Maí 2010 00:49
af siminn
Sæll Intenz,

Við lagningu Ljósnets Símans er verið að nýta ljósleiðara sem var búið að leggja fyrir í götuskápa í rúmlega 42.000 heimili sem kallaðist Breiðband Símans. Í fyrsta fasa Ljósnetsins er verið að taka öll þessi gömlu Breiðbandssvæði fyrir þar sem að þar er ljósleiðarinn fyrir í götunni og því lítil sem engin jarðvinna sem þarf eiga sér stað.

Því miður virðist þú í dag búa á stað þar sem að engin ljósleiðar í götuskáp er fyrir hendi sem veldur því að þú ert fyrir utan fyrsta fasann.

Vona að þetta svari þér að einhverju leiti þó að ég skilji að þú sért ekki sáttur.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Þri 04. Maí 2010 10:11
af intenz
siminn skrifaði:Sæll Intenz,

Við lagningu Ljósnets Símans er verið að nýta ljósleiðara sem var búið að leggja fyrir í götuskápa í rúmlega 42.000 heimili sem kallaðist Breiðband Símans. Í fyrsta fasa Ljósnetsins er verið að taka öll þessi gömlu Breiðbandssvæði fyrir þar sem að þar er ljósleiðarinn fyrir í götunni og því lítil sem engin jarðvinna sem þarf eiga sér stað.

Því miður virðist þú í dag búa á stað þar sem að engin ljósleiðar í götuskáp er fyrir hendi sem veldur því að þú ert fyrir utan fyrsta fasann.

Vona að þetta svari þér að einhverju leiti þó að ég skilji að þú sért ekki sáttur.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Ég skil en mér finnst samt óásættanlegt að það sé ekki farið í smá jarðvinnu þarna svo það sé ekki skilið íbúa á þessu svæði útundan. Það þarf ekki mikið til, þar sem það er nú þegar tengt í grunnskólanum í þessu hverfi sem er nokkra tugi metra í burtu.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Þri 04. Maí 2010 14:50
af steinarorri
Það sem mér finnst hinsvegar fáranlegt að á meðan í Kópavogi (201) er ekki ljósleiðaratenging á vegum Gagnaveitunnar (og ekki á þeirra áætlun) er það svæði einnig eitt af þeim síðustu til að fá ljósnet. Á meðan er möguleiki á báðu í grafarvogi/grafarholti.

Re: Ljósnet Símans

Sent: Þri 04. Maí 2010 14:57
af Danni V8
Það verður fróðlegt að sjá hvort gerist á undan, ég flyt úr Keflavík eða ljósleiðari kemur til Keflavíkur. Það er allavega á hreinu að það samskiptafyrirtæki sem verður fyrri til að kom með ljósleiðara hingað fær áskrift af hluta af mínum launum um hver mánaðarmót :D

Re: Ljósnet Símans

Sent: Þri 04. Maí 2010 16:32
af siminn
intenz skrifaði:
siminn skrifaði:Sæll Intenz,

Ég skil en mér finnst samt óásættanlegt að það sé ekki farið í smá jarðvinnu þarna svo það sé ekki skilið íbúa á þessu svæði útundan. Það þarf ekki mikið til, þar sem það er nú þegar tengt í grunnskólanum í þessu hverfi sem er nokkra tugi metra í burtu.


Eins og ég segi að þá skil ég vel gremju þina vegna þessa en ástæðan er einfaldlega sú að við eigum ljósleiðara í grónum hverfum sem hægt er að nýta að fullu fyrir Ljósnetið og þannig er kostnaði haldið í lágmarki.

Það að grafa upp götur, leggja ljósleiðara og uppfæra götuskápa er kostnaðarsamt, sérstaklega nú á tímum og þess vegna var ákveðið að byrja á þessum tilgreindu Breiðbandssvæðum þar sem hægt er að uppfæra heila götu á einum vinnudegi.

Ég get engu lofað um það hvenær þú færð Ljósnet eða hvort en ég get sagt þér að það er vilji Símans að allir fái Ljósnet og þegar þessi Breiðbandssvæði eru tengd að þá verða teknar ákvarðanir um næstu skref.

kveðja,
Guðmundur hjá Símanum

Re: Ljósnet Símans

Sent: Þri 04. Maí 2010 18:05
af intenz
Mynd

Re: Ljósnet Símans

Sent: Þri 04. Maí 2010 19:51
af wicket
hahaha intenz, mér finnst þú ekki alveg vera að ná þessu.

þetta fyrirtæki er í bissness, mér sýnist svarið þeirra ganga út á að það sé dýrt að leggja þetta ljósnet heim til þín þar sem það vantar ljósleiðara en í staðinn einblína þeir á svæði sem eru með ljósleiðara fyrir og svo eigi að skoða hin svæðin sem eftir eru.

fair enough svar finnst mér, vælubíllinn hlýtur að vera á leiðinni til þín.