Ég nota Notion daglega, en ekki sem allt-í-einu kerfi. Fyrir mig virkar best 3-tier skipulag (aðeins mitt persónulega dót, ekki vinnuskipulag).
Nota Trello til að grípa allt strax: - Hugmyndir
- Tasks
- Events
- Random glósur
Allt fer beint í Trello-board, án þess að hugsa of mikið.
Notion = Allskonar upplýsingar sem ég nota reglulega og vill ekki gleyma Ekki task manager.
Nota það fyrir:
- Hugmyndir í vinnslu
- Skjölun á verkefnum
- Checklista, ferla og lærdóm
- Persónulegar glósur sem ég vil finna aftur
OneDrive = source of truth Öll mikilvæg skjöl og samningar eru þar.
Notion inniheldur eingöngu linka í skjölin , ekki skjölin sjálf.
Af hverju svona?- Ég vil ekki blanda tasks, skrám og hugmyndum í eitt kerfi
- Hvert verkfæri gerir eitt vel
Ég hef skoðað flóknar Notion-uppsetningar og automation,en hef lært að einfalt kerfi sem þú notar daglega vinnur alltaf.
Svona lítur Notion Dashboardið mitt út, einfalt en virkar fyrir mig.
