Ég er með fjarvinnupakka á netinu í gegnum fyrirtækið sem ég vinn hjá, 1Gb/s hraði. Er með TP Link Archer AX73 router sem á að höndla vel yfir það (gefinn upp í 5,4Gb/s), er beintengd með 10 metra cat7 snúru (skv google á 10 metra snúra ekki að hafa áhrif, eða hvað?), ný PC tölva sem ég keypti í sumar og allt mjög fínt. Maxið sem ég hef séð var 780 mbps hraði, sama hvað ég endurræsi routerinn (já, tek úr sambandi, bíð í 5 mín og sting aftur í samband), fikta í stillingum, prófa önnur port ofl.
Er bara að pæla, ætti ég að ná meiri hraða, beintengd?
Hvað eru þið að ná, sem eru með svipaða uppsetningu?
Manneskja hjá Símanum sagði að þetta væri mjög gott en fór bara að pæla.
Með kveðju og vonir um engin skítköst