NB-IoT á íslandi

Skjámynd

Höfundur
norex94
Ofur-Nörd
Póstar: 224
Skráði sig: Lau 25. Ágú 2012 14:54
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

NB-IoT á íslandi

Pósturaf norex94 » Lau 08. Nóv 2025 10:50

Halló

Hefur einhver notað NB-IoT hér á klakanum? Ef svo, hvaða símfélag ertu að nota? Þurftir þú spes sim kort eða var nóg venjulegt?

Er með NB-IoT nema (notar BC660K-GL) sem ég er að fikta með og gengur ekkert. Voða lítið frá símfélögunum um þetta eða leiðbeiningar, að spjalla við tækniaðstoðina hjálpar lítið.
Eina sem ég veit er að við notum band 8 og 20, en fæ ekkert signal frá Símanum.

Fékk líka sim kort frá onomondo.com (sem tengist nova sýnist mér) en sama sagan þar....

Ef einhver þekkir þetta eða er með reynslu, endilega deila!



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1278
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 387
Staða: Ótengdur

Re: NB-IoT á íslandi

Pósturaf Njall_L » Lau 08. Nóv 2025 12:27

SÝN er með ágætis útbreiðslu af NB-IOT, sjá hér https://www.syn.is/thjonustusvaedi

Þarft kort og áskrift frá þeim til að nota


Löglegt WinRAR leyfi


wicket
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: NB-IoT á íslandi

Pósturaf wicket » Sun 09. Nóv 2025 14:38

Minnir að allt 4G/5G kerfi Símans sé NB-IoT samhæft, gerðum test fyrir ca. þremur árumí vinnunni á mælum sem fylgjast með kælistigi í flutningabílum (verið að flytja frosin fisk) og þeir voru 100% tengdir langar leiðir. Fórum beint í þá innleiðingu sem hefur gengið virkilega vel.

Þetta er samt pottþett fyrirtækjavara þannig að þjónustuverið veit eflaust lítið um svona, þarft eflaust að heyra í fyrirtækjasölu eða álíka fólki til að láta opna á þetta.




Skari
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: NB-IoT á íslandi

Pósturaf Skari » Sun 09. Nóv 2025 15:07

Er sjálfur að nota þetta bæði hjá Sýn og Símanum, minnir að áskriftin heiti tækjaáskrift og það þarf að virkja NB-IoT sérstaklega

Þarft einnig að hafa í huga að þótt þú sért með 4G LTE þá nærðu ekki endilega NB-IoT, ég næ t.d ekki sambandi heima með korti frá Símanum en næ með korti frá Sýn. Getur farið á síðu hjá báðum fyrirtækjum og séð hvernig þjónustusvæðin eru fyrir NB-IoT