Mynda albúm


Höfundur
thor2025
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 18. Okt 2025 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Mynda albúm

Pósturaf thor2025 » Lau 18. Okt 2025 21:07

Afsaka ef þetta er á vitlausum stað hérna, ég er nýr og kann ekki alveg á hvað fer hvert og hvort einhver hafi spurt að þessu sama áður.

Enn hef aðeins verið að spá í að setja upp server fyrir heimilið, þá aðallega til að varðveita myndefni. Myndir og myndbönd eru tekin í gríð og erg á snjall síma enn síðan glatast þetta í tímans rás, svo mig hefur langað að koma þessu saman á einn stað(í minni eigu) svo góðar minningar fari ekki í vaskinn ef einn sími eða reikningur fer í vaskinn.

Tel mig svo sem geta klórað mig fram úr því að setja upp einhvers konar NAS bæði hardware og software til að geyma einhver tb af gögnum(samt alveg líka til í öll góð ráð í þeim efnum ef menn eru þyrstir í að ausa af visku sinni í þeim málum).

Enn þegar ég fór að hugsa um þetta sakna ég alltaf gömlu mynda albúmana sem hægt var að draga fram til að rifja upp gamla atburði eða ferðalög. Þar sem hafði verið safnað saman eftirminnilegasta hafði verið safnað saman í bók og oft eithvað smá skrifað við hverja mynd.

Svo mig langar að spyrja á hérna sem hafa rekið sinn eigin heima server og geymt þar myndir og myndbönd, hafið þið reynslu af einhverju kerfi sem gerir eithvað í þessa átt? Hægt að opna að hafa opið út á við(svo maður geti sýnt myndir þegar maður er í heimsókn hjá ömmu á grund) og notendastýra(helst að það sé hægt að gefa fólki aðgang auðveldlega), velur inn gögn af local stæðu, flokkar saman og getur bætt við skýringum/athugasemdum/töggum.

Hef aðeins leitað að þessu enn virðast allir vera hálf efins um framtíð marga þeirra kerfa sem er mælt með, annað hvort eru þau ung eða fólki líkar ekki verið höfunda þeirra. Og auðvitað vill maður eithvað svona geti lifað lengi þó ekki sé nema vegna þess að ég nenni ekki að kenna ömmu gömlu á eithvað tvisvar.

Mbkv. Þór




Gislinn
FanBoy
Póstar: 774
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Mynda albúm

Pósturaf Gislinn » Lau 18. Okt 2025 21:49

Þú ert að leita að Immich, það er demo á síðunni þeirra https://immich.app/. Þetta kerfi er frítt og open source, en það er hægt að kaupa það án þess að fá neina auka fídusa, ef manni langar að styðja við verkefnið.

Setur upp serverinn í gegnum docker container og setur svo upp appið á síma heimilisins og lætur þá syncast sjálfkrafa inn á immich serverinn. Hver og einn er þá með sinn eigin notanda og ráða hvaða myndum þau vilja deila með öðrum.

Ég er með þetta local hjá mér og símarnir synca sig þegar þeir koma heim á wifi-ið, kerfið er ekki opið út á internetið en það er hægt að hafa það opið út á við ef þú vilt það. Ef ég þarf að koast í það utan heimilisins get ég tengst því í gegnum tailscale (eða vpn), þar sem það er öruggari kostur að mínu mati.

Það er samt mikilvægt að hafa backup af myndunum þar sem þetta er ekki eiginlegt backup, heldur bara umsjónarkerfi fyrir myndirnar. Ég er með 5 backup af myndunum hjá mér: serverinn, símarnir, tveir offline flakkarar (færi myndir a.m.k. 1 sinni í mánuði á þá, annar er geymdur utan heimilisins) og cloud geymsla.
Síðast breytt af Gislinn á Sun 19. Okt 2025 09:04, breytt samtals 1 sinni.


common sense is not so common.

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3297
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 602
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Mynda albúm

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 19. Okt 2025 08:40

Getur skoðað að nota Plex media server eflaust ekki besta mynda kerfið en virkar mjög vel að deila útúr húsi. Virkar mjög vel fyrir myndbönd.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 19. Okt 2025 08:49, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √


Höfundur
thor2025
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 18. Okt 2025 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Mynda albúm

Pósturaf thor2025 » Sun 19. Okt 2025 11:43

Gislinn skrifaði:Það er samt mikilvægt að hafa backup af myndunum þar sem þetta er ekki eiginlegt backup, heldur bara umsjónarkerfi fyrir myndirnar. Ég er með 5 backup af myndunum hjá mér: serverinn, símarnir, tveir offline flakkarar (færi myndir a.m.k. 1 sinni í mánuði á þá, annar er geymdur utan heimilisins) og cloud geymsla.


Takk fyrir gott svar, einmitt þessi reynsla sem ég var að leita eftir. Var búinn að sjá Immich enn margir virtust pínu efins yfir hvað þetta væri ungt og óreynt. Sama fólk kvartaði svo náttúrulega líka yfir að höfundar eldri og reyndari verkefna væru gráðugir og mér sýnist líka komin einhver bylgja af fólki að kvarta yfir að immich vilji taka við framlögum einsog þú nefnir. Stundum er ekki hægt að geðjast foss liðinu :).

Þegar þú segir að þetta sé ekki backup heldur bara umsjónar kerfi fyrir myndirnar, ertu þá ekki að láta immich nota local/nas drif til að geyma þetta á? Hafði ímyndað mér að gera það og svo bara taka backup af NAS-num einsog þörf krefði.

Ætli Immich verði ekki lendingin og svo get ég skoðað að fá mér lén og hýsa proxy á ytri þjónustu ef ég vill auðvelda aðgangi að þessi.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 774
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Mynda albúm

Pósturaf Gislinn » Sun 19. Okt 2025 19:56

thor2025 skrifaði:Var búinn að sjá Immich enn margir virtust pínu efins yfir hvað þetta væri ungt og óreynt. Sama fólk kvartaði svo náttúrulega líka yfir að höfundar eldri og reyndari verkefna væru gráðugir og mér sýnist líka komin einhver bylgja af fólki að kvarta yfir að immich vilji taka við framlögum einsog þú nefnir. Stundum er ekki hægt að geðjast foss liðinu :).


Já, ég er búinn að keyra þetta í nokkur ár, það hafa alveg verið merki um að þetta sé ungt í gegnum tíðina en það hefur færst til betri vegar undanfarið. Er á version 2.1 núna, en byrjaði í developers útgáfu í mars 2022. Immich er alls ekki aggressíft með að biðja um framlög, merkilega lítið í raun miðað við hvað þetta er flott verkefni.

thor2025 skrifaði:Þegar þú segir að þetta sé ekki backup heldur bara umsjónar kerfi fyrir myndirnar, ertu þá ekki að láta immich nota local/nas drif til að geyma þetta á? Hafði ímyndað mér að gera það og svo bara taka backup af NAS-num einsog þörf krefði.

Ætli Immich verði ekki lendingin og svo get ég skoðað að fá mér lén og hýsa proxy á ytri þjónustu ef ég vill auðvelda aðgangi að þessi.


Immich sem slíkt er ekki backup kerfi því það geymir bara myndirnar eftir því kerfi sem þú skilgreinir og á þeim stað sem þú skilgreinir. Ég keyri allar þjónustur hjá mér á proxmox clusteri og svo geri ég sjálfvirk backup (í gegnum proxmox) af því í cloud storage og manual backup yfir á flakkarana. Það er í raun það sama og þú ert að lýsa, nota NAS eða einhverja diska og gera svo backup af því. Það er samt ekki gert í gegnum Immich viðmótið, heldur á NAS-inum eða á stýrikerfinu sem þú ert að keyra á.

Það er frekar einfalt að setja Immich upp ef þú ert þegar með einhvern server (sem getur keyrt docker), mæli eindregið með að prófa bara.


common sense is not so common.