Hjaltiatla skrifaði:rostungurinn77 skrifaði:rapport skrifaði:Þetta sama gerðist milli XP og Win7 og svo milli 7 og 10...
MS hefyr alltaf þurft að framlengja.
Þetta er ekkert smá markaðstækifæri fyrir Linux... skil ekki af hverju það er ekkivfarin auglýsingaherferð af stað
Held að menn séu stórlega að ofmeta þennan markað. Þ.e.a.s. sá hópur sem er ennþá með "úreltan" vélbúnað og tækniþekkinguna til að setja upp og nota Linux.
Rapport varstu ekki í notendaþjónustu sjálfur? Þú ættir þá að vita að fyrir ótrúlega marga er það afrek að endurræsa tölvu.
Skulum ekki ætla þessu fólki að fara að setja upp linux, einfalt sem það þó er.
Ég hló smá

, þó svo margir notendur sem nota Windows og Onedrive windows client stilltur að synca Desktop,Documents og Pictures af vélinni við Onedrive þá virðast ansi margir nota Downloads möppuna til að hafa skipulag á skjölum (sem er ekki bökkuð uppí Onedrive). Myndi ekki treysta öllu fólki að fara að byrja að nota Linux með þá vitneskju vitandi það að vélar geta farið á hliðina.
Þetta er agamál, hvernig fólki er kennt að vinna með gögnin sín. Í raun er stefnan alltaf í þá átt að almennir framlínustarfsmenn séu bara með F3 og geti þannig unnið eins á næstum hvaða tæki sem er en skrifstofa og bakvinnsla sem vinna við tölvu allan daginn fái E3/E5.
F3 user ætti að vera sama um hvaða stýrikerfi er á tölvunni sem hann vinnur við, bara að hún sé nokkuð snörp.
Mér þætti eðlilegt fyrsta skref hjá fyrirtækjum og ríkisstjórnum um allan heim að nota AI til að útbúa og viðhalda útgáfu af open source stýrikerfi fyrir sína innviði = linux.
Það er í raun borðliggjandi að þegar AI er búið að gera öllum auðvelt/mögulegt að losna við Windows og Microsoft kostnað, þá verði kapphlaup um það.