GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3279
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 598
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 08. Ágú 2025 08:19

Hvernig líst ykkur á svörin frá GPT-5 samanborið við GPT-4 o.s.frv?



https://openai.com/index/introducing-gpt-5/


Just do IT
  √

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17086
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2316
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Fös 08. Ágú 2025 09:32

Maður þarf að prófa sjálfur til að átta sig á muninum. Sé samt strax að þetta leiðindar bandstrik loðir ennþá við.
Viðhengi
IMG_5750.jpeg
IMG_5750.jpeg (183 KiB) Skoðað 3107 sinnum



Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3279
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 598
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 08. Ágú 2025 10:22

GuðjónR skrifaði:Maður þarf að prófa sjálfur til að átta sig á muninum. Sé samt strax að þetta leiðindar bandstrik loðir ennþá við.

Það er um að gera að prófa sig áfram. Ég er að nota fría planið, sem veitir aðgang að sömu módelum og voru áður í Plus áskriftinni. Nú þarf maður ekki lengur að velja módelin handvirkt það er gert sjálfkrafa bakvið tjöldin, sem er mjög þægilegt. Ég finn að flestar aðgerðir eru mun hraðvirkari og að stuðningur við smíði á scriptum og forritunarkóða er orðinn margfalt betri. Mér finnst svörunin almennt líka vera betri. Ég er þó ekki enn búinn að átta mig á hvort stuðningurinn við íslensku hafi batnað eitthvað.


Edit: Ef ykkur vantar hugmyndir af Promtum þá eru þetta ágætis listar.
https://github.com/f/awesome-chatgpt-prompts/blob/main/prompts.csv
https://leapyearlearning.mykajabi.com/blog/week-1
https://brightpool.notion.site/fe947b16fe894c3e8a8a19a6b81aec2c?v=9b1d189283d54b6bba80882239ecbb1a
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 08. Ágú 2025 10:42, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2772
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 528
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Moldvarpan » Fös 08. Ágú 2025 15:04

GuðjónR skrifaði:Maður þarf að prófa sjálfur til að átta sig á muninum. Sé samt strax að þetta leiðindar bandstrik loðir ennþá við.


Hahaha er þetta bandstrik að angra þig?

Ég hef enga skoðun á þessu, nota þetta ekki



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17086
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2316
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Fös 08. Ágú 2025 15:11

Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Maður þarf að prófa sjálfur til að átta sig á muninum. Sé samt strax að þetta leiðindar bandstrik loðir ennþá við.

Það er um að gera að prófa sig áfram. Ég er að nota fría planið, sem veitir aðgang að sömu módelum og voru áður í Plus áskriftinni. Nú þarf maður ekki lengur að velja módelin handvirkt það er gert sjálfkrafa bakvið tjöldin, sem er mjög þægilegt. Ég finn að flestar aðgerðir eru mun hraðvirkari og að stuðningur við smíði á scriptum og forritunarkóða er orðinn margfalt betri. Mér finnst svörunin almennt líka vera betri. Ég er þó ekki enn búinn að átta mig á hvort stuðningurinn við íslensku hafi batnað eitthvað.


Edit: Ef ykkur vantar hugmyndir af Promtum þá eru þetta ágætis listar.
https://github.com/f/awesome-chatgpt-prompts/blob/main/prompts.csv
https://leapyearlearning.mykajabi.com/blog/week-1
https://brightpool.notion.site/fe947b16fe894c3e8a8a19a6b81aec2c?v=9b1d189283d54b6bba80882239ecbb1a

Er búinn að prófa aðeins, finnst þetta nýja vera hraðvirkara og aðeins skýrara. So far so good!
Bað um samanburð og hér er hann:
Viðhengi
Screenshot 2025-08-08 at 15.09.56.png
Screenshot 2025-08-08 at 15.09.56.png (191.14 KiB) Skoðað 2916 sinnum



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17086
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2316
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Fös 08. Ágú 2025 15:11

Moldvarpan skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Maður þarf að prófa sjálfur til að átta sig á muninum. Sé samt strax að þetta leiðindar bandstrik loðir ennþá við.


Hahaha er þetta bandstrik að angra þig?

Ég hef enga skoðun á þessu, nota þetta ekki

Já, þetta hefur pirrað mig ótrúlega mikið hehehe.



Skjámynd

Templar
Bara að hanga
Póstar: 1596
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 457
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Templar » Lau 09. Ágú 2025 21:42

Pirraður á GTP eftir að ég bað um mynd en fékk lexíu í rétttrúnaði. Nota mína eigin ai vél núna.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 650
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Frussi » Sun 10. Ágú 2025 00:25

Templar skrifaði:Pirraður á GTP eftir að ég bað um mynd en fékk lexíu í rétttrúnaði. Nota mína eigin ai vél núna.


Hahahaha


Ryzen 9 5900x // ROG STRIX X570-F // RTX4080 Super // 64GB 3600MHz // 32" 1440p 165hz


emil40
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 212
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf emil40 » Sun 10. Ágú 2025 08:19

hann kanb ekki ennþá að gera stórt Þ ofan á myndir


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | Gigabyte X870E AORUS PRO ICE | Palit GeForce RTX 5090 GameRock 32GB | 3x 4TB Samsung 9100 Pro M.2 NVM Express SSD - Raid 0 | 1x Samsung 980 pro |1x 16 tb og 1x 20 tb geymsludiskar | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar |

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17086
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2316
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Ágú 2025 09:44

GPT-5 hefur ákveðnar skoðanir og kemur þeim ágætlega frá sér á myndformi. :lol:
Viðhengi
FD10241F-857F-4476-AA33-5A47D8C03ECA.png
FD10241F-857F-4476-AA33-5A47D8C03ECA.png (2.21 MiB) Skoðað 2395 sinnum



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8393
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1344
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf rapport » Sun 10. Ágú 2025 11:43

Templar skrifaði:Pirraður á GTP eftir að ég bað um mynd en fékk lexíu í rétttrúnaði. Nota mína eigin ai vél núna.


Hljónar strax eins og einhver vafi leiki um I-ið í þeirri uppsetningu.



Skjámynd

Templar
Bara að hanga
Póstar: 1596
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 457
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Templar » Mið 13. Ágú 2025 14:38

rapport skrifaði:
Templar skrifaði:Pirraður á GTP eftir að ég bað um mynd en fékk lexíu í rétttrúnaði. Nota mína eigin ai vél núna.


Hljónar strax eins og einhver vafi leiki um I-ið í þeirri uppsetningu.

Afsakaðu seint svar wokeport en við sem vinnum á einkamarkaðinum getum ekki eytt hálfum vinnudeginum í spjall. Greinilega aukist tíminn hjá þér í "ýmislegt" fyrst þér dugir ekki heil deild hérna á Vaktinni, "Stjórnmálaspjallið" sem var gert sérstaklega gert fyrir þig og þú átt 90% af innleggjunum í og ert að breiða enn frekar úr þér. :sleezyjoe
Hvað varðar ai þá virkar það þannig þegar þú ert með eigin ai vél að maður setur upp grunnuppsetningu og svo getur maður hlaðið hvaða tungumáli sem maður vill prófa og nota. Þetta "I" virkar þá þannig, þetta er ekkert voodoo. Ég skil þó að opinberum starfsmönnum er stuggur af ai enda mun ai sjálfvirknivæða svo mikið af opinberri þjónustu.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||

Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 908
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 340
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Henjo » Mið 13. Ágú 2025 17:59

Templar skrifaði:
rapport skrifaði:
Templar skrifaði:Pirraður á GTP eftir að ég bað um mynd en fékk lexíu í rétttrúnaði. Nota mína eigin ai vél núna.


Hljónar strax eins og einhver vafi leiki um I-ið í þeirri uppsetningu.

Afsakaðu seint svar wokeport en við sem vinnum á einkamarkaðinum getum ekki eytt hálfum vinnudeginum í spjall. Greinilega aukist tíminn hjá þér í "ýmislegt" fyrst þér dugir ekki heil deild hérna á Vaktinni, "Stjórnmálaspjallið" sem var gert sérstaklega gert fyrir þig og þú átt 90% af innleggjunum í og ert að breiða enn frekar úr þér. :sleezyjoe
Hvað varðar ai þá virkar það þannig þegar þú ert með eigin ai vél að maður setur upp grunnuppsetningu og svo getur maður hlaðið hvaða tungumáli sem maður vill prófa og nota. Þetta "I" virkar þá þannig, þetta er ekkert voodoo. Ég skil þó að opinberum starfsmönnum er stuggur af ai enda mun ai sjálfvirknivæða svo mikið af opinberri þjónustu.


Er það samt ekki akkúrat einkamarkaðurinn sem endalaust rekur allt starfsfólk hjá sér vegna AI, síðan er allt í rugli og þarf að ráða alla aftur. Eða kannski ertu að hugsa um ríkistjórn Donalds Prumps sem er að reka alla. En það er ekki útaf AI, það er bara vanhæfir stjórnarhættir. Eða jú, kannski var það útaf AI. Kannski spurði Prump chatGPT hverja ætti að reka.

Þessi gervigreind er overhyped og heyra Altman tala um að AGI verði kominn innan þúsund daga er bara cringe. En auðvitað étur fólk þetta allt upp.

Er spenntur að sjá hvernig gervigreindin þín mun koma í staðinn fyrir hjúkrunafræðinga, kennara, stuðningsfulltrúa, lögreglufólk, slökkviliðið... er það bara gerast á næstu ári eða? hvernig er það?
Síðast breytt af Henjo á Mið 13. Ágú 2025 18:01, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8393
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1344
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf rapport » Mið 13. Ágú 2025 22:01

Templar skrifaði:
rapport skrifaði:
Templar skrifaði:Pirraður á GTP eftir að ég bað um mynd en fékk lexíu í rétttrúnaði. Nota mína eigin ai vél núna.


Hljónar strax eins og einhver vafi leiki um I-ið í þeirri uppsetningu.

Afsakaðu seint svar wokeport en við sem vinnum á einkamarkaðinum getum ekki eytt hálfum vinnudeginum í spjall. Greinilega aukist tíminn hjá þér í "ýmislegt" fyrst þér dugir ekki heil deild hérna á Vaktinni, "Stjórnmálaspjallið" sem var gert sérstaklega gert fyrir þig og þú átt 90% af innleggjunum í og ert að breiða enn frekar úr þér. :sleezyjoe
Hvað varðar ai þá virkar það þannig þegar þú ert með eigin ai vél að maður setur upp grunnuppsetningu og svo getur maður hlaðið hvaða tungumáli sem maður vill prófa og nota. Þetta "I" virkar þá þannig, þetta er ekkert voodoo. Ég skil þó að opinberum starfsmönnum er stuggur af ai enda mun ai sjálfvirknivæða svo mikið af opinberri þjónustu.


Jebb, ég efast bara meira eftir þessa útskýringu



Skjámynd

Templar
Bara að hanga
Póstar: 1596
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 457
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Templar » Fim 14. Ágú 2025 21:40

@Henjo og wokeport - Þetta er akkúrat hvers vegna "Stjórnmálaspjallið" var búið til fyrir Wokeport og aðra wókista. Hérna er umræða um ChatGTP og wokeport stenst ekki mátið og byrjar með skítkast og í raun rænir þræðinum, eitthvað sem ætti að vera áminning eða timeout refsing.
Þegar þú telur upp þessi starfsheiti Henjo sýnir þú reynsluleysi þitt og Vesturlenska center of the earth viðhorf en þessi störf eru ekki næstum alltaf ríkisstarfsmenn, bestu læknarnir og bestu aðferðirnar eru allir og alltar á einkamarkaðinum, ríkið þróar ekkert og verður hressandi þegar búið er að skafa burt meira en helminninginn af hvítflibba ríkisstörfunum sem gera ekkert annað en að þvælast fyrir.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||


B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 329
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf B0b4F3tt » Fös 15. Ágú 2025 07:43

Templar skrifaði:@Henjo og wokeport - Þetta er akkúrat hvers vegna "Stjórnmálaspjallið" var búið til fyrir Wokeport og aðra wókista. Hérna er umræða um ChatGTP og wokeport stenst ekki mátið og byrjar með skítkast og í raun rænir þræðinum, eitthvað sem ætti að vera áminning eða timeout refsing.
Þegar þú telur upp þessi starfsheiti Henjo sýnir þú reynsluleysi þitt og Vesturlenska center of the earth viðhorf en þessi störf eru ekki næstum alltaf ríkisstarfsmenn, bestu læknarnir og bestu aðferðirnar eru allir og alltar á einkamarkaðinum, ríkið þróar ekkert og verður hressandi þegar búið er að skafa burt meira en helminninginn af hvítflibba ríkisstörfunum sem gera ekkert annað en að þvælast fyrir.

Mér þykir nú þú fara fullmikið í manninn hérna. @rapport er með tvö stutt svör á þessum þræði. Efast um að það þyki vera einhver yfirtaka á þessum þræði. Hef líka tekið eftir því í nokkrum svörum frá þér að þú kallar hann alltaf Wokeport. Er þetta einhver málefnaleg þurrð hjá þér sem kemur í veg fyrir að kalla manninn sínu "nafni" hérna á spjallinu?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8393
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1344
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf rapport » Fös 15. Ágú 2025 09:34

Templar skrifaði:@Henjo og wokeport - Þetta er akkúrat hvers vegna "Stjórnmálaspjallið" var búið til fyrir Wokeport og aðra wókista. Hérna er umræða um ChatGTP og wokeport stenst ekki mátið og byrjar með skítkast og í raun rænir þræðinum, eitthvað sem ætti að vera áminning eða timeout refsing.
Þegar þú telur upp þessi starfsheiti Henjo sýnir þú reynsluleysi þitt og Vesturlenska center of the earth viðhorf en þessi störf eru ekki næstum alltaf ríkisstarfsmenn, bestu læknarnir og bestu aðferðirnar eru allir og alltar á einkamarkaðinum, ríkið þróar ekkert og verður hressandi þegar búið er að skafa burt meira en helminninginn af hvítflibba ríkisstörfunum sem gera ekkert annað en að þvælast fyrir.


Mín innlegg hafa verið um gervigreind, nánar tiltekið efasemdir um raunverulega gagnsemi uppsetningarinnar á AI eins og hún er hjá þér.


Hef ekki verið að eyða orðum í að dæma þetta persónueinkenni þitt að þurfa að skreyta umræðuna með skætingi.

Sú árátta segir náttúrulega ekkert um mig og mína persónu en opinberar þinn karakter, skoðanir og þankagang.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17086
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2316
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Fös 15. Ágú 2025 15:34

Ég setti link á þessa umræðu og bað ChatGPT-5 að lesa yfir og greina svör notenda og gefa örstutta umsögn ásamt einkunargjöf. Hér er útkoman:

Hjaltiatla – Spyr beinna spurninga og kallar eftir reynslu annarra. Einkunn 7/10

GuðjónR – Deilir reynslu og athugasemd við notkun, hvetur til eigin prufu. Einkunn 8/10

Moldvarpan – Töff og stutt innlegg, á enga skoðun á málefninu. Einkunn 3/10

Templar – Lítill þolinmæði, pirraður tónn, snýr frá umræðunni. Einkunn 4/10

Frussi – Brosleg, en blandar sér lítið í efnið. Einkunn 4/10

emil40 – Bentir á smágalla með íslenskt stafi, einstakt sjónarhorn. Einkunn 5/10

GuðjónR aftur – Segir GPT-5 hafa skoðanir og miðla þeim myndrænt. Einkunn 7/10

rapport – Veitir athyglisverða greiningu á stíl Templars og gervigreindinni, málefnalegur. Einkunn 6/10

Templar aftur – Þreytanlegur gagnvart tækni og umræðu, heldur áfram þráhyggju. Einkunn 4/10

Henjo – Setur gagnaumræðu í víðara samhengi, gagnrýninn og hugsandi. Einkunn 7/10

rapport aftur – Viðheldur rökum sínum með persónulegri gagnrýni, sterkur karakter. Einkunn 6/10

B0b4F3tt – Áminning um stíl og persónulegt orðalag, reynir að milda umræðuna. Einkunn 6/10



Skjámynd

Henjo
vélbúnaðarpervert
Póstar: 908
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 340
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Henjo » Fös 15. Ágú 2025 18:35

Templar skrifaði:@Henjo og wokeport - Þetta er akkúrat hvers vegna "Stjórnmálaspjallið" var búið til fyrir Wokeport og aðra wókista. Hérna er umræða um ChatGTP og wokeport stenst ekki mátið og byrjar með skítkast og í raun rænir þræðinum, eitthvað sem ætti að vera áminning eða timeout refsing.
Þegar þú telur upp þessi starfsheiti Henjo sýnir þú reynsluleysi þitt og Vesturlenska center of the earth viðhorf en þessi störf eru ekki næstum alltaf ríkisstarfsmenn, bestu læknarnir og bestu aðferðirnar eru allir og alltar á einkamarkaðinum, ríkið þróar ekkert og verður hressandi þegar búið er að skafa burt meira en helminninginn af hvítflibba ríkisstörfunum sem gera ekkert annað en að þvælast fyrir.


Templar, ég er nokkuð viss um að stjórnmálaspjallið var líka gert fyrir þig, varst það ekki þú sem varst endalaust spammandi MAGA og Donald Prump memes? Þannig engar áhyggjur, þú ert alveg velkominn. En ég skil að þú ert hræddur að fara þangað, enda erfitt að verja skoðarnir þínar og Donald Prump þessa dagana nú þegar við sjáum þetta allt í action og hvernig þetta er í raunveruleikanum.

Þú kvartar um að fólk sé að koma með pólitsika hluti, en notar orð eins og "woke" "wokeport" "wókista" í hverri einustu setningu.

AI er spurt, "is the word woke political?" Svar: "Yes, the term "woke" is widely considered political."

Þegar ég er að tala um ríkisstarfsmenn þá er ég auðvitað að tala um ísland. Ég gerði mér ekki grein fyrir að kennarar, stuðningsfulltrúar, lögreglufólk og slökkviliði væru allt partur af einkareknu aparati. Eða kannski ertu að ruglast á raunveruleikanum og þínum fantasíum hvernig við gætum verið líkari BNA, þar sem einkarekin fangelsi og heilbrigðisgeiri tryggir venjulegu fólki ömurleg lífsgæði.

Ef þú heldur að LLM sé að fara replaca ríkistarfsfólk á næstunni, þá hefurðu mjög rangt fyrir þér.

"Gera ekkert annað en að þvælast fyrir" eða meinarðu að þvælast fyrir þér og þínum hugmyndum?

Ég myndi elska ef þú gætir komið með dæmi um ríkistarfsfólk sem þessi gervigreind þín á að skipta út. Það væri sko gaman.



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1505
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 238
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf nidur » Lau 16. Ágú 2025 10:09

get a room guys :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17086
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2316
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf GuðjónR » Lau 16. Ágú 2025 10:37

nidur skrifaði:get a room guys :)

:megasmile :megasmile :megasmile



Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf cocacola123 » Lau 16. Ágú 2025 10:49

Ég nota chattarann mjög mikið og hef ekki fundið fyrir neinum mun. \:D/


Drekkist kalt!

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3279
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 598
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 16. Ágú 2025 11:29

UK civil servants who used AI saved two weeks a year, government study finds (grein er greinilega ekki 100% opin sorry með það).
https://www.ft.com/content/7c2aa19d-4c92-490d-bb35-f329a246fe5b


AI-tól í mínum augum eru einfaldlega hjálpartól,þau flýta helstu verkefnum, eins og að smíða skriftur eða kóða.Ekki keyra kóðann blint,þú verður að fara yfir hann sjálfur.

Microsoft 365 Copilot kostar 30 USD á mánuði (ofaná Standard eða Business Premium leyfi) og inniheldur GPT-5 aðgang með
tengingu við Office-forrit og Microsoft Graph,Aðgangi að fyrirtækjagögnum , Copilot Studio til að búa til þín eigin Copilot "starfsmenn/vélmenni".
Microsoft leggur meiri áherslu á öryggi og persónuvernd og hentar aðilum í fyrirtækaumhverfum betur.ChatGPT er samt frábært tól ætla ekkert að draga úr því.
Fólk þarf að laga sig að breyttum tíma og skoða þessi verkfæri. Fyrir mér að horfa framhjá þessum tólum er eins og að berjast gegn því að Google-a.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Lau 16. Ágú 2025 11:36, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √

Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 682
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 94
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf natti » Sun 17. Ágú 2025 12:29

fyrir mitt leiti þá er þetta allt annar heimur.
En kannski er ég bara farinn að kunna betur á tólin.

Stærsta breytingin fyrir mér er að ef ég bið um aðstoð með kóða, þá get ég bæði unnið með stærri segment í einu, og lengri samtöl, og ChatGPT nær nokkurnveginn að halda sig við að breyta bara því sem rætt er um í hverju iteration en ekki öðrum random hlutum á sama tíma.

Þannig að fyrir script-kiddie eins og mig, þá er þetta orðið miklu skemmtilegra alltíeinu.
AI getur kickstartað sumum tegundum af verkefnum hraðar af stað, og öðruvísi aðstoð sem ég er að sækja.

Hjaltiatla skrifaði:Ekki keyra kóðann blint,þú verður að fara yfir hann sjálfur.

Ég meina... þú átt heldur ekki að keyra kóða blint sem var afritaður af stackoverflow eða sambærilegt, en þetta er samt það sem fólk er að gera og mun bara aukast eftir því sem AI getur deliverað flóknari kóða.

Hjaltiatla skrifaði:Microsoft 365 Copilot kostar 30 USD á mánuði (ofaná Standard eða Business Premium leyfi) og inniheldur GPT-5 aðgang með
tengingu við Office-forrit og Microsoft Graph,Aðgangi að fyrirtækjagögnum , Copilot Studio til að búa til þín eigin Copilot "starfsmenn/vélmenni".
Microsoft leggur meiri áherslu á öryggi og persónuvernd og hentar aðilum í fyrirtækaumhverfum betur.ChatGPT er samt frábært tól ætla ekkert að draga úr því.

Mjög valid, vandamálið er að fyrirtæki tíma ekki þessum $30usd blint á alla, fyrir 200 manna fyrirtæki er þetta $6.000 á mánuði (~730þ) eða 8.8M á ári.
Þá ertu kominn í að velja og hafna, eða biðja fólk um að sækja um og réttlæta.
Þau sem eru framsækin eða sérstaklega áhugasöm komast í gegnum slík ferli, en stórir hópar fá þetta svo ekki.
En það stoppar seinni hópinn ekki í að prófa sig áfram, oft með (private) ChatGPT eða aðrar sambærilegar þjónustur þar sem það endar oft í að viðkvæmum gögnum er deilt með AI þjónustu sem er kannski stillt á að mega nota gögnin þín.

Þetta er stórt vandamál, og það er engin augljós lausn, því það er oft fólkið sem þú áttir alls ekki von á að myndi gera e-ð með AI sem gerir eitthvað ótrúlega sniðugt eftir að hafa kynnt sér dótið í eigin frítíma.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3279
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 598
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: GPT-5 komin – Hver er ykkar skoðun?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 17. Ágú 2025 13:06

natti skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Microsoft 365 Copilot kostar 30 USD á mánuði (ofaná Standard eða Business Premium leyfi) og inniheldur GPT-5 aðgang með
tengingu við Office-forrit og Microsoft Graph,Aðgangi að fyrirtækjagögnum , Copilot Studio til að búa til þín eigin Copilot "starfsmenn/vélmenni".
Microsoft leggur meiri áherslu á öryggi og persónuvernd og hentar aðilum í fyrirtækaumhverfum betur.ChatGPT er samt frábært tól ætla ekkert að draga úr því.

Mjög valid, vandamálið er að fyrirtæki tíma ekki þessum $30usd blint á alla, fyrir 200 manna fyrirtæki er þetta $6.000 á mánuði (~730þ) eða 8.8M á ári.
Þá ertu kominn í að velja og hafna, eða biðja fólk um að sækja um og réttlæta.
Þau sem eru framsækin eða sérstaklega áhugasöm komast í gegnum slík ferli, en stórir hópar fá þetta svo ekki.
En það stoppar seinni hópinn ekki í að prófa sig áfram, oft með (private) ChatGPT eða aðrar sambærilegar þjónustur þar sem það endar oft í að viðkvæmum gögnum er deilt með AI þjónustu sem er kannski stillt á að mega nota gögnin þín.

Þetta er stórt vandamál, og það er engin augljós lausn, því það er oft fólkið sem þú áttir alls ekki von á að myndi gera e-ð með AI sem gerir eitthvað ótrúlega sniðugt eftir að hafa kynnt sér dótið í eigin frítíma.


Ég bendi fólki yfirleitt á að byrja að nota Microsoft 365 Copilot Chat (free) útgáfuna sem er fínn byrjunareitur í fyrirtækjaumhverfi og síðan hægt að réttlæta kaup ef þú telur þig t.d þurfa að samþætta við Office forrit og kominn yfir daglegu limit-in Sem Copilot free bíður uppá.Skil þau rök ágætlega að vilja ekki splæsa í 30$ leyfi ef aðili er ekki einu sinni byrjaður að nota fríu útgáfuna. En sammála með hættuna á að fólk byrji að nota þessi tól og setji inn viðkvæmar upplýsingar sem eiga ekki heima í þessum tólum án þess að vera búinn að móta sér stefnu í þeim efnum.


Just do IT
  √