Enn og aftur: Hive

Fyrir Hive notendur: Ert þú ánægð/ur með hraðann sem þú ert að fá?

16
36%
Nei
28
64%
 
Samtals atkvæði: 44

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 13. Jan 2005 08:02

og sögðuð þið ekket við því?


"Give what you can, take what you need."


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Pósturaf JReykdal » Fim 13. Jan 2005 09:40

Korter skrifaði:Væntanlega hafa flestir Hive notendur fengið póst í dag:
Stækkun á útlandagátt hafin.

Um miðbik næstu viku mun Hive ljúka fyrsta áfanga á stækkun útlandagáttar Þessi stækkun eykur gagnaflutningsgetu Hive út úr landi um 50%- 100%. Í lok janúar mun Hive taka í notkun sína eigin útlandagátt, óháða öðrum fjarskiptafyrirtækjum, sem mun gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.

Eftir að við fórum í loftið hefur aðsókn í tengingar frá Hive farið fram úr björtustu vonum. Íslendingar kunna greinilega vel að meta það frelsi að geta halað niður gögnum frá útlöndum án þess að hafa áhyggjur af aukakostnaði.


Með bestu kveðju

Hive.



Voru þeir ekki að tala um sexföldun um daginn?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Fim 13. Jan 2005 09:48

Þeir eru að fara úr 20mbit í 155mbit. :)



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Fim 13. Jan 2005 10:46

ath. það stendur "fyrsta áfanga"




drapskind
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 11. Des 2003 15:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf drapskind » Lau 15. Jan 2005 14:55

það er þó eitthvað..



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Þri 18. Jan 2005 00:13

Mér leikur smá forvitni á að vita það hjá ykkur sem verslið við Hive hvort þið hafið prófað þessa sjónvarpsútsendingu þeirra? Þeir eru víst að senda út poppTV (og kannski eitthvað meira?). Hvernig er þetta að koma út eiginlega - eru gæðin alveg ásættanleg og hvaða spilara þarf maður að nota; Real, Quicktime eða Media player?


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Þri 18. Jan 2005 10:57

Eins og er þá er hægt að velja um PoppTíví og eina stuttmynd. Maður notar Windows Media Player til að horfa á þetta og mér finnst gæðin bara fín, allavega miðað við popptíví :)




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mið 19. Jan 2005 11:59

Þetta er 2mbita Windows Media 9 straumur.. hljóðið er reyndar bara í 64kbitum (128 kbit myndi ekki hafa sjáanleg áhrif á myndgæðin) en annars er þetta mjög fínt. Mjög gott að spila WoW í Windowed með þetta í glugga við hliðina á (þar sem ég er ekki með sjónvarp í herberginu mínu).




gutti
Bara að hanga
Póstar: 1594
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gutti » Lau 22. Jan 2005 01:53

(Ég er búin að vera með vesen með netið hjá hive.is). 'Eg þarf að slökkva á router af og til frá síðan ég fékk fyrir mánuð síðan. Svo er ég búinn að marg oft að hringja og kvarta á þessu og þeir, Segja sé simalínann sé biluð inna í símankassan í húsið en ég hringdi í Landsíman láta ath símalínu það er í topp standi svo hringdi sem stjórna yfir þessu eða ekki veit það ekki mamma svarið í síman og hann sagði ætlar að lækkar um 800 kb af af 20 mb gefa mér áfslátt verðinu á þessu hann fékk vita af þessu í fyrra dag 21/01 Ég vera með vesen á router en hef þeir rétt á að lækka hraða um 800 kb :evil: aðalega hvort sé að brjóta réttinn á þessu ?? PS þráðstjórar er welkomanir að laga þetta er eða læsa eða delete ps ég nenni ekki að leiðrétta !!!




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Lau 22. Jan 2005 13:52

Ég er forvitinn, er þetta búið að lagast eitthvað hjá Hive núna undanfarið eins og þeir voru búnir að lofa?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Lau 22. Jan 2005 14:21

Staðan í dag er sú að þeir eru að græja IP tölurnar í sambandi við Teleglobe. Þetta er allt að koma hjá þeim, ég býst við að þetta verði komið upp í síðasta lagi um mánaðarmótin.




Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Reputation: 0
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Emizter » Lau 22. Jan 2005 14:38

gutti skrifaði:(Ég er búin að vera með vesen með netið hjá hive.is). 'Eg þarf að slökkva á router af og til frá síðan ég fékk fyrir mánuð síðan. Svo er ég búinn að marg oft að hringja og kvarta á þessu og þeir, Segja sé simalínann sé biluð inna í símankassan í húsið en ég hringdi í Landsíman láta ath símalínu það er í topp standi svo hringdi sem stjórna yfir þessu eða ekki veit það ekki mamma svarið í síman og hann sagði ætlar að lækkar um 800 kb af af 20 mb gefa mér áfslátt verðinu á þessu hann fékk vita af þessu í fyrra dag 21/01 Ég vera með vesen á router en hef þeir rétt á að lækka hraða um 800 kb :evil: aðalega hvort sé að brjóta réttinn á þessu ?? PS þráðstjórar er welkomanir að laga þetta er eða læsa eða delete ps ég nenni ekki að leiðrétta !!!


Bara að forvitnast... af hvaða þjóðerni ertu, og hvað ertu gamall?




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Lau 22. Jan 2005 18:07

ok



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Lau 22. Jan 2005 18:10

Hehe já, mig grunaði ekki hvað þetta er mikið ferli. :lol: Þetta hefði tekið einhverja mánuði í viðbót ef ekki hefði verið fyrir aðstoð eins ákveðins fyrirtækis. :8)




goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Mán 24. Jan 2005 10:32

Bróðir minn (22 ára, ég 17) vildi strax fá mig með sér í að tala við pabba um að fá tengingu hjá hive bara svona 1-2 vikum eftir að hive kom upp, ég harðneitaði því og sagði að það yrði pottþétt eitthvað vesen fyrstu mánuði og maður fengi ekkert áætlaðan hraða og svona og væri búinn að heyra ýmisslegt um þá á netinu og að menn væru ekki að fá áætlaðan hraða og utanlandsgáttin væri ekki það stór og þannig, ég þurfti að senda hann inn á nokkrar síður til að hann myndi trúa mér þar sem að hann var svo viss um að þetta væri bara vitleysa hjá mér.

Ennþá er hann feginn að ég hafi ekki verið sammála honum.

En kannski fær maður sér tengingu hive eftir svona 2-3 mán þegar allt verður komið í réttar skorður ?




Geita_Pétur
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 07. Okt 2004 00:44
Reputation: 0
Staðsetning: Island
Staða: Ótengdur

Pósturaf Geita_Pétur » Mán 24. Jan 2005 11:58

Já ég trú ekki öðru en þetta eigi eftir að smella saman hjá þeim en það veldur mér samt áhyggjum hvað þetta er alltaf að dragast hjá þeim.

Fyrst átti þetta að lagast 6 Jan ef mig minnir rétt svo í kringum 20 Jan þá að hluta, en núna er ég að heyra að það gerist ekkert fyrr en í fyrsta lagi um mánaðarmótinn jafnvel ekki fyrr en um miðjan Feb.

Miðað við þann drátt sem hefur verið á þessu veit ekki hvað skal halda, en ég hef samt enn trú á Hive og trúi því að þetta eigi eftir að komast í lag, en þessi endalausa seinkunn á stækkun utangátta er ekki að skapa þeim gott orð.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 24. Jan 2005 12:46

þeir eru að gera sömu mistök og valve gerði með HL2. lofa dagsetningum uppí ermarnar á sér.

þeir ættu að segja að þetta verði komið í lag eftir 1 ár og laga þetta svo á 3 vikum. þá hefðu allir orðnir ánægðir.


"Give what you can, take what you need."


ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Mán 24. Jan 2005 15:22

ég er að spá í að fá mér 56k modem til að browsa utanlands :sleezyjoe




nu11
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 21:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf nu11 » Fim 27. Jan 2005 03:03

Alveg er nú endalaust fyndið að sjá þessa polla sem að kjósa að vera áfram hjá $ímnet eftir að hafa verið teknir grimmt í rassinn síðustu 4 ár, já og finnst það bara allt í lagi. Tala nú ekki um þegar þeir eru að rífa Hive í sig með einhverjum fúkyrðum þegar þeir gerðu ekkert minna en að byrja byltingu hér á .is

Er þetta ekki bara sama syndrome og fær maka ofbeldisfullra manna til að halda í þá þrátt fyrir ítrekað ofbeldið?... Það held ég.

Svo er líka spurning hvort þessir helstu (og líklega yngstu) verjendur Símnet séu ekki bara allir fastir á 12mánaða samning, og þessvegna finni sig nánast ósjálfrátt verjandi Símnet vegna þess að þeir sitja uppi með þá.


-Einn helvíti sáttur Hive notandi. (sem lætur ekki smá byrjunarörðuleika stoppa sig, enda man hversu *ónothæft* dynip ADSL hjá Símanum var á tímabili)



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Fim 27. Jan 2005 08:40

Ég tek undir síðasta komment.
Landssíminn hefur, og mun alltaf vera sama sora fyrirtækið sem reynir að okra á öllu sem það getur.

Ef það væri ekki fyrir Tal, Íslandssíma og Hive værum við ennþá að borga 20.000kr á mánuði fyrir GSM síma (ég var með einn svoleiðis áður en Tal kom til sögunnar) og hvað ætli ADSL tenging myndi kosta á mánuði í dag ef engin samkeppni við Landssíman væri í dag?
Mjög mikið.

nu11 skrifaði:-Einn helvíti sáttur Hive notandi. (sem lætur ekki smá byrjunarörðuleika stoppa sig, enda man hversu *ónothæft* dynip ADSL hjá Símanum var á tímabili)

Ég fékk mér einnig ADSL hjá Landssímanum þegar það var nýkomið.
Það var rándýrt, og mun verra en sú tenging sem ég er með í dag hjá Hive.



Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 794
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Fim 27. Jan 2005 09:31

ég er viðskiptavinur Hive - og ég er ekki sáttur. Engan veginn sáttur! En vitiði hvað? Ég gef þeim sjens og ætla að sjá hvernig þetta verður þegar stækkunin kemur í hús.

Nú voru þeir í gær að ljúka við 1.áfanga stækkunarinnar sem þeir reyndar lofuðu fyrir viku síðan. Ég fékk það samt ekki upp úr manninum hve mikil stækkunin var en ég skýt á 50-100% aukning frá því sem var.

Svo næstu mánaðarmót munu þeir (skv. heimildum þeirra) fá sína eigin utanlandstengingu óháð öllum öðrum og geta því farið að stjórna sjálfir forgang á utanlandstraffík og stækkunin á að vera margfalt stærri en sú sem þeir byrjuðu með (hjá Línu.net ef ég skildi þjónustufulltrúann rétt).

Ég hvet þá áfram! Go Hive!



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 7
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Fim 27. Jan 2005 09:37

Í allri þessari umræðu held ég að fólk geri sér engan veginn grein fyrir því hvað ákvörðun Orkuveitunnar að byrja að ljósleiðaravæða hefur haft mikil áhrif síðustu ár á allan fjarskiptamarkaðinn. Hvar værum við ef það hefði ekki verið farið út í þetta. Jú ég get sagt ykkur það, við værum nákvæmlega þar sem landsíminn vill hafa okkur, í vasanum.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Icarus » Fim 27. Jan 2005 13:14

nu11 skrifaði:Alveg er nú endalaust fyndið að sjá þessa polla sem að kjósa að vera áfram hjá $ímnet eftir að hafa verið teknir grimmt í rassinn síðustu 4 ár, já og finnst það bara allt í lagi. Tala nú ekki um þegar þeir eru að rífa Hive í sig með einhverjum fúkyrðum þegar þeir gerðu ekkert minna en að byrja byltingu hér á .is

Er þetta ekki bara sama syndrome og fær maka ofbeldisfullra manna til að halda í þá þrátt fyrir ítrekað ofbeldið?... Það held ég.

Svo er líka spurning hvort þessir helstu (og líklega yngstu) verjendur Símnet séu ekki bara allir fastir á 12mánaða samning, og þessvegna finni sig nánast ósjálfrátt verjandi Símnet vegna þess að þeir sitja uppi með þá.


-Einn helvíti sáttur Hive notandi. (sem lætur ekki smá byrjunarörðuleika stoppa sig, enda man hversu *ónothæft* dynip ADSL hjá Símanum var á tímabili)


Persónulega hef ég íhugað að fara til hive og mun líklega gera það þegar þessi stækkun þeirra kemur í gegn, en það er bara útaf því sem þeir gerðu. þessar tengingar þeirra virðast vera rusl, innanlands sem utan.. færð ekki nema brot af lofuðum hraða. Þessir gaurar lofa upp í ermarnar á sér og standa svo ekki við það, þjónustufulltrúar þeirra virðast vita voða takmarkað um hvernig netið virkar. Og þeir svara aðeins þeim spurningum sem þeim hentar.

I have said it before and will say it again - BT anyone ? :roll:



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Fim 27. Jan 2005 13:36

Í sambandi við innanlands hraðann, þá veltur það á því hversu langt þú ert frá símstöðinni sem línan þín er tengd í, ég t.d. var í sirka 3km fjarlægð og náði um 7mbit. Svo er annað, þó svo að þú syncir á 8mbit þá færðu aldrei þann hraða útá netið því það er alltaf eitthvað overhead.



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Fim 27. Jan 2005 16:23

arnarj skrifaði:Í allri þessari umræðu held ég að fólk geri sér engan veginn grein fyrir því hvað ákvörðun Orkuveitunnar að byrja að ljósleiðaravæða hefur haft mikil áhrif síðustu ár á allan fjarskiptamarkaðinn. Hvar værum við ef það hefði ekki verið farið út í þetta. Jú ég get sagt ykkur það, við værum nákvæmlega þar sem landsíminn vill hafa okkur, í vasanum.

Þú vilt kannski útskýra fyrir okkur afhverju koma Orkuveitunnar hefur skipt svona miklu máli? Ég efa svosem ekkert að þetta skref þeirra hafi valdið því að verð á gagnaflutningi innanlands hefur lækkað eitthvað (jafnvel umtalsvert?) en mér er eiginlega bara mikið til sama þar eð það var alltaf miklu frekar hátt verð á gagnaflutningi til/frá útlöndum sem fór fyrir brjóstið á mér. Ég veit ekki til þess að Orkuveitan hafi breytt nokkru til um það.

Annars er ég verulega ósáttur við hvernig Orkuveitan og R-listinn stóðu að þessu ljósleiðaraneti sínu. Í fyrsta lagi er þetta búinn að vera svakalegur fjáraustur á kostnað skattgreiðenda og í öðru lagi finnst mér að það hefði verið meira vit í því fyrir Orkuveituna að fara frekar út í ljósleiðaravæðinguna í samstarfi við aðila sem var fyrir á markaðnum og með einhverja þekkingu á málinu. Þar á ég auðvitað við Íslandssíma og/eða Tal. Það er nefnilega ekkert endilega sjálfgefið að það hafi verið heimskulegt fyrir Orkuveituna að fara út í ljósleiðaravæðingu - mér finnst bara að það hefði mátt standa miklu betur að þessu.
Mér dettur allavega ekki í hug að þakka Orkuveitunni fyrir lækkanir á gagnaflutningsverði ef ég þarf hvort eð er að borga þessa lækkun margfalt til baka í formi hærri skatta!!

Smá útúrdúr fyrst við erum farin að tala um Orkuveituna hvort eð er:
Þið þekkið þarna nýja flotta Orkuveituhúsið sem var verið að byggja í Árbænum? Allavega, við hönnun hússins var reynt að stuðla að flötu starfsmannaskipulagi og eru þessvegna til dæmis engar skrifstofur í húsinu - það vinna allir í sameiginlegu rými ... með einni undantekningu þó: það er ein skrifstofa í húsinu og hana á Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi með meiru! :bitterwitty
Síðast breytt af skipio á Fim 27. Jan 2005 16:29, breytt samtals 1 sinni.


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.