Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Skjámynd

Höfundur
kornelius
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 135
Staða: Ótengdur

Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Pósturaf kornelius » Mið 31. Ágú 2022 00:57

Jæja hér eru hráar upplýsingar um það hvernig maður setur upp AdGuard + WireGuard til að sleppa við auglýsingar:

Fyrst þarf að setja upp nýja vél VM eða járn skiptir ekki máli svo framarlega sem hún er á sama neti og aðrar vélar á heimaneti.
Mæli með Ubuntu-Server 22.04 LTS í verkefnið.
Eina sem þarf að setja upp er SSH server til að geta tengst remote inn á nýju vélina:

Lesa vel yfir allt áður en haldið er af stað.

Síðan

"sudo apt update && sudo apt upgrade"
"sudo apt install curl dnsutils"

Fyrst er það AdGuard: sjá hér: https://github.com/AdguardTeam/AdGuardHome
Keyra:
curl -s -S -L https://raw.githubusercontent.com/Adgua ... install.sh | sh -s -- -v

Síðan er það WireGuard, sjá hér: https://github.com/Nyr/wireguard-install
Keyra:
wget https://git.io/wireguard -O wireguard-install.sh && bash wireguard-install.sh

Best er að velja default stillingar í uppsetningar ferlinu.
Það er alltaf hægt að breyta eftir á.

Síðan þarf að portforwarda frá Router inn á þessa nýju vél portinu til þess að geta tengst WireGuard þetta er vanalega á bilinu 56000-56900 og kemur fram í uppsetningu á WireGuard.

Vona að fólk sé duglegt að googla ef að eitthvað er ekki að virka strax - það tók mig nokkra klukkutíma að fá þetta til að virka

Hér eru síðan linkar á WireGuard forritin fyrir síma/fartölvur:

Android: https://play.google.com/store/search?q= ... apps&hl=en
Apple: https://apps.apple.com/us/app/wireguard/id1441195209

Málið er að setja upp app og nota QR-Code sem WireGuard gefur manni við uppsetningu.
Til að bæta við fleiri notendum keyrir maður aftur "bash wireguard-install.sh"

Athugið að nýja vélin verður innri dns á ykkar heima-neti og líka dns fyrir VPN/WireGuard Client'a.

Gangi ykkur vel.

K.
Síðast breytt af kornelius á Mið 31. Ágú 2022 08:51, breytt samtals 1 sinni.


Hjá mér var árið (The LINUX on the desktop) Linux skjáborðsins 2006 þegar Ubuntu komu fram

Skjámynd

svavaroe
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Pósturaf svavaroe » Mið 31. Ágú 2022 11:59

Þess má geta að Wireguard notar port 51820 default og notar UDP sem Transport Layer, en ekki TCP
Svona uppá port forwarding á router.
Síðast breytt af svavaroe á Mið 31. Ágú 2022 12:00, breytt samtals 1 sinni.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Pósturaf axyne » Lau 03. Sep 2022 12:36

Er til DNS blocklist fyrir íslenskar auglýsingar ?
mælirðu með einhverju öðrum lista en bara default Adguard DNS filternum ?


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3294
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 602
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 16. Nóv 2023 16:23

Ég notaði þitt concept en setti upp pfBlockerNG á Pfsense Router/eldvegginn heima þar sem ég er með Wireguard VPN uppsett.

Er að skila þokkalegum árangri á mínum tækjum til að losna við auglýsingar. Er byrjaður að nota Always on vpn á Wireguard application á Android síma sem er virkar nokkuð vel þótt ég sé að Roam-a á milli 4g punkta.

Mynd


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
kornelius
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 135
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Pósturaf kornelius » Fim 16. Nóv 2023 16:56

Hjaltiatla skrifaði:Ég notaði þitt concept en setti upp pfBlockerNG á Pfsense Router/eldvegginn heima þar sem ég er með Wireguard VPN uppsett.


Flott hjá þér :) það er náttl. hægt að gera þetta á svo marga vegu, sem er það skemmtilega við þetta allt saman.

K.


Hjá mér var árið (The LINUX on the desktop) Linux skjáborðsins 2006 þegar Ubuntu komu fram


TheAdder
vélbúnaðarpervert
Póstar: 926
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 250
Staða: Tengdur

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Pósturaf TheAdder » Fim 16. Nóv 2023 17:22

WireGuard á Home Assistant Yellow og PiHole samsetning hjá mér.
Er AdGuard að virka betur á self hosted auglýsingar en PiHole?


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
kornelius
Tölvutryllir
Póstar: 691
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 135
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Pósturaf kornelius » Fim 16. Nóv 2023 17:28

TheAdder skrifaði:WireGuard á Home Assistant Yellow og PiHole samsetning hjá mér.
Er AdGuard að virka betur á self hosted auglýsingar en PiHole?


Verð að viðurkenna það að ég hef ekki gert samanburð þó ég hafi prufað bæði, held að bæði AdGuard og pi-hole séu mjög góð.
Aftur á moti er ég að nota Adguard sem Extension í vafra og það alveg svínvirkar.

K.


Hjá mér var árið (The LINUX on the desktop) Linux skjáborðsins 2006 þegar Ubuntu komu fram