Pósturaf orn1989 » Sun 24. Jan 2021 13:09
Er semsagt að skipta aftur í 4G já, er eins og er með VDSL, það var lagt í götuna hjá mér fyrir 2 árum en hef lent oft í því að hraðinn falli úr 55mb niður í 11 eða vera eins og það sé óstöðugt þó ekkert innanhúss ætti að valda, ég sé í sjónvarpinu að ég fæ hálft wifi samband en það stundum strögglar og er með vesen sem gæti verið þessi óstöðugleiki í tengingunni, er með sjónvarp símans en er að skoða að fá mér einhverskonar margmiðlunar spilara og taka inn Hulu, Disney+, Netflix, Viaplay og nota Nord Vpn appið til að fá aðgang að betra efni á netflix, er mikið að skoða Nvidia Shield þó hann sé væntanlega overkill. En þá skiptir góður 4g mótakari mestu, og svo fín router með drægni ætti að duga.