365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet


sfannar
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Sun 30. Jan 2011 15:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf sfannar » Fös 23. Ágú 2013 15:57

Svo vantar greiðslugjald/seðillgjald *3 að minnsta kosti.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf AntiTrust » Fös 23. Ágú 2013 16:04

Kemur 365 til með að innheimta línugjöld sjálfir?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf tdog » Fös 29. Nóv 2013 18:09

Afsakið náriðilsháttinn, en nú hefur dregið til tíðinda.


Netþjónustan
Ég er búinn að liggja yfir 365.is núna síðustu klukkutímana og skoða pakkana þeirra. 365 eru farnir að kalla netþjónustuna sína „Ljóshraða“, sem eykur þá ruglinginn í netþjónsutunni um 1/3, því fyrir eru fyrirtækin að kalla sínar þjónustur „ljósleiðara“ annarsvegar og „ljósnet“ hinsvegar. „Ljóshraða“netið er hægt að fá afhent yfir bæði ljósleiðaranet GR og Ljósnet Mílu. 365 segist bjóða „Internet á ljóshraða“ sem er ekkert nema rangfærsla, því að það var núna fyrst í mars 2013 sem að vísindamönnum tókst að ná hraða á ljósleiðara ná 99.7% af ljóshraða, en glerið sem notað er í almenna ljósleiðara í dag kemur ljósinu ekki nema á 69% af ljóshraða.

Mér finnst þeir líka frekar dúbíus í auglýsingum; bjóða t.d frítt net og heimasíma gegn því að greiða áskriftargjald. (Sem er í raun ekkiert ósvipað því að bjóða fríann hamborgara, ef þú kaupir kók með á 2.390).

Í verðskránni fyrir internet er útgöngugjaldið 0 kr en ef smáa letrið er skoðað kemur fram að það sé 12.000 kr ef uppsögn á sér stað innan 3ja (uppsetningargjald )mánaða og 6.000 kr ef hún á sér stað innan 6 (útgöngugjald).

Það er því ekki annað að skilja af verðskránni en að kúnni sé rukkaður um 18.000 krónur segi hann þjónustunni upp innan 3 mánaða, því uppsögnin uppfyllir skilyrðin fyrir bæði uppsetningargjaldið (12.000 kr) og útgöngugjaldið (6.000 kr). Ég sé því ekki hvernig það sé „raunverulegur sparnaður í þágu heimilanna“ eins og þjónustan er auglýst.

Auka gagnamagn er svotil ruglingslegt í verðskránni, þar er talið upp bæði „meira magn“ og „umfram meira magn“, það fyrrnefnda á þúsund krónur og það síðarnefnda á tvö þúsund krónur.

Símaþjónustan
Sé smellt á hlekkinn „Heimasími“ er skrifað stórum stöfum „Aðeins 1 kr. á mínútu“. Sé hinsvegar farið í verðskránna er þetta bölvað kjaftæði og rangfærsla, því mínútugjöld í „Alla heimasíma innanlands“ eru 2,9 kr/mín og mínútugjald í farsíma er 22kr/mín. Það stendur því ekki steinn fyrir steini í fullyrðingum fyrirtækisins.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 29. Nóv 2013 23:51

tdog skrifaði:Símaþjónustan
Sé smellt á hlekkinn „Heimasími“ er skrifað stórum stöfum „Aðeins 1 kr. á mínútu“. Sé hinsvegar farið í verðskránna er þetta bölvað kjaftæði og rangfærsla, því mínútugjöld í „Alla heimasíma innanlands“ eru 2,9 kr/mín og mínútugjald í farsíma er 22kr/mín. Það stendur því ekki steinn fyrir steini í fullyrðingum fyrirtækisins.


Þú færð default 100 mín í heimasíma með þessum pökkum. Ef þú vilt geturu bætt við 500 mín fyrir 500 kall eða 1000 mín fyrir 1000 kall, hence 1 kr/mín.

Umfram þetta reiknast svo líklega út frá hefðbundinni verðskrá.

En vissulega er verið að fegra dæmið og fela aukakostnað til að lokka fólk að.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5555
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1038
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf appel » Lau 30. Nóv 2013 00:36

Svolítið erfitt að átta sig á þessu. Fjarskiptaumhverfið orðið svo déskoti flókið á Íslandi, ég skil ekki neitt hvernig þetta virkar lengur :)


*-*

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf beatmaster » Lau 07. Des 2013 22:59

Er þetta ekki Vaktin?, hvað með net.vaktin.is? ;)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf chaplin » Lau 07. Des 2013 23:27

beatmaster skrifaði:Er þetta ekki Vaktin?, hvað með net.vaktin.is? ;)

Ég actually tek undir það! Menn eru endalaust að ræða þessi mál fram og til baka! ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


dreymandi
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Fös 22. Nóv 2013 01:59
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf dreymandi » Lau 07. Des 2013 23:46

Má ekki ræða hlutina ?



Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf jagermeister » Sun 08. Des 2013 11:52

dreymandi skrifaði:Má ekki ræða hlutina ?


töflur með litum eru miklu skemmtilegri



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 659
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 365 byrjaðir að bjóða upp á ljósleiðara/ljósnet

Pósturaf natti » Sun 08. Des 2013 14:50

jagermeister skrifaði:
dreymandi skrifaði:Má ekki ræða hlutina ?


töflur með litum eru miklu skemmtilegri


Ef það væri nú bara hægt að gera "einfaldan" samanburð á þessu.
PFS hefur gert heiðarlega tilraun til þess með http://www.reiknivel.is/ ...
(Vantar samt að geta sýnt sögu um hækkanir/lækkanir etc.)
En fyrirtækin passa sig upp á að bjóða upp á "mismunandi" pakka og mismunandi combo þannig að þetta er alltaf bara samanburður á epli og hjólbörum.


Mkay.