
Ég verð að viðurkenna það að ólíkt hinu forritinu þá er ég eins og er bara með þær útvarpsstöðvar sem eru inná vefútvarpsvefnum á visir.is en hins vegar þá birtir þetta litla gadget þær lagaupplýsingar sem fylgja með þar og maður getur á einfaldan hátt séð hvað er verið að spila á hinum rásunum án þess að skipta um stöð.
Takkarnir neðst frá 1 uppí 5 eru til að skipta um rás, þegar farið er yfir þá með músinni er hægt að sjá hvað er í gangi á hinum stöðvunum. Ef smellt er á kringlótta takkann lengst til hægri þá fer hljóðið af (mute) en til að setja það aftur á er smellt aftur á takkann. Með því að halda inni Shift takkanum og smella á sama takka er slökkt alveg á útvarpinu þar til það er smellt næst á einhverja stöð með tökkunum neðst. Til að hækka hljóðið er svo smellt á kringlótta takkann lengst til vinstri og með því að halda inni Shift takkanum og smella á sama takka er hljóðið lækkað.
Það er hægt að nálgast fyrstu útgáfuna af þessu góða tóli hér



 Ef einhver vill hjálpa með það þá er það alveg velkomið
 Ef einhver vill hjálpa með það þá er það alveg velkomið 