eriksnaer skrifaði:Sælir allir. Ég er að skoða með að reyna fyrir mér í að hann theme fyrir vefsíðu sem keyrir á HTML5.
Ég hef aldrei forritað HTML svo ég gerði þennan þráð til að sjá hvort einhver hér á vaktinni gæti sagt mér hvað þarf til að allt virki saman... Eins og t.d. hvaða forrit á ég að nota og hver er grunnurinn svo þetta gagni...
Öll aðstoð og hjálp væri vel þegin þar sem þetta er grunnurinn að því sem ég er að hugsa mér að læra eftir grunnskólann...
Kv. Erik
Svona til að koma þér á rétta braut þá er ég með smá fræðslu.
HTML er ekki forritunarmál heldur mark-up. Eitt og sér gerir HTML ekkert nema að skipta síðunni þinni í parta sem þú svo notar CSS til að breyta útlitinu á.
Svo í rauninni "keyrir" enginn vefsíða á HTML. Hinsvegar gæti verið að framendinn keyri á JavaScript sem er alvöru forritunarmál og oftast þegar HTML5 er nefnt þá er verið að tala um ákveðna
"APA" sem browserinn útfærir og þú vonandi sem framtíðar forritari getur svo talað við í gegnum JavaScript og gert allskonar sniðuga hluti.
En sjálfur nota ég Sublime Text og Visual Studio mest megnis WebStorm er hinsvegar líka að kikka inn hjá mér.
W3School er flottur byrjunarpunktur.