Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf chaplin » Þri 29. Jan 2013 11:23

Ef þú ætlar að gera eitthvað, þá skaltu gera það rétt - er augljóslega þitt motto haha, kudos man, láttu vita ef þig vantar e-h aðstoð. ;)


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 191
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf vesley » Þri 29. Jan 2013 11:41

Gaman að sjá þráð eins og þennan aftur á yfirborðinu.

Ég og pabbi höfum verið að skoða dáldið mikið með Instabus kerfið og erum mjög heillaðir af því.
http://www.viking.is/Instabus/index.htm
http://www.sg.is/gogn/instabus_kerfid.pdf
Ég átti til fullt af bæklingum og dóti um þetta en man bara ekki hvað ég gerði við þá.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf tdog » Þri 29. Jan 2013 12:17

Ég hef unnið mikið með FunkBus. LoveIT



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf roadwarrior » Þri 29. Jan 2013 12:46

Þeir sem eru að velta fyrir sér einhverju í þessa átt bendi ég á þetta:
http://www.coco-technology.com/en/home/
Johan Ronning Klettagörðum 25 er að selja þessa línu og þar á meðal stjórnstöðina sem hægt er að nota með Apple og Android
Og þetta er ekki dýrt miðað við ýmsa aðra möguleika :D
Tek það fram að ég vinn hjá JR. :sleezyjoe



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf hagur » Þri 29. Jan 2013 12:59

Úff, ef ég væri að byggja í dag þá fengi svona kerfi hærri forgang hjá mér heldur en pípulagnir!




dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf dandri » Þri 29. Jan 2013 13:57

Þetta er vægast sagt áhugavert, ég hef pælt í sjálfvirkum kerfum fyrir heimilið en það var bundið við dót eins og ljós, öryggiskerfi, gera tæki á heimilinu sjálfvirk eins og þvottavél, uppþvottavél, láta gardínur lokast sjálfkrafa/opnast eftir því hvaða tími dagsins er.


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Xovius » Þri 29. Jan 2013 14:23

hagur skrifaði:Úff, ef ég væri að byggja í dag þá fengi svona kerfi hærri forgang hjá mér heldur en pípulagnir!


Sjálfvirk ljós á útikamrinum? :D



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf rapport » Þri 29. Jan 2013 15:10

Gleymist ekki að hugsa um varafl, upsa o.þ.h.

Bara ljósvél í niðurgrafinn kjallara undir bílskúrnum, tvær rafmagnstöflur/inntök og upsa við hverja töflu og annan við ljósavélina (ef það kæmi spækur)



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2349
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Klaufi » Þri 29. Jan 2013 19:57

Ef ykkur vantar alvöru búnað í svona dæmi, þ.e:
-Snertiskjái sem eru með ethernet og vef server og bjóða upp á alvöru I/O.
-Iðntölvur.
-Relay.
-Industrial PC vélar.
-Panel PC vélar.

Eða álíka endilega verið þá í bandi ;)
Ætti að geta útvegað flest nema þráðlausan búnað ef einhver er í hugleiðingum um að smíða kerfi en kaupa ekki tilbúið.

Og já í ábyrgð hér heima, er umboðsaðili.


Mynd


dabbiso
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Mið 22. Nóv 2006 16:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf dabbiso » Þri 29. Jan 2013 20:35

Þeir sem eru að pæla í að fjárfesta í Instabus... Hafið þið gert ykkur ferð og athugað hvað það kostar?
Margfalt sniðugara að dunda sér í því sjálfur eins og Klaufi nefnir hér á undan



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Kristján » Fim 31. Jan 2013 18:55

Ég mæli með að gera nýjann flokk undir svona verkefni.

"home improvement" væri awesome nafn.

það eru örugglega hellingur af ykkur sem er að gera eitthvað svona og það ætti að vera flokkur undir þetta :D



Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 744
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 7
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Saber » Fim 31. Jan 2013 19:17

Ég væri lélegur starfskraftur ef ég myndi ekki nefna AMX, sem við í Exton erum með umboðið fyrir. Kostar arm og legg og þarf nánast mann í fullri vinnu við að service-a, en getur stýrt öllu og fully customize-able.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292


vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 191
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf vesley » Fim 31. Jan 2013 19:46

dabbiso skrifaði:Þeir sem eru að pæla í að fjárfesta í Instabus... Hafið þið gert ykkur ferð og athugað hvað það kostar?
Margfalt sniðugara að dunda sér í því sjálfur eins og Klaufi nefnir hér á undan



Það fer ekkert hver sem er að dunda sér í iðntölvu :lol:

Instabus er nú að vissu leyti iðntölvu "based" búnaður.




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf AntiTrust » Fim 31. Jan 2013 20:07

Þetta fór styttra en ég ætlaði, endaði með að kaupa fullbúna íbúð í fjórbýli fremur en að fara í óklárað einbýli - það kemur næst (já eða bara að byggja frá grunni, eftir eigin sérvisku.)

Það eina sem er orðið automated er í rauninni bara það sem tengist tölvum og símum, þ.e. ég er með minn server cluster heima þar sem m.a. allt niðurhal á media er algjörlega automatískt og ég þarf ekki að gera neitt annað en að setjast fyrir framan e-rja Plex útstöðina / HTPC hjá mér og fara í recently added. Ekkert merkilegra en það í rauninni, nema jú eftirlitsmyndavél sem róteitar sjálf 350° á x - sek fresti og tekur upp alla hreyfingu fyrir ofan 1m (svo ég sé ekki að sanka að mér upptökum að hundunum að leika sér heima á daginn) og sjálfvirk afritun á öllum tækjum yfir á bæði centralized dedicated RAID stæðu sem hendir svo öllu mikilvægu þaðan yfir á SkyDrive. Ekkert til að hrópa húrra fyrir. Svo eins og áður nota ég Squeezebox til að spila multiroom audio í gegnum íbúðina, amk þar til Plex kemur með þennan fítus.

Thinkpad vélin mín ræsir sig og loggar sig inn sjálfkrafa þegar ég geng inn heima með aðstoð frá bluetooth proximity login function (ef hún er docked) og HTPC vélar ræsa sig um leið og þær detecta annaðhvort ræsingu á tabletinu (sem er aðallega notað fyrir media control) og/eða þegar ég eða kærastan koma heim og símarnir tengjast WiFi.

Það sem angrar mig alveg rosalega við allt þetta automation dæmi er hversu VIÐ-BJÓÐ-SLEGA dýrt þetta er - og það sem mér finnst verst er að ég sé ekki réttlætinguna á því. Af öllu sem ég hef séð í boði hérna heima þá líst mér langbest á COCO kerfið, og kem líklega til með að COCO-væða núverandi heimili. Það er þó langt, langt í frá að vera eins fullkomið eða samtvinnað og ég vill hafa það, og nánast beinlínis í kjölfarið á þeim pirring mínum að geta ekki nálgast þokkalega samtvinnað, auðuppsetjanlegt og fair prísað home automation kerfi árið 2013 - hef ég ákveðið að fara í tölvunarfræðina í HR og gera þetta bara sjálfur. Kominn með heilu möppurnar í OneNote af glósum og diagrams af því sem koma skal - núna þarf ég bara málningu (aka forritunarkunnáttu) fyrir strigann minn.

En ég styð alveg heilshugar sér subforum fyrir hverskyns automation ferli, frá einföldustu ferlum (NFC setups etc) uppí flókin ***bus kerfi.




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf coldcut » Fim 31. Jan 2013 20:19

AntiTrust skrifaði:Það sem angrar mig alveg rosalega við allt þetta automation dæmi er hversu VIÐ-BJÓÐ-SLEGA dýrt þetta er - og það sem mér finnst verst er að ég sé ekki réttlætinguna á því. Af öllu sem ég hef séð í boði hérna heima þá líst mér langbest á COCO kerfið, og kem líklega til með að COCO-væða núverandi heimili. Það er þó langt, langt í frá að vera eins fullkomið eða samtvinnað og ég vill hafa það, og nánast beinlínis í kjölfarið á þeim pirring mínum að geta ekki nálgast þokkalega samtvinnað, auðuppsetjanlegt og fair prísað home automation kerfi árið 2013 - hef ég ákveðið að fara í tölvunarfræðina í HR og gera þetta bara sjálfur. Kominn með heilu möppurnar í OneNote af glósum og diagrams af því sem koma skal - núna þarf ég bara málningu (aka forritunarkunnáttu) fyrir strigann minn.


Þetta er einmitt það sem ég var að spá þegar ég las í gegnum þennan þráð. Ég mundi aldrei kaupa e-ð proprietary kerfi sem ég gæti ekki fiktað í sjálfur, ég yrði að fá að gera þetta sjálfur. Væri fínt ef það væri eitthvað open-source dæmi sem hægt væri að byggja á.

Finnst samt óþarfi að vera með subforum bara fyrir svona því þetta er eini þráðurinn sem ég man eftir sem fjallar um þetta. Hins vegar væri kannskið sniðugt að smella einum DIY-flokki inn og þar gætu menn sýnt það sem menn eru að gera sjálfir. Sérsmíðaðir/moddaðir kassar, hugbúnaður, bílabreytingar, svona home automation verkefni ásamt mörgu öðru gæti átt heima þar. Bara hugmynd...



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2349
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Klaufi » Fim 31. Jan 2013 20:57

vesley skrifaði:
dabbiso skrifaði:Þeir sem eru að pæla í að fjárfesta í Instabus... Hafið þið gert ykkur ferð og athugað hvað það kostar?
Margfalt sniðugara að dunda sér í því sjálfur eins og Klaufi nefnir hér á undan



Það fer ekkert hver sem er að dunda sér í iðntölvu :lol:

Instabus er nú að vissu leyti iðntölvu "based" búnaður.


Ladder forritun er ekkert annað en að koma rökhugsun í línur..
Ef þú gefur þér tíma í það þá er það megasimpílt..

Það sem ég þoli ekki við þessar tilbúnu lausnir er hvað allt er lokað og styður ekki hvaða nema sem er etc..

Ef ég væri að fara í svona setup þá myndi ég nota iðntölvu + snertiskjá með innbyggðum server.
Þ.e. getur farið inn á snertiskjáviðmótið í gegnum hvaða browser sem er á hvaða tæki sem er.
Getur sparað fullt af pening og sett bara upp vefsíðu og hýst hana á RaspPI eða hvaða vél sem er og látið hana tala við iðntölvu í gegnum Modbus TCP yfir ethernet.
Get sett upp dæmi fyrir búnað ef þið komið með dæmi af húsi/íbúð og hvað á að gera..

Einnig myndi ég nota venjulega þrýstirofa í allar dósir þar sem þyrftu að vera rofar, og tengja þá á innganga, nota svo fórnarrelay við útgangana til að kveikja ljós etc.
Ódýrt 433mhz relay borð til að taka við þráðlausum nemum og henda inn á innganga á tölvu.

Skrifað í flýti, fer yfir þetta á eftir!


Mynd

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf hagur » Fim 31. Jan 2013 21:10

AntiTrust skrifaði:... hef ég ákveðið að fara í tölvunarfræðina í HR og gera þetta bara sjálfur.


:happy

AntiTrust skrifaði:... ég eða kærastan koma heim og símarnir tengjast WiFi.


Mætti ég forvitnast hvernig þú útfærðir þetta, þ.e að detecta þegar símarnir tengjast WIFI?



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2349
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Klaufi » Fös 01. Feb 2013 22:34

Velti þessu svolítið fyrir mér.

Þeir Vaktarar sem versla búnað af mér í svona verkefni fá fría forritun og support til að koma því alveg up and running.

Gef ekki afslátt af búnaði þar sem ég þoli ekki verðlagningu hjá heildsölum þar sem það þarf ekki annað en að minnast á afslátt og þú færð 30% af!

Eitt sanngjarnt verð og búið, þjónustuna má alltaf semja um frekar..

*Edit*
Ekki reyna að skilja mig sem hlutdrægan þó ég sé það.
Ég vill að menn finni bestu lausnina fyrir sig og sitt verkefni, ekkert hentaði mér svo ég náði í umboð hjá einum stærsta iðntölvu/snertiskjá framleiðanda í heimi og fékk þar með það sem hentaði mér..


Mynd

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 815
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 128
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Hrotti » Lau 02. Feb 2013 03:10

mér lýst svívirðilega vel á þennann þráð.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf rango » Lau 02. Feb 2013 04:03

AntiTrust skrifaði: nema jú eftirlitsmyndavél sem róteitar sjálf 350° á x - sek fresti og tekur upp alla hreyfingu fyrir ofan 1m

s.s. Ég get gert mér glaðan dag ef ég skríð um eins og hundur?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf dori » Lau 02. Feb 2013 10:41

rango skrifaði:
AntiTrust skrifaði: nema jú eftirlitsmyndavél sem róteitar sjálf 350° á x - sek fresti og tekur upp alla hreyfingu fyrir ofan 1m

s.s. Ég get gert mér glaðan dag ef ég skríð um eins og hundur?

Ef þig langar að hanga á gólfinu allan tímann. Örugglega ekki margt markvert í þeirri hæð sem þú getur stolið ;)

Vantar þig hundadalla?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 02. Feb 2013 10:46

hagur skrifaði:
AntiTrust skrifaði:... hef ég ákveðið að fara í tölvunarfræðina í HR og gera þetta bara sjálfur.


:happy

AntiTrust skrifaði:... ég eða kærastan koma heim og símarnir tengjast WiFi.


Mætti ég forvitnast hvernig þú útfærðir þetta, þ.e að detecta þegar símarnir tengjast WIFI?


Símar með fasta ip tölu? einhverskonar ping aðgerð? Ætti ekki að vera flókið.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf dori » Lau 02. Feb 2013 11:32

Það er miklu skynsamlegra að útfæra það með því að skoða hvaða tæki hafa tengst netinu (getur séð það hjá routernum) og hvað þau tæki heita.



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf GrimurD » Lau 02. Feb 2013 14:48

hagur skrifaði:
AntiTrust skrifaði:... hef ég ákveðið að fara í tölvunarfræðina í HR og gera þetta bara sjálfur.


:happy

AntiTrust skrifaði:... ég eða kærastan koma heim og símarnir tengjast WiFi.


Mætti ég forvitnast hvernig þú útfærðir þetta, þ.e að detecta þegar símarnir tengjast WIFI?

Kallast Wake On Lan, flest móðurborð sem styðja þetta og til hellingur af android apps sem senda boð um að gera þetta um leið og þau tengjast wifi. Eins og t.d. þetta.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Kristján » Lau 16. Feb 2013 09:07

Sælir

Linus var að senda myndband á NCIX rásina sína um Insteon sem er með alskonar tæki og tól til að gera húsið sitt sjálfvirkt.

Myndbandið:
https://www.youtube.com/watch?v=HKZtYEkU5Jc

Insteon:
http://www.insteon.net/index.html

Smarthome, systur fyrirtæki Insteon
http://www.smarthome.com/_/index.aspx


Er þetta ekki fínt til að byrja á virðist ekki vera dýrt.