Að opna port á router. ofl

Skjámynd

Höfundur
Örn ingi
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Þri 25. Okt 2011 09:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Að opna port á router. ofl

Pósturaf Örn ingi » Mið 09. Nóv 2011 01:29

Góða kvöldið vaktarar .
Ég var að setja upp tölvu í stofunni hjá mér nuna sem ég hugsa sem svona media/download center hef aldrey spáð í hlutföll hjá mér á torrent síðum enn svona yfirleitt hangið yfir meðallagi, enn nuna þar sem að ég er kominn með vél sem eingöngu er notuð í svona og með diskaplás sem að leifir svona svolítið meira enn laptopparnir sem ég eingöngu notast við síðustu ár, þá hefur hlutfallið hjá mér snar hrapað og mig langar að reyna að gera eithvað við því ef að ég mögulega get.

Ég fór yfir allar stillingar á utorrent hjá mér ...notaðist meðal annars við leiðbeininga video inni á deildu.net
Enn mér fannst það litlu sem engu skila!

Svo fór ég að ræða þetta við félaga minn og hann sagði mér að einhver hefði bent sér á að opna port á routernum hjá sér uppá hraðari up/download.

Mig langaði svona bara aðeins að forvitnast um þetta "spyr sá sem ekki veit"

Hvað er að opna port?
Og hvað græði ég á því?
Er þetta hlutur sem að ég á að geta gert hjálparlaust (án samskypta við mitt þjónustuver)
Hefur þetta einhver áhrif á annað sem ég er að nota vélinna í?

Ég veit að ég gæti sjálfsagt googlað þetta ,enn ég er nýlega farinn að tjá mig hérna á þessu spjalli (búin að fylgjast með þessu lengi) og langaði að vita hvort ég gæti ekki fengið einhvern til að útskýra þetta á íslensku frá a-ö án þess að benda bara á erlenda linka o.s.f.v

Mbkv. Örn I


Tech Addicted...