Myndavélaeftirlitshugbúnaður - hvað er gott?

Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Myndavélaeftirlitshugbúnaður - hvað er gott?

Pósturaf kiddi » Fös 07. Maí 2010 11:40

Alltaf svo gott að leita til ykkar... mörg góð ráð og reynslur :) Hvaða forrit hafa menn verið að nota í svona heimatilbúin myndaeftirlitskerfi?

Ég þyrfti að geta:
1) tekið upp eina eða fleiri webcams
2) sent ramma yfir FTP + vista locally
3) hægt að logga sig inn á utan frá til að fylgjast með
4) vistað amk 7 daga aftur í tímann

Ég veit það er til hrúgan öll af shareware forritum sem virðast öll vera jafn mikið fúsk, mig vantar eitthvað fullorðins... þetta má kosta eitthvað hóflegt, má vera Win/Mac/Linux...

Einhverjar hugmyndir?




Ripper
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Fös 03. Mar 2006 22:54
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndavélaeftirlitshugbúnaður - hvað er gott?

Pósturaf Ripper » Fös 07. Maí 2010 12:09

http://www.h264soft.com/h264webcam.html

Sæll Kiddi, ég er með 3 nettengdar Linksys myndavélar sem styðja PTZ(Pan tilt og zoom), hugbúnaðurinn frá Linksys virkar mjög illa, prófaði allavega þennan hugbúnað og keypti Pro útgáfuna á ca 50 dollara.

Allavega með 3 myndavélum þá virkar þetta forrit mjög vel, skrýtna er að litla höktið hætti sem var áður í upptökunni þó að það hafi bara verið tvær myndavélar í notkun, bætti svo við annarri og virkar vel. Reikna svo með að prófa USB webcam við þetta fljótlega, það á allavega að vera stuðningur við svoleiðis.

Svo virkar motion detection mjög vel og getur opnað fyrir aðgang yfir netið. Þetta gæti allavega verið málið fyrir þig og ágætlega sloppið peningalega miðað við góðan hugbúnað :wink:

kv. Pétur



Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndavélaeftirlitshugbúnaður - hvað er gott?

Pósturaf kiddi » Fös 07. Maí 2010 12:42

Takk kærlega fyrir þetta Ripper :) Ertu ánægður með þessar Linksys myndavélar? Hvaða týpur eru þetta?




Ripper
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Fös 03. Mar 2006 22:54
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Myndavélaeftirlitshugbúnaður - hvað er gott?

Pósturaf Ripper » Fös 07. Maí 2010 13:27

Þetta eru Linksys WVC200 og mjög ánægður með þær eftir að ég hætti að nota Linksys hugbúnaðin! :)

Ég var með tvær tengdar beint með netkapli og svínvirkar með nýja hugbúnaðinum, prófaði þriðju myndavélina fyrst þráðlaust en hún datt alltaf út fljótlega, nennti ekki að skoða það vesen og tendi hana líka með kapli.