dag lækkar Síminn Internet mánaðarverð á ADSL 2000 áskrift þjónustunnar í tilefni 4 ára afmælis ADSL-þjónustunnar sem er í dag 1. desember. Áskriftargjaldið lækkar úr 6.860 kr. á mánuði í 5.000 kr. á mánuði en aðrar áskriftarleiðir eru óbreyttar.
Í dag eru liðin 4 ár frá því að Síminn Internet hóf að bjóða upp á Internetþjónustu um ADSL. Síminn var einn af helstu brautryðjendum í Evrópu í að koma ADSL þjónustu á markað á þessum tíma en mikil uppbygging hefur átt sér stað á stuttum tíma. Íslendingar eru fljótir að bregðast við nýjungum í fjarskiptatækni og hafa tekið vel við sér. Í upphafi var einungis boðið upp á ADSL tengingar á einu símstöðvasvæði í Reykjavík en í dag nær ADSL þjónustan til um 93% landsmanna, sem er einstakt miðað við stærð landsins og dreifða byggð en Síminn hefur gengið lengst þjóða í að bjóða ADSL-þjónustu í dreifðum byggðum landsins.
Gríðarlegur vöxtur hefur verið í Internetþjónustu um ADSL það sem af er árinu en viðskiptavinum hefur fjölgað um hvorki meira né minna en 70% að undanförnu.
Þannig að núna kostar aðeins 5000kr af hafa 2mb tengingu hjá símanum Internet. Hvernig skyldi Ogvodafone ættla að svara þessu?