Ég vildi setja upp nýja kerfi á 300GB diskinn sem var í tölvunni, svo ég slekk á tölvunni, tek 500GB diskinn úr sambandi, set windows diskinn í og deleta gamla plássinu sem var á 300GB disknum. Vitir menn, ég var með utaná liggjandi diskinn EINNIG tengdann og deletaði honum honum líka, hreinsaði hann, ekki formataði.
Nú á þessum disk vorum mörg mjööög mikilvæg gögn og verð ég að fá þau aftur, er það hægt þar sem ég deletaði plássinu á honum? Og þegar ég kveiki á honum sé hann ekki í My Computer, en er samt beðin um að "Eject"-a honum áður en ég tek hann úr sambandi, hvernig laga ég það?
Öll hjálp er MJÖG vel þegin!