SATA driver

Skjámynd

Höfundur
noizer
Tölvutryllir
Póstar: 699
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 18:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

SATA driver

Pósturaf noizer » Þri 25. Mar 2008 16:01

Ég ætla að setja upp Win XP á tölvu sem er með SATA harðan disk og mig vantar SATA driver á floppy disk þannig að maður sjái harða diskinn í uppsetningunni. Þetta er Western Digital WD1600 diskur og ég finn enginn driver fyrir hann :?
Einhver leið að komast framhjá þessu?



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3100
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Þri 25. Mar 2008 16:23

Diskurinn þarf ekki driver, heldur móðurborðið, finndu út hvaða móðurborð þú ert með og fáðu driver-inn af heimasíðunni þeirra :)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

einzi
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Þri 27. Maí 2003 11:25
Reputation: 1
Staðsetning: Ísafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf einzi » Þri 25. Mar 2008 16:23

gæti verið að það sé hægt að stilla SATA controlerinn á compatibility mode í BIOS. skoðaðu það



Skjámynd

Höfundur
noizer
Tölvutryllir
Póstar: 699
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 18:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf noizer » Þri 25. Mar 2008 17:39

Búinn að finna þennan driver. Fann ekkert með að stilla SATA controlerinn á compatibility mode í BIOS.
Svo finn ég heldur ekki snúruna fyrir floppy drifið, er ekki séns að gera þetta einhvernveginn öðruvísi heldur en með floppy?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1119
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Pósturaf mind » Mið 26. Mar 2008 11:50

http://www.nliteos.com/

Getur notað þetta forrit til að smíða nýjan windows xp disk með SATA drivernum innbyggðum.

Getur meirasegja slipstreamað öllum service packs og updates inn.

Ég myndi gera ráð fyrir 2-3 klst vinnu fyrir tilturlega kúnnáttumikinn mann til að framkvæma þetta. En á móti færðu "updated" disk.