Langar þig að búa til tölvuleik?

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Viktor » Fös 21. Maí 2021 13:43

Ég er að detta í orlof og langar að æfa mig að búa til tölvuleiki þegar færi gefst. Datt í hug að bjóða þeim sem vildu að vera með. Þetta verður open source 2D HTML5 leikur.

Pælingin er að gera Tower Defense leik með einhverju skemmtilegu twisti. Það er ágætis æfing til að læra á leikjaforritun. Draumurinn er svo að gera hann online-co-op en það eru seinni tíma draumórar. Hér er ágætis fyrirmynd.

Þetta er það sem ég styðst við til að byrja með: https://spicyyoghurt.com/tutorials/html ... cript-game

Nokkrir hlutir sem væri hægt að hjálpa með:
  • Forritun
  • Borð
  • Vopn / Upgrades
  • Óvinir
  • Grafík / Animations
  • Hagkerfi / Inventory / Rewards
  • Erfiðleikastig / Balance

Ég er að fara að setja upp wireframe af leik sem ég set inn á Github síðar. Mig vantar hugmyndir að einhverju skemmtilegu twisti fyrir Tower Defense leik, og svo útlitspælingar.

Ef ég myndi finna einhvern sem finnst gaman að vinna með SVG animations væri það draumur.

Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir eða langar að vera með má endilega senda PM með því hvað þið viljið hjálpað með eða commenta á þennan þráð :happy


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Klemmi » Fös 21. Maí 2021 13:56

Hef nokkrum sinnum tekið nokkra klukkutíma í að byrja að skoða leikjaforritun, en aldrei tekið stökkið almennilega og lagt af stað.

Væri mjög gaman að fá allavega að fylgjast með Github repo-inu og ferðalaginu í ferlinu hjá þér / ykkur :D
Get kannski aðstoðað eitthvað við "hefðbundna" forritun ef þess þarf.
Síðast breytt af Klemmi á Fös 21. Maí 2021 14:13, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf appel » Fös 21. Maí 2021 14:53

Hljómar áhugavert.

Af gefinni reynslu þá er svona project alveg þokkalega stórt og erfitt, þó menn reyni að takmarka það eitthvað. Eyddi talsverðum tíma í leikjaforritun á árum fyrr.

Ef ég ætlaði að gera eitthvað svona í dag þá væri maður skoða einskonar Galcon/Starbaron klón eða Tower-Defense/Tug-of-war mash up.


*-*


Heidar222
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 351
Skráði sig: Fös 14. Sep 2012 10:54
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Heidar222 » Lau 22. Maí 2021 01:28

Myndi skoða infinitode 2 . Það er TD leikur sem er með mjög einfaldri grafík en þokkalega djúpri spilun. Hann er á play store og app store og er í vinnslu að mig minnir að koma á pc.

Svo er líka gemcraft og bloons TD vinsælir.
Síðast breytt af Heidar222 á Lau 22. Maí 2021 01:29, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3090
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 522
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 23. Maí 2021 11:27

Hvað með að nota Unity Platforminn ?

https://unity.com/

https://learn.unity.com/project/tower-defense-template

Sparar þér eflaust hellings tíma að fá Boilerplate leikja "Engine" sem þú getur byggt ofaná.
Btw er ekki mikill leikjaforritari, gafst upp eftir að hafa verið að fikta í C# og búa til text based user interface (fór hellings tími í mjög einfalda hluti)

Edit: flokkast ekki undir open source verkefni, en gætir eflaust leyft kóðanum sem á að nota í verkefnið hanga inná Github.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 23. Maí 2021 11:30, breytt samtals 1 sinni.


Just do IT
  √

Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Viktor » Fös 04. Jún 2021 22:09

Það er kominn slatti af lógík í gang :) Skoða Unity seinna, langar að fatta hvað er að gerast á bakvið tjöldin fyrst.

Klemmi skrifaði:Hef nokkrum sinnum tekið nokkra klukkutíma í að byrja að skoða leikjaforritun, en aldrei tekið stökkið almennilega og lagt af stað.

Væri mjög gaman að fá allavega að fylgjast með Github repo-inu og ferðalaginu í ferlinu hjá þér / ykkur :D
Get kannski aðstoðað eitthvað við "hefðbundna" forritun ef þess þarf.


Ætla að refactora það sem er komið og set það svo á Github :)

Það er hellings af venjulegri forritun í boði :megasmile Eini munurinn er að maður þarf stundum að forrita út frá því hvað það liðu margar sekúndur frá því að eitthvað gerðist síðast. Þegar maður nær hausnum utan um það er þetta bara fullt af mjög basic kóða, flóknasti kóðinn sem er kominn núna er Pýþagoras, til að reikna fjarlægð frá turni til óvinar.

En það er gaman að sjá hvað það þarf margar línur af kóða til að gera einfalda hluti, svo þetta er eins og snjóbolti sem rúllar af stað niður Everest #-o
Maður þyrfti helst að refactora allt eftir hvert session þegar maður er að byrja... en samt er maður hræddur við það vegna þess hvað það er auðvelt að búa til bögga með því :-"

Hér er það sem er komið: https://imgur.com/a/vU53lRQ :fly
Viðhengi
TD.png
TD.png (35.22 KiB) Skoðað 2947 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf appel » Fös 04. Jún 2021 22:53

Er þetta public github repo?
Sorrí, las ekki allt :D verður gaman að sjá þegar þú setur þetta á github.
Síðast breytt af appel á Fös 04. Jún 2021 23:29, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Klemmi » Lau 05. Jún 2021 09:50

Geggjað! Mega peppaður að sjá, og ekki hafa of miklar áhyggjur af því að gera kóðann of fínan og straumlínulegan fyrir initial commit, það má draga lærdóm af því að sjá hvernig hugsunin og lógíkin breytist með hverju comitti ❤️



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7013
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 986
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf rapport » Lau 05. Jún 2021 11:32

Að gera þetta með einhverskonar Lemmings þema væri í mínum augum einstaklega spennandi



Skjámynd

ekkert
Nörd
Póstar: 101
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf ekkert » Lau 05. Jún 2021 16:25

Ég væri til í að tækla einhverja kerfisforritun, t.d. remote multiplayer.


AMDip boii


Mossi__
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 292
Staða: Tengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Mossi__ » Lau 05. Jún 2021 17:05

Flottur.
Ætlaru að hafa þetta 2D sprites eða 3D?

Ég er gamall 3D gaukur og klæjar soldið í puttana.



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6773
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 934
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Viktor » Sun 06. Jún 2021 10:44

Hér leikurinn: https://turnvorn.github.io/

Github: https://github.com/Turnvorn/Turnvorn.github.io

ekkert skrifaði:Ég væri til í að tækla einhverja kerfisforritun, t.d. remote multiplayer.


Það væri snilld. Spurning hvernig maður ætti að skipta niður hlutverkunum. Hvaða tól ertu að nota?

Mossi__ skrifaði:Flottur.
Ætlaru að hafa þetta 2D sprites eða 3D?

Ég er gamall 3D gaukur og klæjar soldið í puttana.


Mér finnst bæði næs, aðallega að hafa liti sem búa til eitthvað "atmo". Endilega hentu niður skyssum þegar þú hefur tíma :megasmile
Viðhengi
TDB.png
TDB.png (36.21 KiB) Skoðað 2682 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf GuðjónR » Sun 06. Jún 2021 16:27

Lofar góðu, svona Bloons fílíngur...
Væri gaman að sjá þetta fara lengra..
Viðhengi
Screenshot 2021-06-06 at 16.16.42.png
Screenshot 2021-06-06 at 16.16.42.png (278.84 KiB) Skoðað 2607 sinnum



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf appel » Sun 06. Jún 2021 18:13

Oftast kemur dollaramerkið á undan upphæð, t.d. $40.


*-*

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf jonsig » Sun 06. Jún 2021 18:41

Jók, fyrsta skipti sem ég ruglast milli þráða.
Síðast breytt af jonsig á Sun 06. Jún 2021 18:53, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Langar þig að búa til tölvuleik?

Pósturaf Klemmi » Lau 12. Jún 2021 19:28



Geggjað, hef ekki haft tíma til að skoða ítarlega, en mjög spenntur fyrir því samt sem áður :hjarta