Steam vs. Epic store

Frögguð umræða.
Skjámynd

Höfundur
oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 936
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Steam vs. Epic store

Pósturaf oskar9 » Sun 31. Mar 2019 12:43

Í leikjaheiminum uppá síðkastið er Epic store búið að vera mikið á milli tannanna á fólki og við félagarnir mikið búnir að spjalla um þetta. Hverjar eru skoðanir Vaktara á þessari framvindu? Sem dæmi bæði Metro exodus og Anno 1800, báðir búnir að vera inná Steam lengi, fá miklar auglýsingar þar inná, enda Steam lang stærstir, svo á síðstu stundu kippir útgefandinn leiknum af steam og hoppar yfir á epic og nýtir sér þar lægri sölugjöld og meiri hagnað af hverju eintaki.

Einnig er "launcherinn" sjálfur búinn að sæta mikilli gagnrýni, lélegt öruggi reikninga, engir fídusar sem allir aðrir hafa, regional pricing sem lætur okkur á Íslandi borga í evrum en ekki dollurum eins og á Steam ( hækkar venjulegan AAA leik um sirka 1000kr 60$ vs 60€)

Hvað finnst ykkur um þetta og sömuleiðis haldið þið að þetta knýi Steam til að lækka sölugjöldin sín til að reyna hindra að útgefendur fari til Epic?

Þó mér líki vel við steam er búðin sem slík að versna til muna, maður finnur varla neitt að viti þar vegna flóðs af lélegum nýjum leikjum og ég virðist ómögulega geta blokkað það gríðarlega magn af einhverju hentai anime romance drasli, alveg sama hvað ég fikta í stillingum og blacklista


"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 14684
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1249
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Steam vs. Epic store

Pósturaf GuðjónR » Sun 31. Mar 2019 15:05

Þó Steam sé þrælböggað þá finnst mér það betra en Epic. Þeir mættu þó gera meiri kröfur til þeirra sem setja leiki þarna inn. Mér finnst líka vont að tveir eða fleiri geti ekki notað library á sama tíma. Tvö börn í sitthvorri tölvunni og þá fer allt í lás, þarft að vera með tvo aðganga.Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1424
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 110
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Steam vs. Epic store

Pósturaf vesi » Sun 31. Mar 2019 15:37

Í the Wan show voru þeir einmitt að ræða þetta fyrir viku eða tveim. En meira á þeim nótunum hvort maður væri meira hliðhollur steam eða öðrum búðum, Þar kom fram meðal annars að þeir notuðu steam meira því það væri minni auglýsingar og óþarfi fyrir notandan. sem ég er soldið sammála.
Ég hef bara notað steam og Uplay, mér fynnst steam betra því þar get ég bara opnað leik í launcher og bara hann opnast ekki eins og í uplay þar sem opnar auglýsingu í bakgrunni ofl.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 987
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Reputation: 40
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Steam vs. Epic store

Pósturaf braudrist » Sun 31. Mar 2019 16:04

Mér finnst það frekar pirrandi þegar þú downloadar uppfærslu fyrir einhvern leik á Epic, þá hefuru ekki hugmynd um hvað var að bætast við eða breytast. Finnst þægilegt að hafa fréttir, uppfærslur, forums og allt það innbyggt á Steam.


Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1192
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 251
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Steam vs. Epic store

Pósturaf kiddi » Sun 31. Mar 2019 19:13

Steam kerfið sjálft er allan daginn betra þó Epic kerfið lúkki ferlega stílhreint. Annars fagna ég samkeppninni, ekki gott að hafa bara einn risa á markaðnum. Verandi með börn á heimilinu finnst mér þetta family sharing dæmi algjörlega óþolandi og óviðunandi, maður er í raun miklu verr settur með Steam kerfinu heldur en ef maður hefði keypt leikina beint frá sínum útgefendum, því þá væri maður ekki læstur úti þegar börnin vilja spila einhvern af þessum 200+ titlum sem maður á.Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 532
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 60
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Steam vs. Epic store

Pósturaf Hannesinn » Sun 31. Mar 2019 20:57

Steam clientinn sjálfur er mikið betri og þroskaðari, og það er ekki hægt að deila um það. Enda kom hann á markaðinn hvenær... 2005?

Helsta umkvörtunarefnið er að Epic séu að semja við útgefendur um að leikirnir verði eingöngu seldir á Epic store í 1 ár, áður en aðrir geti selt hann.
Annað umkvörtunarefnið er svo fragmentation af leikjasafninu, en það byrjaði ekkert með Epic. Sjá Origin, Uplay, GOG, og sambærilega launchera.

Núna erum við væntanlega að ganga í gegnum aðlögunartímabil þar sem að Steam er ekki einn risi, og geti gert það sem hann vill. Eins og að taka 30% hluta af seldum vörum hjá sér. Sony, Nintendo, Android, og Microsoft gera það öll, en munurinn á þeim og Steam er sá að Steam er ekki að þróa platforminn (stýrikerfið/vélbúnaðinn/o.s.fr.) sem leikirnir eða forritin eru hönnuð fyrir og er þess vegna alveg brjálæðislega há prósenta.

Persónulega er ég mun jákvæðari en flestir sem ég ræði þetta við, en fyrstu skrefin verða væntanlega erfið. Ég er allavega byrjaður að setja upp Launchbox / Big Box hjá mér, og að því loknu mun ekki meika spliff á hvaða launcher leikirnir mínir verða.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1122
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 76
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Steam vs. Epic store

Pósturaf Minuz1 » Sun 31. Mar 2019 22:09

GuðjónR skrifaði:Þeir mættu þó gera meiri kröfur til þeirra sem setja leiki þarna inn.

Það var svoleiðis, fólk var óánægt með það líka....damned if you do, damned if you don't.
Ekki það að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni, en það voru greinilega aðrar raddir sem voru háværari.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það