Síða 1 af 1

PS4 slim vs pro

Sent: Sun 24. Des 2017 12:19
af MuGGz
Núna er guttinn minn búinn að vera safna sér og langar að kaupa sér PS4 til að spila FIFA

Nú hef ég ekki átt leikjatölvu í ansi mörg ár þannig ég er ekki mikið inní þessu

Er stór munur á PS4 slim og pro ? Er eitthvað nýtt að koma, á maður að bíða ?

Re: PS4 slim vs pro

Sent: Sun 24. Des 2017 12:42
af Viggi
Ps4 pro er aðalega upgrade fyrir 4k tv en efast að fifa sé í 4k. Bara vissir leikir sem eru 4k

Re: PS4 slim vs pro

Sent: Sun 24. Des 2017 12:56
af littli-Jake
Það er alveg slatti af samanburðar myndböndum á Youtube. En í heildina er munurinn að pro stiður 4K sem er fínt ef þú ætlar að nota vélina fyrir Netflix og hún er með betri vélbúnað svo VR kemur betur út. Það er einhver munur á grafík í ps leikjum í dag en menn virðast sammála um að það sé lítið sem ekkert.

Re: PS4 slim vs pro

Sent: Sun 24. Des 2017 17:02
af peturthorra
https://www.digitaltrends.com/gaming/ps ... ced-games/

Kiktu á þetta, sýnir muninn á leikjunum í tölum. Samkvæmt þeim þá er Fifa 18 að keyra á 4k með HDR á PS4 Pro.