Síða 1 af 1

Battlefield 1 - íslenskir spilarar

Sent: Mán 10. Apr 2017 13:21
af ÓmarSmith
Sælir allir.

Hverjir hérna spila BF1 reglulega, eða amk eitthvað en enda alltaf á að spila solo ?
Ég er klárlega einn af þeim, en þessir leikir eru alltar margfalt skemmtilegri í spilun með fleirum.

Væri gaman að sjá hversu margir Vaktarar eru að spila þennan og þá mögulega hóa okkur saman í grúppu sem gætu spilað þennan saman yfir TS/Discord eða álíka :)

Notendanafnið mitt í BF1 er "Kinichi"
Endilega bætið mér á Origin vinalistann ykkar

Re: Battlefield 1 - íslenskir spilarar

Sent: Þri 11. Apr 2017 01:04
af Viggi
Er sjálfur búinn að spila hann slatta en on board soundið á tölvunni grillaðist víst þannig að ég get ekki notað hljóðneman en þessir taka stundum leik en oft frekar fáment þar líka

https://www.facebook.com/groups/281061622049387/

Re: Battlefield 1 - íslenskir spilarar

Sent: Mán 17. Apr 2017 20:20
af Hjorleifsson
ÓmarSmith skrifaði:Sælir allir.

Hverjir hérna spila BF1 reglulega, eða amk eitthvað en enda alltaf á að spila solo ?
Ég er klárlega einn af þeim, en þessir leikir eru alltar margfalt skemmtilegri í spilun með fleirum.

Væri gaman að sjá hversu margir Vaktarar eru að spila þennan og þá mögulega hóa okkur saman í grúppu sem gætu spilað þennan saman yfir TS/Discord eða álíka :)

Notendanafnið mitt í BF1 er "Kinichi"
Endilega bætið mér á Origin vinalistann ykkar


Sæll,
Rakst á þetta við tilviljun en ég er Formaðurinn í Icelandz Elitez Gaming og við bjóðum alla velkomna og sá að þú varst kominn í grúppuna á Facebook, við erum á öllum aldri allt frá 16 ára uppí ca 40-50 ára og erum eins og lítil fjölskylda höfum spilað saman meira og minna síðan 2011 þegar Battlefield 3 kom út, Það er yfirleit alltaf einn á Teamspeak 3 á kvöldin að spila Battlefield 1 en oftast um 3 og förum stundum uppí 8-12 manns :) Endilega kíktu við á TeamSpeak 3 við tækifæri og við græjum permissions fyrir þig svo þú getur verið með okkur :) og ég addaði þér líka á Origin.
Skiptir okkur engu máli hvaða ranki þú ert á eða hvort þú sért góður eða ekki, við spilum til að hafa gaman af leiknum og við sjálfir erum mis "góðir" :)

Kv, Hjorleifsson
IceEz Chariman

Re: Battlefield 1 - íslenskir spilarar

Sent: Mán 17. Apr 2017 23:54
af diabloice
Spila Bf1 Nánast daglega með sama notendanafn þar og hér :)

Re: Battlefield 1 - íslenskir spilarar

Sent: Þri 18. Apr 2017 00:03
af Hjorleifsson
diabloice skrifaði:Spila Bf1 Nánast daglega með sama notendanafn þar og hér :)

Erum 8 nuna á teamspeak í frontlines, endilega joinaðu okkur ef þú getur :)
ts3 address -> 85.236.100.85:10327

Re: Battlefield 1 - íslenskir spilarar

Sent: Þri 18. Apr 2017 11:19
af ÓmarSmith
Topnice !