Síða 1 af 1

Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Lau 19. Nóv 2016 06:38
af Danni V8
Var ss. að panta PS4 sem er á leiðinni til mín.

Er að velta fyrir mér hvort einhver geti gefið mér einhver tips varðandi hvernig er best að setja hana upp, PSN account og allt það. Hef ekki verið með console í svoldið langan tíma og síðast þegar ég var með PS3 þá var alltaf bölvað vesen með accountinn uppá að geta notað PS Store og keypt/downloadað leikjum þaðan.

Ef ég skrái mig eins og ég sé á íslandi, mun ég getað notað PS store?

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Lau 19. Nóv 2016 07:28
af emmi
Ef þú sérð fram á að þú ætlir að kaupa DLC fyrir leiki sem þú kaupir hérlendis þá er líklegast best fyrir þig að stofna breskan aðgang.

USA búðin er mun ódýrari en sú breska en þá geturðu ekki keypt DLC á leiki sem eru verslaðir hér.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Lau 19. Nóv 2016 07:36
af Danni V8
Þakka svarið.

Þegar þú segir hér, er þá restin af Evrópu ekki tekin með líka? Ég ferðast mikið um Evrópu. Bretland, Þýskaland og Danmörk sem dæmi, en fer sjaldan sem aldrei til USA, þannig breskur aðgangur væri eflaust betri fyrir mig? Ef munurinn eru nokkrir hundraðkallar skiptir það svosem ekki miklu máli.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Lau 19. Nóv 2016 08:29
af emmi
Langflestir sem ég veit um nota bresku búðina og ég held alveg örugglega að þú getir notað íslenskt kreditkort þar.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Lau 19. Nóv 2016 09:14
af Moldvarpan
Breska búðin er vinsælust. Íslensk kreditkort virka.

Bandaríska er þó ódýrari og með oft meira úrval.

Sumir eru með 2 accounta, á sitthvorri búðinni.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Þri 22. Nóv 2016 19:19
af B0b4F3tt
Er einmitt að spá í þessu sama. Krakkarnir hjá mér ætla að kaupa sér PS4 Pro núna fljótlega og ég hef verið að velta þessu fyrir mér með account. Semsagt búa til account í UK búðinni?

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Þri 22. Nóv 2016 20:49
af Danni V8
Þakka svörin vinir! Geri breskan aðgang.

Var eiginlega að vona að það væri hægt að gera bara íslenskan og nota hann í búðinni, þetta var vandamál með þegar ég var með PS3 fyrir 10 árum síðan...

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Mið 30. Nóv 2016 14:28
af Danni V8
Moldvarpan skrifaði:Breska búðin er vinsælust. Íslensk kreditkort virka.

Bandaríska er þó ódýrari og með oft meira úrval.

Sumir eru með 2 accounta, á sitthvorri búðinni.


Hvernig fáið þið íslensk kreditkort til að virka?

Ég reyndi að setja mitt inn og gat keypt PSN Plus subscription með því, en á allt annað kemur error, og ef ég Googla errorinn er það útaf því að ég er ekki með sama heimilisfang stillt á kortið og er á skrá hjá kortafyrirtækinu. Ég get síðan ekki skráð mitt heimilisfang þar sem það er ekki með UK póstnúmer..

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Mið 30. Nóv 2016 17:23
af Halli25
Danni V8 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Breska búðin er vinsælust. Íslensk kreditkort virka.

Bandaríska er þó ódýrari og með oft meira úrval.

Sumir eru með 2 accounta, á sitthvorri búðinni.


Hvernig fáið þið íslensk kreditkort til að virka?

Ég reyndi að setja mitt inn og gat keypt PSN Plus subscription með því, en á allt annað kemur error, og ef ég Googla errorinn er það útaf því að ég er ekki með sama heimilisfang stillt á kortið og er á skrá hjá kortafyrirtækinu. Ég get síðan ekki skráð mitt heimilisfang þar sem það er ekki með UK póstnúmer..

Held þú getir beðið kortafyrirtækið að setja breskt heimilisfang á kortið til að komast hjá þessu.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Mið 18. Jan 2017 21:16
af vesi
Náðiru að leysa þetta?? og þá hvernig?

Er að lenda í þessu.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Mið 18. Jan 2017 23:31
af einarbjorn
Danni V8 skrifaði:Var ss. að panta PS4 sem er á leiðinni til mín.

Er að velta fyrir mér hvort einhver geti gefið mér einhver tips varðandi hvernig er best að setja hana upp, PSN account og allt það. Hef ekki verið með console í svoldið langan tíma og síðast þegar ég var með PS3 þá var alltaf bölvað vesen með accountinn uppá að geta notað PS Store og keypt/downloadað leikjum þaðan.

Ef ég skrái mig eins og ég sé á íslandi, mun ég getað notað PS store?


ef ég mætti spyrja, hvar var hún pöntuð og hvað er ca verð hingað komin

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Fim 19. Jan 2017 00:32
af Pandemic
Ég er bæði með UK og US account og switcha bara á milli þeirra og hvort er ódýrara, það er stundum tilboð á UK en ekki US og öfugt. Kaupi svo bara PSN code á Amazon.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Fös 20. Jan 2017 03:32
af Danni V8
Pandemic skrifaði:Ég er bæði með UK og US account og switcha bara á milli þeirra og hvort er ódýrara, það er stundum tilboð á UK en ekki US og öfugt. Kaupi svo bara PSN code á Amazon.


Er ekkert vesen ef þú kaupir t.d. leikinn á US account og DLC á UK account, virkar það alveg? Ég gerði þetta nefnilega í PS3 fyrir mörgum árum. Keypti Gran Turismo 5 útí búð ss. PAL2 version, en var með US account og keypti DLC þar en það bara virkaði ekki með leiknum.

Re: Var að kaupa PS4, hvernig er best að setja upp?

Sent: Fös 20. Jan 2017 09:01
af emmi
Danni V8 skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ég er bæði með UK og US account og switcha bara á milli þeirra og hvort er ódýrara, það er stundum tilboð á UK en ekki US og öfugt. Kaupi svo bara PSN code á Amazon.


Er ekkert vesen ef þú kaupir t.d. leikinn á US account og DLC á UK account, virkar það alveg? Ég gerði þetta nefnilega í PS3 fyrir mörgum árum. Keypti Gran Turismo 5 útí búð ss. PAL2 version, en var með US account og keypti DLC þar en það bara virkaði ekki með leiknum.


Það er þannig ennþá. DLC keypt í USA búðinni virkar ekki á leik sem er keyptur hérlendis eða í UK búðinni.