Call of Duty Black Ops III á PS4 - hægt niðurhal á uppfærslu


Höfundur
geiri42
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mið 19. Jún 2013 23:22
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Call of Duty Black Ops III á PS4 - hægt niðurhal á uppfærslu

Pósturaf geiri42 » Sun 15. Maí 2016 17:51

Daginn!

Getur einhver upplýst mig um það hvort hægt sé að sækja plástra fyrir Call of Duty - Black Ops III á Ps4 öðruvísi en að framkvæma það gegnum leikinn sjálfan, þ.e.a.s. hvort hægt sé að hala niður uppfærsluskránum og keyra inn handvirkt.

Vinur minn er með PS4 tölvu og er búinn að setja inn á hana ummræddan leik. Hins vegar er ekki hægt að spila hann nema sækja uppfærslur fyrst. Þegar það var reynt var niðurhalshraðinn ansi slappur (bæði gegnum WiFi og beintengingu með kapli við router). :klessa

Var eitthvað að gúggla þetta. Einhver sagðist hafa leyst slíkt með því að skipta um DNS-þjón, setja Google-DNS tölurnar (8.8.8.8 og 8.8.4.4) í stað þeirra sjálfgefnu frá netþjónustuaðilanum (Síminn Ljósnet/VDSL). Er eitthvað vit í því (ekki búið að prófa)?




Viggi
FanBoy
Póstar: 731
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 108
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Call of Duty Black Ops III á PS4 - hægt niðurhal á uppfærslu

Pósturaf Viggi » Sun 15. Maí 2016 17:53

Prófaði sjálfur google dns og hraðinn lagaðist í smá stund og varð svo hræðilegur aftur. Var á wifi og ethernet virkar ekki einu sinni hjá mér


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Höfundur
geiri42
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Mið 19. Jún 2013 23:22
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Call of Duty Black Ops III á PS4 - hægt niðurhal á uppfærslu

Pósturaf geiri42 » Sun 15. Maí 2016 19:57

En þetta með að sækja uppfærsluskrár handvirkt (úr annarri vél, t.d. PC-vél) og keyra inn handvirkt - einhver sem getur staðfest hvort slíkt sé hægt eða ekki?