Síða 1 af 2

Borderlands 2

Sent: Fös 14. Sep 2012 11:13
af oskar9
Ætla engir hér að taka grimm LÖN í BL2 ?

Við erum fjórir, ein af hverjum class sem ætlum að keyra í gegnum hann saman, þetta er náttúrulega algjör möst Co-op leikur

Erum að setja upp flott setup í bílskúrnum hjá mér, erum búnir að leigja tvær ískrap vélar hehe, þetta verður geeeeðveikt !

enginn spenntur fyrir þessum leik ?

Re: Borderlands 2

Sent: Fös 14. Sep 2012 11:44
af Frost
Enginn sem ég þekki ætlar að spila hann. Ætli ég muni ekki bara spila hann einn.

Mynd

Re: Borderlands 2

Sent: Fös 14. Sep 2012 11:53
af oskar9
Frost skrifaði:Enginn sem ég þekki ætlar að spila hann. Ætli ég muni ekki bara spila hann einn.

Mynd


fullt af gaurum að leita að co op á steam borderlands spjallinu ef þú vilt prófa það

lootið verður svo svaðalegt ef menn eru 4 saman :megasmile

Re: Borderlands 2

Sent: Fös 14. Sep 2012 12:02
af capteinninn
Ætla að spila hann, var lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka hann á PC eða Xbox en ákvað að taka hann á PC frekar. Þekki tvo sem eru að kaupa hann á PS3 og svo erum við 3 félagarnir sem ætlum pottþétt að kaupa hann

Re: Borderlands 2

Sent: Fös 14. Sep 2012 12:06
af Frost
oskar9 skrifaði:
Frost skrifaði:Enginn sem ég þekki ætlar að spila hann. Ætli ég muni ekki bara spila hann einn.

Mynd


fullt af gaurum að leita að co op á steam borderlands spjallinu ef þú vilt prófa það

lootið verður svo svaðalegt ef menn eru 4 saman :megasmile


Gef því örugglega séns. Spilaði fyrri leikinn mikið í co-op. Borderlands er miklu skemmtilegri í co-op.

Re: Borderlands 2

Sent: Sun 16. Sep 2012 14:18
af Ic4ruz
Vill bara benda á að ef þið eru að leita eftir besta verðinu þá er það hér: http://uk.gamesplanet.com/buy-download- ... 27-38.html

25 pund = 40 $ = 4950 kr.(Steam = 60$ = 7300!). Þetta er Steampowered leikur, svo þú færð bara svona kóða af siðunni til að setja inn í Steam.

Ekki borga þetta okurverð á Steam 59.99$ ! (Havð gerðist með að PC leikir voru alltaf 50$ ?)

Sama hvort að Valve seú góðir gæjar þá verðum við að styðja við samkeppni á ,,digital download" markaðnum. Einokun leiðir bara í hærri verð.

Re: Borderlands 2

Sent: Sun 16. Sep 2012 14:33
af Plushy
langar að sjá mynd af aðstöðunni í þessum bílskúr, og af krapvélunum :D

Re: Borderlands 2

Sent: Sun 16. Sep 2012 15:38
af oskar9
Plushy skrifaði:langar að sjá mynd af aðstöðunni í þessum bílskúr, og af krapvélunum :D



það kemur hér inná, byrjum á föstudag hehe :megasmile

Re: Borderlands 2

Sent: Sun 16. Sep 2012 15:44
af oskar9
Ic4ruz skrifaði:Vill bara benda á að ef þið eru að leita eftir besta verðinu þá er það hér: http://uk.gamesplanet.com/buy-download- ... 27-38.html

25 pund = 40 $ = 4950 kr.(Steam = 60$ = 7300!). Þetta er Steampowered leikur, svo þú færð bara svona kóða af siðunni til að setja inn í Steam.

Ekki borga þetta okurverð á Steam 59.99$ ! (Havð gerðist með að PC leikir voru alltaf 50$ ?)

Sama hvort að Valve seú góðir gæjar þá verðum við að styðja við samkeppni á ,,digital download" markaðnum. Einokun leiðir bara í hærri verð.



Jamm 7300 er alltof hátt, við keyptum saman 4 kóða pakka á 22000 sirka rétt rúmur 5 þús á mann, kom ekki til greina að borga 7300 kall fyrir hvert eintak

Re: Borderlands 2

Sent: Sun 16. Sep 2012 21:37
af FuriousJoe
Er að fara að prófa þennan á Xbox360 eftir smá :)

Re: Borderlands 2

Sent: Þri 18. Sep 2012 18:52
af GullMoli
Jæja, leikurinn gefinn út í Bandaríkjunum í dag á steam en evrópubúar fá hann svo bara á fimmtudaginn :l

Re: Borderlands 2

Sent: Þri 18. Sep 2012 18:55
af Klemmi
Spurning um að kaupa sér nýtt skjákort til að fá leikinn frítt með :P

Re: Borderlands 2

Sent: Þri 18. Sep 2012 19:02
af Frost
Klemmi skrifaði:Spurning um að kaupa sér nýtt skjákort til að fá leikinn frítt með :P


Hvaða skjákorti fylgir leikurinn? :japsmile

Re: Borderlands 2

Sent: Þri 18. Sep 2012 19:05
af Klemmi
Frost skrifaði:
Klemmi skrifaði:Spurning um að kaupa sér nýtt skjákort til að fá leikinn frítt með :P


Hvaða skjákorti fylgir leikurinn? :japsmile


Sýnist það fylgja með öllum nýrri kortum af GTX 660Ti, GTX 670 og GTX 680, sbr. http://www.newegg.com/Product/ProductLi ... ti&x=0&y=0 :)

En tölvubúðir þurfa auðvitað að vera búnar að fá nýlega sendingu :P

Re: Borderlands 2

Sent: Þri 18. Sep 2012 19:09
af Baldurmar
Er búinn að pre-ordera þennan, þetta verður rosalegt.

Re: Borderlands 2

Sent: Þri 18. Sep 2012 19:18
af worghal
á ekki efni á honum :cry:
og það er ekki séns að ég downloadi honum!
mig langar í hann á ps3 til að fá Platinum og svo langar mig í hann á PC fyrir lan og annað.

Re: Borderlands 2

Sent: Þri 18. Sep 2012 19:48
af HalistaX
Búinn að Pre-loada hann, erum fjórir sem ætlum að spila saman.. Veit samt ekki hvort þeir séu búnir að Pre-loada hann.

Re: Borderlands 2

Sent: Fim 20. Sep 2012 23:00
af Frost
Jæja núna er spilunin byrjuð. Spennandi að sjá hvernig þetta verður.

Re: Borderlands 2

Sent: Fös 21. Sep 2012 23:09
af arnif
Hver er til í coop (pc) ?

arnif

Re: Borderlands 2

Sent: Lau 22. Sep 2012 00:53
af yrq
Ég er búinn að lenda í tómu veseni með þennan leik, virkar ekkert að connecta við hvorn annan, enginn annar að lenda í þessu?

Re: Borderlands 2

Sent: Lau 22. Sep 2012 00:57
af worghal
arnif skrifaði:Hver er til í coop (pc) ?

arnif

giftaðu hann til mín á steam og ég skal spila með þér :D

Re: Borderlands 2

Sent: Lau 22. Sep 2012 01:08
af HalistaX
addiði mér á steam: gudni874
Oft til í leik :D

Re: Borderlands 2

Sent: Lau 22. Sep 2012 01:23
af Yawnk
Er eitthvað varið í Borderlands 2?? mikið öðruvísi en sá fyrsti ?

Re: Borderlands 2

Sent: Lau 22. Sep 2012 05:08
af oskar9
Leikur 2 er svoooo snældu geggjaður, leikur 1 var góður en þessi er í allt öðrum klassa !!

lofaði myndum:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Borderlands 2

Sent: Lau 22. Sep 2012 12:34
af Plushy
damn guuuurl

invite me to dat lan partay