Síða 1 af 1

Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Fös 22. Ágú 2025 21:20
af kizi86
Góða kvöldið, félagar, ég lenti í þvi að fá einhverja óværu í tölvuna, með þeim afleiðingum, að ég tapaði aðgangi að flestum leikjaveitum, ásamt fleiri accountum, en hef ég öðlast stjórn á öllu nema ubisoft accountinum mínum, en tókst þeim að breyta um email, og setja upp annað 2 fa á hann, ég hef samband við support, þeir spyrja hvort ég geti loggað mig inn, ég svara neitandi, þess vegna væri ég að hafa samband við þá, þá fæ ég fáránlegasta svar ever: ég veit að þetta er ekki svarið sem þú vilt, en þar sem við getum ekki verifyað að þú sért eigandi accountsins, þá getum við ekki hjálpað þér frekar, bless.... Er örugglega buinn að senda á þá svona 40+ emails, en alltaf sama svar.. er að verða grahærður á þessu, hafið þið einhver ráð?

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Fös 22. Ágú 2025 22:06
af GuðjónR
Leiðinlegt að heyra. Prófaðu að gera copy/paste á innleggið þitt í ChatGPT. Þú færð ágætis leiðbeiningar hvað er mögulegt að gera.

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Lau 23. Ágú 2025 13:24
af kornelius
Hvað með þetta?

Búinn að ganga í gegn um þetta?

https://account.ubisoft.com/en-US/login

K.

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Lau 23. Ágú 2025 14:25
af kizi86
kornelius skrifaði:Hvað með þetta?

Búinn að ganga í gegn um þetta?

https://account.ubisoft.com/en-US/login

K.

Þeir spurðu mig akkúrat hvort ég gæti loggað mig inn þarna, en þar sem þjófarnir voru búnir að breyta Öllu, þá gat ég ekki loggað mig inn þarna, og þá sögðust þeir ekkert geta hjálpað meir

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Lau 23. Ágú 2025 14:30
af kizi86
GuðjónR skrifaði:Leiðinlegt að heyra. Prófaðu að gera copy/paste á innleggið þitt í ChatGPT. Þú færð ágætis leiðbeiningar hvað er mögulegt að gera.

Er buinn að prufa öll brögð undir sólinni, eina sem ég á eftir að gera liggur við, er að mæta niðrá löggustöð, og hringja myndsímtal í þá og láta lögguna auðkenna mig..

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Lau 23. Ágú 2025 21:24
af DJOli
Veit að það hljómar heimskulega, en hefurðu prófað að spyrja hvað það sé sem komi í veg fyrir að þeir auðkenni þig?
Þú getur staðfest síðasta virka netfang, og örugglega netfangið sem aðgangurinn var skapaður á.
Þú getur staðfest greiðsluupplýsingar og mögulega flett upp síðustu kortagreiðslu fyrir hlut sem þú keyptir, sem væru upplýsingar sem þú kæmist ekki yfir nema hafa verið sá sem keypti hluti á aðanginn.

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Lau 23. Ágú 2025 23:39
af kizi86
DJOli skrifaði:Veit að það hljómar heimskulega, en hefurðu prófað að spyrja hvað það sé sem komi í veg fyrir að þeir auðkenni þig?
Þú getur staðfest síðasta virka netfang, og örugglega netfangið sem aðgangurinn var skapaður á.
Þú getur staðfest greiðsluupplýsingar og mögulega flett upp síðustu kortagreiðslu fyrir hlut sem þú keyptir, sem væru upplýsingar sem þú kæmist ekki yfir nema hafa verið sá sem keypti hluti á aðanginn.

er að tala við þá úr emailinu sem var skráð á accountinn, marg buinn að spyrja þá hvað ég gæti gert, þetta er var fyrsta svarið, eftir að hafa sagt þeim að ég gæti ekki loggað mig inn, og svo alltaf hafa þeir gefið svipað svar til baka: (þeir spurðu mig aldrei neinna annara spurninga, bara beint nei, og sama hvað ég sendi þeim, þá haggast þeir ekki)

Hello,

Thank you for reaching Ubisoft Support.

We understand that you are trying to recover access to your Ubisoft account.

Ubisoft takes account security very seriously. To make changes to an account, we will need to verify you as the account owner first.

After careful examination, there is no information that will allow us to verify the ownership of the account.


< búinn að senda þeim screenshot af bankastatements sem sýnir kaup á leikjum, afrit af kvittunum frá paypal og fleira, búinn að senda þeim copy af vegabréfinu mínu..

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Lau 23. Ágú 2025 23:47
af DJOli
Það hlýtur að vera einhversskonar GDPR eða ESB viðskipta-eitthvað sem þeir eru að brjóta hérna. Ég trúi ekki öðru.

Að hálf-skyldu/hálf-óskyldu, þá er verið að hefja málaferli gegn Microsoft og Mojang fyrir að marg, marg-uppfæra skilmála án þess að tilkynna neytendum um það, og sömuleiðis að engum var boðið að halda áfram að eiga og spila Minecraft án þess að þurfa að setja leikinn sinn inn í Microsoft ecosystem-ið þar sem það er engin andskotans nauðsyn, og fólki átti raunverulega, lagalega, að bjóðast valkostir.


Edit:
Ég stalst til að spyrja Satan (chatgpt), og fékk upp að mælt væri með því að þú hefðir samband við Neytendastofu og byðir einnig um að fá samband við Data Protection Officer (DPO) hjá Ubisoft, og eins legðir mögulega inn kvörtun til Persónuverndar ef þú teldir þá ekki vera að meðhöndla persónuupplýsingar á réttan máta.

Re: Ubisoft, tapaður aðgangur, þeir neita um hjálp

Sent: Sun 24. Ágú 2025 01:10
af Zensi
Sé að Ubisoft eru orðnir næstum eins slæmir þarna og Sony eru (PSN)