Er einhver hér að nota PS Portal til að spila á 5G hotspot utan heimilis?
Ég er búinn að vera að reyna að fá það til að virka en tekst ekki. Ég næ að tengjast hotspot á símanum en næ svo ekki að tengjast PS5 frá Portal. Ég get tengst úr símanum í gegnum Remote Play á 5G.
Búinn að prófa allt sem ég finn á netinu, gætu verið einhverjar hamlanir frá Símanum á tethered 5G tengingar? Ég er með Samsung Galaxy S23 og er hjá Símanum með fyrirtækja SIM kort.
Forvitinn að vita hvort einhver sé með svipaðann búnað að nota þetta og virkar vel
Playstation Portal á 5G hotspot
Re: Playstation Portal á 5G hotspot
Það eru engar takmarkanir á tethering hjá Símanum. Erum með 100+ nema, tæki og tölvur víða um landið yfir 4G/5G og það hefur aldrei verið til vandræða. Er Portal ekki að tengjast PS5 tölvunni þinni heima? Þá er þetta miklu frekar port forwarding mál í routernum heima hjá þér.
Myndi setja static IP tölu á PS5 tölvuna og svo vísar þú þeim portum sem Portal þarf á þá IP tölu sem þú úthlutaðir PS5 vélinni í routernum þínum.
Stutt gúggl sýnir að Portal þarf UDP Port 8572 til að virka. Þannig að þú ferð í routerinn þinn og vísar UDP 8572 á local IP töluna sem PS5 vélin þín er með.
Myndi setja static IP tölu á PS5 tölvuna og svo vísar þú þeim portum sem Portal þarf á þá IP tölu sem þú úthlutaðir PS5 vélinni í routernum þínum.
Stutt gúggl sýnir að Portal þarf UDP Port 8572 til að virka. Þannig að þú ferð í routerinn þinn og vísar UDP 8572 á local IP töluna sem PS5 vélin þín er með.
Síðast breytt af wicket á Mið 20. Ágú 2025 13:32, breytt samtals 3 sinnum.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 10
- Skráði sig: Mán 22. Jan 2024 11:43
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Playstation Portal á 5G hotspot
Takk fyrir svarið. Jú Portal virkar á WiFi heima, hef ekki prófað að frá öðru WiFi eða 5G hotspot úr öðrum síma. Skal prófa þetta með static IP tölu og forwarda porti. En ef þetta væri útaf portinu, væri það þá ekki líka vandamál á WiFi?
-
- Kóngur
- Póstar: 6575
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 539
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Playstation Portal á 5G hotspot
var það ekki þannig að PS Portal virkar bara á sama local neti og PS5?
gæti verið að þú þurfir að búa til VPN inn til þín
gæti verið að þú þurfir að búa til VPN inn til þín
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 10
- Skráði sig: Mán 22. Jan 2024 11:43
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Playstation Portal á 5G hotspot
Jú það á alveg að virka hvar sem er þar sem þú kemst í ágætis net
Re: Playstation Portal á 5G hotspot
siggi376 skrifaði:Takk fyrir svarið. Jú Portal virkar á WiFi heima, hef ekki prófað að frá öðru WiFi eða 5G hotspot úr öðrum síma. Skal prófa þetta með static IP tölu og forwarda porti. En ef þetta væri útaf portinu, væri það þá ekki líka vandamál á WiFi?
Nei væri ekki vandamál heima á Wifi, þá er umferðin meðhöndluð með öðrum en hætti ef hún kemur utan heimilis. Þetta er í raun bara þannig að ef það kemur umferð að utan segir routerin nei takk, en með því að port forwarda ertu að segja routernum að ef umferð kemur á ákveðnu porti eigi að vísa henni á ákveðinn stað, sem er þá IP tala PS5 tölvunnar í stað þess að segja nei takk.
Síðast breytt af wicket á Mið 20. Ágú 2025 17:02, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 10
- Skráði sig: Mán 22. Jan 2024 11:43
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Playstation Portal á 5G hotspot
Takk fyrir hjálpina, þetta virkar núna. Ég forwardaði port 987, 8572 og 9295-9308 skv. einhverju reddit posti og þá fór þetta að virka.
Re: Playstation Portal á 5G hotspot
Minnsta málið, frábært að þetta fór að virka.
Ég myndi treysta Playstation síðunni betur frekar en Reddit þræði og loka á þau port sem þarf ekki, það er góð regla í netöryggi að hafa aðeins opið það sem þarf og allt annað lokað.
https://remoteplay.dl.playstation.net/r ... 00006.html
Ég myndi treysta Playstation síðunni betur frekar en Reddit þræði og loka á þau port sem þarf ekki, það er góð regla í netöryggi að hafa aðeins opið það sem þarf og allt annað lokað.
https://remoteplay.dl.playstation.net/r ... 00006.html