Íslenskur Minecraft server - og samfélag


Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Íslenskur Minecraft server - og samfélag

Pósturaf Swanmark » Fös 01. Júl 2022 21:32

Heilir og sælir, Vaktarar.

Super tl;dr Minecraft 1.19 Survival server - Addressan er Spicyvanilla.is

Við erum tveir vinir sem spiluðum mikið og höfðum gaman af Minecraft fyrir þónokkrum árum, þegar íslenskt Minecraft samfélag var sem virkast (shoutout á Gussa (http://minecraft.is/)). Við fórum að spila Minecraft aftur saman rétt fyrir áramót og eftir smá spilun datt okkur í hug að það gætu verið fleiri Íslendingar til í að endurupplifa Minecraft með öllum þeim nýjungum sem hafa dottið inn á seinustu árum, já og líka þeir sem hættu aldrei eða eru bara nýbyrjaðir. Við ákváðum að leigja VPS til þess að hýsa server, sem lukkaðist misvel, þar sem að Minecraft er greinilega orðið töluvert þyngra í keyrslu síðan við vorum í þessu fyrir 10 árum. Þá leituðum við til Hetzner og fengum dedicated server sem að gekk ágætlega, þangað til að við fórum að lenda í nokkrum "planned maintenance" downtime, og einhverjar "lagfærslur" á einhverju network-related hjá þeim og avg. ping hjá notendum fór úr ~70 í ~130. Þá vorum við komnir með nóg af því veseni og fjárfestum í íhlutum af Vaktinni til að flytja serverinn bara heim til Íslands, nú þar sem lang flestir notendur okkar eru á Íslandi. Nú eru flestir með 0-5ms ping. :)

En - allavega...

Okkur langar til þess að bjóða ykkur að kubba með okkur og fyrir þá sem vilja bara hoppa beint inn þá eru allir velkomnir <3

En ef ég fæ að segja ykkur aðeins frá servernum...
Við vildum keyra "vanilla" Minecraft server, sem er ekki of frábrugðinn venjulegri spilun, án modda eða slíku. Mikið eru um servera þar sem eru bara helling af mini-games og álíka, það er ekkert þannig hjá okkur. Við viljum hafa leikinn erfiðann, svo við erum með difficulty á hard (mæli með að búa til skjöld þegar þú byrjar :megasmile ).
Þegar þú kemur fyrst þá færðu handahófskennda byrjunarstaðsetningu og þegar þú ert búinn að finna þér fallegann stað til að kalla heimili, þá er hægt að nota /sethome, og þá kemstu aftur heim ef þú villist með því að nota /home. Við erum með ágætlega virkt samfélag, seinasta mánuð hafa verið svona 10-15 að spila í einu. Óskað hefur verið eftir því að fá samastað þar sem fólk getur sett upp búðir til að skiptast á byggingarefni, vopnum eða verkfærum. Til að verða við þeirri ósk fundum við plugin sem er einsskonar "peningakerfi", þar sem peningurinn heitir Spice. Við settum svo upp annan server sem er svona "shopping district" þar sem að fólk getur sett upp búð og selt það sem það vill, og aðrir geta skoðað sig um búðirnar á fallegum götum sem eru á milli þeirra og hefur þetta fengið góðar móttökur :)
Það er svona "claim" kerfi, þar sem að þú getur afmarkað þitt eigið svæði til að sporna við skemmdarvörgum og þjófum, en á seinustu 6 mánuðum höfum við ekki séð neina skemmdarvarga (þó er leyfilegt að stela fyrir utan claim svæðis, en það er ekki hægt að stela innan við þannig svæði). Meðal-aldur spilara er töluvert hærri en maður hefði búist við af Minecraft samfélagi, langstærsti hluti spilara er 18+, en sumir foreldrar hafa verið að spila með krökkunum sínum og það er mjög krúttlegt :)

Við erum líka með Discord server þar sem að við póstum tilkynningum og tökum við hugmyndum um betrumbætingar, þar sem hægt er að auglýsa búðina sína og bara almennt spjall.
Ekki hræðast patreon roles á Discordinu, þetta er ekki einhver money-grab server, alls ekki. Þetta er einfaldlega fólk sem vildi styrkja okkur að fyrra bragði og þessvegna settum við það upp. Þar sem við borgum ekki fyrir hýsingu lengur erum við bara að safna þessu saman og fer þetta í að kaupa eitthvað næs fyrir serverinn, hvort sem það eru plugins eða aðrar þjónustur. Hér er ekkert pay-to-win að finna, já og engir loot crates, no gambling heldur. :p

Hér er invite linkur á Discordið okkar.

Það væri gaman að sjá sem flesta koma að kubba með okkur! \:D/

Mynd


Takk fyrir lesninguna, Hilmarino og Orrabaunir, fyrir SpicyVanilla.is :)

P.S... Þetta er vaktin, ætli það sé ekki best að láta server speccana fylgja með? :megasmile
CPU: Ryzen 7 3700x
RAM: 128GB DDR4 3200MHz (4x32GB)
512GB NVMe SSD fyrir stýrikerfi og annan hugbúnað (Ubuntu 20.04).
2TB NVMe SSD fyrir alla servera (Minecraft serverarnir eru nokkrir), erum líka að keyra Project Zomboid server (info á discord).
8TB HDD sem er fyrir regluleg backup.
3TB HDD .. enn ónotaður.
Off-site backup í vinnslu.
1Gbps ljós tenging, í Hafnarfirði.
Síðast breytt af Swanmark á Fös 01. Júl 2022 21:39, breytt samtals 1 sinni.


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5459
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1007
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur Minecraft server - og samfélag

Pósturaf appel » Fös 01. Júl 2022 23:58

Frábært :) ég þekkti upprunamann Minecraft Markus Person, við vorum félagar í sama leikjaforritunarsamfélagi. Á enn fyrstu útgáfuna af minecraft sem var forrituð í 4k. Hann sendi inn leiki í leikjakeppni mína í líklega 5 ár.
Síðast breytt af appel á Lau 02. Júl 2022 00:00, breytt samtals 2 sinnum.


*-*

Skjámynd

Kópacabana
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Fös 10. Jún 2022 04:51
Reputation: 10
Staðsetning: Kópacabana
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur Minecraft server - og samfélag

Pósturaf Kópacabana » Mið 01. Feb 2023 13:05

Ég næ ekki að tengjast, ég Server address "spicyvanilla.is" . Er ég að gera eitthvað rangt?

Mbk


Halldór Hrafn


Lenovo Legion Pro 16"UQHD
- 12Gen Intel i7-12700H
- 2x16GB DDR5 4800Mhz
- Samsung 2TB 990 Pro NVMe/M.2 SSD
- GeForce RTX3070 8gb


Höfundur
Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur Minecraft server - og samfélag

Pósturaf Swanmark » Sun 05. Feb 2023 12:56

Kópacabana skrifaði:Ég næ ekki að tengjast, ég Server address "spicyvanilla.is" . Er ég að gera eitthvað rangt?

Mbk


Sæll. Þú gætir verið á nýjasta version, 1.19.3. Serverinn er ennþá á 1.19.2.

Mynd

Prufaðu að velja version 1.19.2 og tengjast aftur. :)


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

Kópacabana
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Fös 10. Jún 2022 04:51
Reputation: 10
Staðsetning: Kópacabana
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Íslenskur Minecraft server - og samfélag

Pósturaf Kópacabana » Þri 07. Feb 2023 02:02

Takk


Halldór Hrafn


Lenovo Legion Pro 16"UQHD
- 12Gen Intel i7-12700H
- 2x16GB DDR5 4800Mhz
- Samsung 2TB 990 Pro NVMe/M.2 SSD
- GeForce RTX3070 8gb