Xbox One tæknilegar umræður

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf upg8 » Þri 27. Ágú 2013 14:55

Umræðan um næstu kynslóð af leikjatölvum hefur stjórnast að miklu leiti af upphrópunum og vanþekkingu á flókinni tækni. Ég vonast til að hægt sé að hefja málefnalega umræðu um efnið. Ég byrja á að koma með nokkrar athugasemdir varðandi vélbúnaðinn og síðar koma athugasemdir varðandi hugbúnaðinn.

System-on-Chip

SoC, hönnun Microsoft og AMD, áætlaður þróunarkostnaður yfir 3 milljarðar USD. Framleiðandi: TSMC
Þetta er stórt stykki, líklega stærsti SoC sem hefur verið framleitt, 5 milljarðar smára.
362 mm2 að stærð, 28nm framleisðla. 47MB innbyggt, það á enn eftir að afhjúpa ýmsa eiginleika og meðal annars hvernig þetta mikla innbyggða minni í kubbnum mun nýtast.

8 AMD Jaguar kjarnar @1,6GHz. Hugsanlega með meira cache en ágiskanir eru um.

15 örgjörvar fyrir sérhæfða grafíkvinnslu, líklegt meira custom en fólk ætlar. (samvinna ATi og Microsoft við gerð Xbox 360 umbylti GPU markaðinum.) Skjáhraðallinn er sérstaklega hannaður með "tiled resources" í huga en það er eiginleiki sem mun koma með Direct X 11.2

GPU með 1,31 TFLOPS

32MB eSRAM með 102-204 GB á sekúntu.

Hljóðvinnsla með 18GFLOPS heildargetu.

http://semiaccurate.com/2013/08/26/xbox-one-details-in-pictures/




Fyrirbyggjandi aðgerðir við ofhitnunum og bilunum

Flestir þekkja Red Ring of Death en fæstir skilja af hverju það var vandamál. 1. júlí 2006 tóku í gildi lög í ESB sem banna sölu á rafmagnstækjum sem innihalda blý. Þegar Xbox 360 var hönnuð þá var notast við hefðbundið lóðtin og flestar prófanir á vélbúnaði fóru fram með hefðbundnu lóðtini enda var það leyfilegt í flestum löndum. Skipt var um lóðtin til að forðast bann á Xbox í Evrópu en sá skaði verður seint bættur. Beinn kostnaður Microsoft vegna þessa klúðurs er yfir milljarður USD og illa laskað orðspor. (Microsoft var ekki eina fyrirtækið sem lenti illa í þessari reglubreytingu.) Lóðtinið þoldi ekki þær miklu hitasveiflur sem voru í tölvunni og lóðið fór að verða stökkt og losna frá
Allt hefur verið gert til að fyrirbyggja endurtekningu á þeim mistökum og nýja tölvan hönnuð til að halda áfram að virka þrátt fyrir ýmiskonar áföll. One er hönnuð með það í huga að hún geti verið í gangi í 10 ár. Ef einhver setur drasl yfir vélina sem hindrar loftflæðið þá eykur tölvan viftuhraðann og hægir á tölvunni í stað þessa að gera hana óvirka. Tölvan er stór til að tryggja kælingu og það er ein stór vifta sem sér um að kæla tölvuna og um leið helst hún mjög hljóðlát.




Cloud Processing

300.000 netþjónar tilbúnir að sinna netþjónustu og viðbótar reiknigetu fyrir Xbox One. Hægt er að láta netþjóna framkvæma flókna útreikninga sem þarfnast ekki rauntíma svörun svosem íbúagervigreind eða heilu sólkerfin. Það er ekki hægt að búast við að skýið bæti grafík til að byrja með en verið er að þróa ray tracing og fleira sem að lokum getur og mun skila af sér betri grafík í framtíðinni.





Stýripinninn
Yfir 100 milljónum USD var varið í að hanna stýripinnann og þá er þróunin á Kinect 2 ekki talin með. Bandvídd er allt að 250Mbps samanborið við 3Mbps hámark á Dualshock 4. Það þýðir betri hljómgæði fyrir heyrnatól og hljóðnema og betri stækkunarmöguleikar í framtíðinni, -það væri t.d. létt að smella snertiskjá á stýripinnann í framtíðinni svo óþarft væri að vera með spjaldtölvu eða síma fyrir „Smart Glass“ notkun. Það er líka 20% minni töf á merki heldur en á Xbox 360 stýripinnanum og ef USB snúra er tengd við stýripinnan þá er hægt að fá jafnvel minna delay fyrir professional tölvuleikjakeppir sem flestar banna þráðlausa spilun. Í hverjum stýripinna eru 4 titrar en það bætir við nýrri dýpt, t.d. er nú auðveldara að líkja eftir recoil á byssu.
Aftaná stýripinnanum eru IR sendar, þeir gera það létt verk fyrir tölvuna að nema nákvæma staðsetningu og halla á stýripinnanum með Kinect. Þar sem Kinect nemur IR geisla þá er óþarfi að hafa diskó-ljósa sýningu aftaná stýripinnanum líkt og hjá helsta samkeppnisaðilanum.
Stýripinninn er sérstaklega hannaður til að þola þjösnaskap og þolir það vel að honum sé dúndrað í gólfið og hefur lágmark 10 ára endingu en við eðlilega notkun líklega miklu miklu lengri.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf upg8 » Lau 31. Ágú 2013 20:47

Hugsanlega keyra þessir Jaguar kjarnar á 1,9 GHz og það er fullt af sérhæfðum örgjörvum sem minna slatta á CELL, vill einhver meiri upplýsingar eða hefur einhver eitthvað fram að færa?


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3818
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf Daz » Lau 31. Ágú 2013 22:24

Dislaimer: Eina útgáfan af playstation og xbox sem ég á er PS2.

Eru ekki rosalega fáir sem hafa áhuga á þessum tölum svona einum og sér? Þær hafa voðalega litla þýðingu, því eins og allir vita er það ekki endilega sú leikjatölva sem hefur hæstu megaflippin sem verður "besta" leikjatölvann af sinni kynslóð. (Ég bendi á Neo Geo og Dreamcast, jafnvel Saturn líka). Leikjaúrval og gæði skipta langmestu máli. (Hérna kemur svo Wiið sterkt inn sem hefur gríðarlega breidd af leikjum og svotil enga hæð. Shovelware flóðið ógurlega).



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Lau 31. Ágú 2013 22:59

Þetta er mjög einfalt, það fyrirtæki sem nær að tryggja sér bestu leikina og devs selja fleiri vélar. En það er alltaf gaman að bera saman raw power á þessum vélum.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf GuðjónR » Lau 31. Ágú 2013 23:05

upg8 skrifaði:Hugsanlega keyra þessir Jaguar kjarnar á 1,9 GHz og það er fullt af sérhæfðum örgjörvum sem minna slatta á CELL, vill einhver meiri upplýsingar eða hefur einhver eitthvað fram að færa?


Er ekki hægt að fá farsíma með öflugri örgjörva? :-k



Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf upg8 » Sun 01. Sep 2013 12:42

Það kom jafnvel til greina að notast yrði við ARM örgjörva í next gen vélar en x86 er það miklu öflugara að það var ekkert vit í öðru en að velja x86. Xbox 360 var 3,2GHz en þó förum við ekki að halda að hún sé afkastameiri en Xbox One. PowerPC eiga enn við sama hitavandamálið og varð til að Apple hættu að nota þá svo lítið vit var í að notast við þá. Það gagnast ekkert að skoða GHz nema það sé verið að bera saman örgjörva sem vinna svipað.

1,9GHz er betra en 1,6GHz sem var áætlað fyrir PS4 og Xbox One, það kom í tal eftir kynninguna á Hot Chips ráðstefnunni útfrá því hvernig vinnsluminninu er uppstillt en það hefur ekki fengist staðfest.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


svanur
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 01:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf svanur » Þri 03. Sep 2013 21:50

Tek enga sénsa versla Xbox One Day one. Sorglegt MS gefi neytendum ekki val. Val um Xbox One án Kinect 2.0. sem allir auðvitað vilja.
Þessi kynning í maí en geymd en ekki gleymd. Svo gætu þeir alveg eins komið með DRM takmarkanir aftur seinna.
Hverjar eru líkurnar Xbone lendi eins oft í RROD eins og Xbox 360 gerði fyrtstu árin ? Spennandi sjá bilanatíðni xbone vs ps4.

Allar umræður sem ég hef lesið um Xbone vs PS4 segja PS4 öflugri vél þó þær séu mjög sambærilegar að getu.

Svo þarf Xbox Gold áskriftin bjóða uppá meira en bara online spilun, hafa meira value. Án Gold kemstu ekki einu sinni Netflix. Ekki heldur Twitch seinna til taka upp.
Finnst Gold ekki samkeppnishæft við t.d. PS Plus í dag. Gold verður must á Xbone, getur lítið gert án þess.
Finnst MS hafa útskýrt þetta "cloud" rosalega illa. En fáum sjá nánari mynd af Xbox One eftir 1-2 ár.




Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf Gassi » Mið 04. Sep 2013 00:33

svanur skrifaði:Tek enga sénsa versla Xbox One Day one. Sorglegt MS gefi neytendum ekki val. Val um Xbox One án Kinect 2.0. sem allir auðvitað vilja.
Þessi kynning í maí en geymd en ekki gleymd. Svo gætu þeir alveg eins komið með DRM takmarkanir aftur seinna.
Hverjar eru líkurnar Xbone lendi eins oft í RROD eins og Xbox 360 gerði fyrtstu árin ? Spennandi sjá bilanatíðni xbone vs ps4.

Allar umræður sem ég hef lesið um Xbone vs PS4 segja PS4 öflugri vél þó þær séu mjög sambærilegar að getu.

Svo þarf Xbox Gold áskriftin bjóða uppá meira en bara online spilun, hafa meira value. Án Gold kemstu ekki einu sinni Netflix. Ekki heldur Twitch seinna til taka upp.
Finnst Gold ekki samkeppnishæft við t.d. PS Plus í dag. Gold verður must á Xbone, getur lítið gert án þess.
Finnst MS hafa útskýrt þetta "cloud" rosalega illa. En fáum sjá nánari mynd af Xbox One eftir 1-2 ár.



Það eru engar líkur á að þeir fari hægt út í hitt aftur þetta next gen, ekki með always online og check in every 24 hrs því þá eru þeir þar með búnir að skemma vélina fyrir fullt af fólki sem kemst ekki constant á netið en keyptu sér engu að síður vél og kíkja kannski af og tikl.



Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf upg8 » Mið 04. Sep 2013 07:47

1,75GHz staðfest.

@svanur ég fór mjög vel yfir RROD vandamálið, það eru mun meiri líkur á að PS4 endi uppi með slík vandamál þar sem þeir eru að troða öllu í ótrúlega lítinn kassa með PSU og öllu.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

Skjámynd

Höfundur
upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One tæknilegar umræður

Pósturaf upg8 » Fös 06. Sep 2013 11:36

Albert Penello um aflsmuni vs afköst. There is no way we’re giving up a 30%+ advantage to Sony.
http://www.youtube.com/watch?v=8QrZP0AmUvk

8 Stýripinnar geta tengst tölvunni í einnu fyrir t.d. íþróttaleiki, Kinect skinjar 6 manns.

Allt að 16 geta tengst með Smart Glass... Smart Glass virkar með Android, iOS, Windows Phone, Windows 8 og RT...
http://www.engadget.com/2013/09/06/xbox-one-smartglass-interview/


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"