Hélt að þetta væri bara displayport snúran sem væri dauð, þannig ég fór og keypti nýja og hún virkaði ekki heldur þannig ég fór og googlaði betur og fann lausnina þar.. getur prófað þetta áður en þú ferð aftur með tölvuna til þeirra.. sakar allavegannna ekki að prófa

Slökktu á tölvunni
taktu powersnúruna úr tölvunni
taktu skjáinn úr sambandi við tölvuna (allt í lagi að displaysnúran sé tengd ennþá í skjáinn, bara taka úr tölvunni)
taktu powersnúruna úr skjánum (ekki taka úr millistykkinu, bara aftaná skjánum sjálfum)
bíddu í 15mínútur
settu powersnúruna á skjánum í samband og tengdu svo skjáinn við tölvuna.
settu powersnúruna í samband við tölvuna.
kveiktu á tölvunni.
þetta svínvirkaði fyrir mig og ég hef ekki hugmynd af hverju
