Síða 1 af 1

Vantar aðstoð við að setja saman tölvu á Austurlandi

Sent: Fös 29. Sep 2017 18:59
af semper
Ég keypti slatta af flottum uppfærsluhlutum handa unglingnum mínum á Reyðarfirði. MB, örgjörva, Minni, M2 Hd. Skjákort og kælingu á örrann. Ég sett þetta saman og allt for í gang, nema það kom upp No Signal melding á skjáinn. Við skiptum um skjákort og snúru, sama vandamál. Ég setti svo gamla gumsið aftur í, því ég var brunninn inni á tíma. Viti menn, sama villumelding. Þannig að það var ekkert að samsetningunni á uppfærslunni. Mér dettur helst í hug að startup HD hafi bilað, enda eldgamall. Nú er stráksi með gömlu tölvuna (sem pabbi eyðilagði, haha) sem ekki virkar og svo fullt af nýjum íhlutum í ofurturn sem ekki vannst tími til að klára. Getur einhver dregið okkur að landi :?:

Re: Vantar aðstoð við að setja saman tölvu á Austurlandi

Sent: Fös 29. Sep 2017 19:24
af Baldurmar
Ef að það kemur "No signal" þá er hún líklega ekki að ræsa sig.
Eru viftur að snúast ? Ef ekki, er líklegt að aflgjafinn sé eitthvað að slappast / sé farinn til guðs :fly

Þú ættir að sjá "No bootable drive" eða svipað því þegar harði diskurinn er farinn. En þá kæmi samt mynd á skjáinn

Hljómar heimskulega, en ertu alveg viss að snúrurnar úr skjánum sé rétt tengdar ?

Er séns að það sé input stilling á skjánum og að hann sé óvart á DVI eða DP en ætti að vera á HDMI (eða öfugt)?

Eru power snúrur í skjákortið örugglega tengdar? ef að aflgjafinn er modular t.d er auðvelt að gleyma að tengja þær.

Re: Vantar aðstoð við að setja saman tölvu á Austurlandi

Sent: Fös 29. Sep 2017 19:24
af Baldurmar
--óvart 2x--