Smá marantz vandamál - PM-7000


Höfundur
toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Smá marantz vandamál - PM-7000

Pósturaf toybonzi » Mið 26. Júl 2017 12:34

Sælir.

Ég er að lenda í því að hljóðið virðist vera mun lægra öðru megin og stundum brakar þegar maður hreyfir við balance takkanum.

Annað virkar 100%, volume, skipta á milli tækja osfrv.

Einhver hugmynd hvað þarna getur við að eiga og þá hvað er hægt að gera?



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 119
Staða: Ótengdur

Re: Smá marantz vandamál - PM-7000

Pósturaf Hauxon » Mið 26. Júl 2017 15:02

Ég lagaði svona vandamál í eldri Pioneer magnara hjá mér með því að sprauta contact spreyi í alla takkana og hreyfa þá aðeins til að dreyfa efninu.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4930
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 861
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smá marantz vandamál - PM-7000

Pósturaf jonsig » Mið 26. Júl 2017 15:25

Þú gætir þurft að sprauta inn í balance takkan ef hann er ekki digital þar að segja, og nota contact cleaner án feiti. Það er auðvelt að gera hlutina verri með smur-hreinsi týpunum ef maður er ekki 100% á hvað maður er að gera.




Höfundur
toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Smá marantz vandamál - PM-7000

Pósturaf toybonzi » Mið 26. Júl 2017 18:43

Sprautaði (mokaði) DeoxIT DN5 inn í balance takkann og hamaðist á honum eins og ég veit ekki hvað....virkar fínt núna :)

Núna vantar mig bara góða hátalara til að klára dæmið (er að keyra á gömlum Wharfdale diamond) :)