Síða 1 af 1

bjargað

Sent: Mán 12. Sep 2016 00:56
af Helgi350
bjargað

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 08:56
af GuðjónR
Hvernig fórstu að þessu? Að hella yfir lyklaborðið er eitt en að hella yfir móðurborðið sem væntanlega er í lokuðum tölvukassa er „whole new level“.

Ef ég ætti að hreinsa klístrað móðurborð sem væri hvort sem er ónýtt ef ekkert yrði gert þá myndi ég strípa það alveg og taka úr kassanum, prófa að hella spritti eða hreinsuðu bensíni yfir klístrið og sjá hvort að nái að leysa upp og þá þerra það af. Ef það virkar ekki þá er spurning um að láta volgt vatn renna á staðinn sem þú sullaðir yfir, ég veit að vatn og tölvubúnaður eiga ekki samleið en kannski hefurðu engu að tapa þarna. Ef þú nærð að skola þetta í burtu þá myndi ég enda á því að setja móðurborð í ofnin (EKKI örbylgjuofninn samt) stilla hann á 80c og blástur og leyfa móðurborðinu að þorna þar næstu fjórar klukkustundirnar að minnsta kosti. Þegar þú ert 100% viss um að allt klístur sé farið og móðurborðið alveg þurrt þá geturðu sett það aftur í kassann.

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 09:01
af Urri
ath það er batterí á móðurborðinu fyrir klukku og svoleiðis er ekki alveg viss hvort það sé nóg til að ná að steikja móðurborðið en allanvegana taka það úr áður en þetta er gert.

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 09:04
af Helgi350
GuðjónR skrifaði:Hvernig fórstu að þessu? Að hella yfir lyklaborðið er eitt en að hella yfir móðurborðið sem væntanlega er í lokuðum tölvukassa er „whole new level“.

Ef ég ætti að hreinsa klístrað móðurborð sem væri hvort sem er ónýtt ef ekkert yrði gert þá myndi ég strípa það alveg og taka úr kassanum, prófa að hella spritti eða hreinsuðu bensíni yfir klístrið og sjá hvort að nái að leysa upp og þá þerra það af. Ef það virkar ekki þá er spurning um að láta volgt vatn renna á staðinn sem þú sullaðir yfir, ég veit að vatn og tölvubúnaður eiga ekki samleið en kannski hefurðu engu að tapa þarna. Ef þú nærð að skola þetta í burtu þá myndi ég enda á því að setja móðurborð í ofnin (EKKI örbylgjuofninn samt) stilla hann á 80c og blástur og leyfa móðurborðinu að þorna þar næstu fjórar klukkustundirnar að minnsta kosti. Þegar þú ert 100% viss um að allt klístur sé farið og móðurborðið alveg þurrt þá geturðu sett það aftur í kassann.


Xpredator 3 kassi, það eru airvents útum allt ofan á kassanum sem eru opinn, fór bakvið móðurborðið, þannig allir íhlutir eru í lagi, búinn að prófa hvern fyrir sig.
Enn takk, Pantadi mer svosem nytt, enn væri samt gaman ad geta bjargað þessu alveg 30þ kr móðurborð. Prófa þetta

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 09:06
af Helgi350
Urri skrifaði:ath það er batterí á móðurborðinu fyrir klukku og svoleiðis er ekki alveg viss hvort það sé nóg til að ná að steikja móðurborðið en allanvegana taka það úr áður en þetta er gert.


Tók það strax úr um leið og þetta gerðist, ásamt öllum ílhutum

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 09:13
af Benzmann
Notaðu Hreinsað Bensín og eyrnapinna til að þrífa móðurborðið, og vonaðu að engar rásir hafi brunnið.

færð hreinsað bensín í næsta apóteki, frábært til að fjarlægja allt klístur etc...

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 09:31
af Helgi350
Benzmann skrifaði:Notaðu Hreinsað Bensín og eyrnapinna til að þrífa móðurborðið, og vonaðu að engar rásir hafi brunnið.

færð hreinsað bensín í næsta apóteki, frábært til að fjarlægja allt klístur etc...


Hvað mæliru svo með að þurrka það lengi og bara leyfa því að standa eða ofn eða eitthvað þannig?

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 09:53
af Benzmann
Helgi350 skrifaði:
Benzmann skrifaði:Notaðu Hreinsað Bensín og eyrnapinna til að þrífa móðurborðið, og vonaðu að engar rásir hafi brunnið.

færð hreinsað bensín í næsta apóteki, frábært til að fjarlægja allt klístur etc...


Hvað mæliru svo með að þurrka það lengi og bara leyfa því að standa eða ofn eða eitthvað þannig?



þarft svosem ekki að hafa áhyggjur af því, þetta efni gufar upp mjög hratt, gufar upp með því að blása á það.

bara ekki skvetta því yfir móbóið, heltu frekar smá í litla skál og dýfðu eyrnapinnanum ofan í. og strjúktu svo yfir móbóið

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 10:17
af mundivalur
Þegar þú ert búinn að þvo það þá er best að setja það í þurrkarann :D
Mynd

Re: Hellti yfir borðtölvu

Sent: Mán 12. Sep 2016 11:07
af worghal
Félagi minn helti fína romminu mínu yfir tölvuna sína á lani og sló öllu út. Ég náði að rífa allt úr og þurka en þar sem romm er 98% sykur þá var nóg af klístri. Náði svo klístrinu af, sem var að mestu á skjákortinu, með aótthreinsispritti og eyrnapinnum. Þetta tók svona 30 mín og svo vorum við aftur good to go og kvöldið hélt áfram :D