Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj


Höfundur
SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf SolviKarlsson » Mið 11. Mar 2015 18:08

Sælir kæru vaktarar!
Um daginn var ég fenginn í það verk að rykhreinsa og strauja tölvuna hjá einum félaganum mínum þar sem ég hef gert það þó nokkuð oft áður.
En eftirá lenti ég í einu mjög skrítnu að tölvan sá ekki batterýið. Kom bara upp mynd af batterýi og rautt X yfir neðst í taskbarinu.

Þetta er Sony Vaio S-series tölva með Windows 7, man ekki nákvæmara vörunúmer að svo stöddu. Eru einhverjir sérfæðingar í þeim sem geta sagt mér hvað ég hef gert?
Ég opnaði hana aftur og allt sem tengdi batterýið við móðurorðið var heilt og ég mun henda rafmagnsmæli á batterýið á eftir, athuga hvort ég sé einhverjar asnalegar tölur.

Endilega ef þið hafið einhverjar uppástungur eða frekari spurningar(ég gæti hafa farið framhjá einhverju), hendið þeim í svar hérna niðri!

Fyrirfram þakkir,
Sölvi


No bullshit hljóðkall

Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2766
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 123
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf zedro » Mið 11. Mar 2015 19:29

Virkar tölvan á rafhlöðunni? Er þetta ekki kerfið að segja að rafhlaðan er kominn á aldur?


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1254
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 140
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf Minuz1 » Mið 11. Mar 2015 19:38

Einhver sony hugbúnaður sem er notaður til að monitora batterýið?
Kannski virkar ekki "monitorið í windows" ef þú ert ekki með það inni.

/brainfart


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


Höfundur
SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf SolviKarlsson » Mið 11. Mar 2015 19:52

zedro skrifaði:Virkar tölvan á rafhlöðunni? Er þetta ekki kerfið að segja að rafhlaðan er kominn á aldur?


Batterýið var fínt fyrir hreinsun, og þetta er ekki of gömul tölva, svo ég held að það sé ólíklegt þar sem þetta kom líka upp bara eftir hreinsun.


No bullshit hljóðkall

Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf C2H5OH » Mið 11. Mar 2015 20:01

Lenti í þessu sama með packard bell tölvu hjá mér, tölvan hlóð aldrei inn á batteríið aftur, þurfti að kaupa nýtt batterí og það virkaði fínt



Skjámynd

brain
vélbúnaðarpervert
Póstar: 976
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 134
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf brain » Mið 11. Mar 2015 22:30

Var rafhlaðan í tölvuni á meðan þú ryksugaðir ?




Höfundur
SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf SolviKarlsson » Mið 11. Mar 2015 23:12

brain skrifaði:Var rafhlaðan í tölvuni á meðan þú ryksugaðir ?

Nei, ég tók það úr, það fyrsta sem ég geri. Þarf líka að fjarlægja það til að komast í mikilvægar skrúfur.


No bullshit hljóðkall

Skjámynd

johnnyb
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 12. Jún 2009 11:49
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf johnnyb » Fim 12. Mar 2015 07:54

Opnaðir þú fartölvuna? Gæti verið vír í sundur inní vélinni.

Sumar vélar þurfa driver fyrir batteríið

Ertu buinn að fara yfir alla driver er kanski einhver unknown?


CIO með ofvirkni


Höfundur
SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf SolviKarlsson » Fim 12. Mar 2015 13:09

johnnyb skrifaði:Opnaðir þú fartölvuna? Gæti verið vír í sundur inní vélinni.

Sumar vélar þurfa driver fyrir batteríið

Ertu buinn að fara yfir alla driver er kanski einhver unknown?

Ég opnaði tölvuna aftur til að athuga tengingu batterýsins og ég sá ekkert athugavert við það, ég setti aftur upp Windows sem var af recovery disk sem fylgdi tölvunni og á því var fullt af þessu skemmtilega fartölvu forritum og driverum sem instölluðust með, svo ég bjóst ekki við að ég þyrfti að sækja auka driver fyrir batterýið.

Komst ekki að tölvunni í gær, vonandi í dag. Haldið áfram að henda inn uppástungum um hvað ég skal skoða!

Takk allir!


No bullshit hljóðkall

Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 682
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Reputation: 46
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf flottur » Fim 12. Mar 2015 15:32

Hvernig sony tölva er þetta?

Ég á Sony Vaio og eftir að ég straujaði vélina fann hún ekki rafhlöðuna, það var víst eitthvað forrit/driver sem vantaði eða ég var með vitlaust forrit/driver í henni.


Lenovo Legion dektop.


Höfundur
SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf SolviKarlsson » Fim 12. Mar 2015 16:08

flottur skrifaði:Hvernig sony tölva er þetta?

Ég á Sony Vaio og eftir að ég straujaði vélina fann hún ekki rafhlöðuna, það var víst eitthvað forrit/driver sem vantaði eða ég var með vitlaust forrit/driver í henni.


Þetta er Vaio s-serie tölva, man ekki alveg nákvæmara nafn á henni, hvar finn ég þessi forrit/drivera?


No bullshit hljóðkall

Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 682
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Reputation: 46
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Tölva skynjar ekki batterý eftir rykhreinsun+strauj

Pósturaf flottur » Fim 12. Mar 2015 17:05

Yfirleitt á sony.com

Hef oftast skrifað nafnið á tölvuni og módel númerið og þar beint fyrir aftan hef ég skrifað drivers
Sem sagt: sony vaio xxx drivers


Lenovo Legion dektop.