Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Skjámynd

Höfundur
Legolas
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Reputation: 2
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf Legolas » Fim 12. Feb 2015 08:15

Nördinn ehf er víst gjaldþrota https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/5901090960
Ég er með bilaða vöru frá þeim sem er í ábyrgð og veit ekki hvert ég á að snúa mér í þessu.

Öll ráð er vel þegin :cry:


INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf Klemmi » Fim 12. Feb 2015 08:46

Hvaða vara er þetta?

Eftir því sem ég bezt veit er lögbundinn réttur þinn farinn út um gluggann, en hins vegar er spurning hvort að þeir sem stóðu að Nördinum geti eitthvað aðstoðað þig. Annars geturðu skoðað með alþjóðlega ábyrgð, ef þetta er dýr vara, upp á að senda hana út í ábyrgðarviðgerð.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 12. Feb 2015 08:50

Ef þetta er Toshiba þá tók Tölvutek yfir ábyrgðarviðgerðir á þeim (að einhverju leyti amk) þegar nördinn lagðist af. Getur prófað að heyra í þeim.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re:

Pósturaf Klemmi » Fim 12. Feb 2015 09:03

KermitTheFrog skrifaði:Ef þetta er Toshiba þá tók Tölvutek yfir ábyrgðarviðgerðir á þeim (að einhverju leyti amk) þegar nördinn lagðist af. Getur prófað að heyra í þeim.


Tölvulistinn hefur líka lengið verið með ábyrgðarviðgerðir á Toshiba :)

Annars er einmitt spurning hvort að þetta sé mögulega vara sem þeir hafa keypt af heildsala innanlands, sem gæti þá mögulega tekið í ábyrgð.



Skjámynd

Höfundur
Legolas
Geek
Póstar: 818
Skráði sig: Fim 22. Júl 2004 22:18
Reputation: 2
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf Legolas » Fim 12. Feb 2015 10:11

Ok þetta er Mede8er sjónvarps flakkari með 5 ára ábyrgð segir nótan. Ég get ekki ímyndað mér hvert ég ætti að snúa mér.


INTEL Core QuadCore i5-6600k @4.3GHz : GIGABYTE Z170x-Gaming 3 G1 (Skylake) : GIGABYTE GTX1060 G1 GAMING 6GB :
CORSAIR Vengeance LPX 2x8GB DDR4 3.000MHz : BenQ EX3501R
+ DELL P2714H

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7064
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf rapport » Fim 12. Feb 2015 11:47

Var ekki Att eða Start með þessa flakkara á sínum snærum?

En hvort það verður ábyrgðaviðgerð eða $$$ viðgerð er stóra spurningin...



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2103
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf DJOli » Fim 12. Feb 2015 14:03

Hafðu bara samband við neytendasamtökin og spurðu ;)


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2295
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 388
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 12. Feb 2015 14:17

Þetta er eitthvað sem að þú átt eftir að sitja uppi með, þar sem fyrirtækið er farið í þrot.

Það er enginn umboðsaðili fyrir þetta merki á Íslandi, þótt eitthverjar verslanir hafi verið að selja nokkur eintök af því.

Því miður.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf Klemmi » Fim 12. Feb 2015 14:28

Hvers virði er þessi græja?

Ef þú telur að það sé meira virði en ca. 3-4þús króna að fá hana viðgerða, þá geturðu haft samband við support@mede8er.eu og spurt hvort að þeir bjóði upp á RMA frá Íslandi. Oftast er það þannig að þú borgar þá sendingarkostnaðinn út og þeir senda svo viðgerðan hlut á sinn kostnað til baka. Skv. heimasíðunni eru þeir staðsettir í Hollandi



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf tanketom » Fim 12. Feb 2015 18:52

Eru sjónvarpsflakkarar ekki bara verða úreldir? þetta er allt í sjónvarpinu sjálfu nú til dag eða öðrum tækjum sem virka betur og endast mun lengur


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf Dúlli » Fim 12. Feb 2015 18:56

tanketom skrifaði:Eru sjónvarpsflakkarar ekki bara verða úreldir? þetta er allt í sjónvarpinu sjálfu nú til dag eða öðrum tækjum sem virka betur og endast mun lengur

Málið hjá honum snýst ekki um það, það snýst um það að fyrirtæki er farið á hausinn og hann er með vöru í ábyrgð hjá þeim. :happy



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Nördinn gjaldþrota. Hvað með ábyrgð?

Pósturaf pattzi » Fim 12. Feb 2015 22:07

tanketom skrifaði:Eru sjónvarpsflakkarar ekki bara verða úreldir? þetta er allt í sjónvarpinu sjálfu nú til dag eða öðrum tækjum sem virka betur og endast mun lengur



Er með 2 tb sjónvarpsflakkara konan notar hann mikið

Annars er tölvan svo sem líka tengt í sjónvarpið..