Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 18:04

Í lok júlí kaupi ég mér Xcover active 2 síma, Ég var að fara til kenya í 3 vikur og vildi halda sambandi við fólkið heima.
Ég vissi að það myndi vera mjög rakt umhverfi og þessvegna vildi ég ekki taka með mér dýran/viðkvæman síma.


Kl. 10 að kvöldi til nokkrum tímum í flug er ég að borða í smáralindinni og þá byrjar síminn að flökkta(video)
Ég hugsaði með mér að ef þetta verður ekki búið að versna þegar ég er á leið út á flugvöll þá tek ég hann bara með mér og sendi í ábyrgð þegar ég er kominn aftur.
Sem ég geri.


Úti í kenya fór síminn tvisar í vatn. 10 mínútur circa í senn og leyfði honum að þorna á handklæði eftir á.
Passaði að öll port væru lokuð, Enn usb portið var opið á næturnar til að hlaða.


Ég fæ svo skilaboð um að hann sé vatnsskemdur, S.s. ekkert opnað bara tekið mynd og bæ.

Mynd
Mynd



Þegar þetta video er tekið var hann 0X búinn að fara í vatn.



Þetta er svar sem ég fæ svo frá þjónustuaðilanum.
'Þar sem skrúfurnar eru ryðgaðar þá er augljóst að tækið hefur orðið fyrir talsverðu vatnstjóni. Síminn er aðeins varinn ef öll port eru lokuð það er augljóst að annaðhvort hafa port verið opin eða síminn farið á of mikið dýpi.'

Báðar sundlaugarnar(hotel pools) voru hæf fyrir börn, s.s. alls ekki djúpt síminn var ekki lengi ofan í.
Mér þykir líklegt að það hafi hreinlega legið einhvað af vatni á skrúfunum því það lekur strax inná þær.
Getur séð að það skrúfurnar batterysmeginn eru eins og nýjar.

Eru þá þessar skrúfur ekki bara rekstrarvara, Eða það hlýtur að vera ef það er gert ráð fyrir sliti á þeim?

Hérna fer hann í glas og er með blautar skrúfur þegar hann kemur uppúr.


Þetta "corrosion" á hleðslustæðið hefur 0 áhrif á virkni símans, Og er í raun bara rakinn í loftinu s.s. bílar ryðga þótt þeir standi inni.
Ég allavega þurfti að sofa með viftuna í gangi og vaknaði rennblautur nánast þrátt fyrir það.
ég myndi skilja þetta ef síminn væri ónýtur vegna þess að það hefur lekið innáhann útfrá skrúfunum eða að hann hlaði sig ekki.

Enn hérna er verið að segja mér að þetta er "augljóst" á mína ábrygð.


Ég spyr hvað er í stöðunni fyrir mig? Hvað get ég gert í þessu? hafa samband við samsung ytra?
Ég fékk mér HTC one fljótlega eftir að ég kom heim þannig að ég þarf svosem ekkert á símanum að halda, mér finst þetta bara lélegt.

Edit:

Ég fór með símann í viðgerð rúmlega 3 vikum eftir kaup, s.s. keypti hann rétt áður enn ég fór og setti hann í viðgerð rétt eftir.
Furða mig samt á því að skrúfur getir casually ryðgað svona svakalega á 3 vikum og sætti mig alveg við að þurfa skipta þeim út.



Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf tanketom » Fös 29. Nóv 2013 19:53

Þetta finnst mér jafn hlægilegt og það er nú leiðinlegt.. Ég á samsung galaxy s3 sem tja ég hef misst nokkrum sinnum úti þegar ég var að vinna, braut skjáinn á endanum en endalega drap hann með að setja hann í þvottavélina að ég hélt :sleezyjoe ég hafði gleymt að taka siman úr vasanum á buxonum og sett á stað, þegar ég fór svo að leita af simanum nokkrum minotum síðar og prufa hringja í hann úr heimasímanum og elti hljóðið sem var mjöög dauft, þá sé ég ljós inní þvottavélinni :face ég gat ekki opnað vélina þar sem hún var full af vanti og þurfti að stilla á tæmingu og bíða, svo þegar ég gat loks opnað vélina þá ríf eg síman í sundur og smelli honum á ofnin og vonaði að hann hefði sloppið en ég prófaði svo daginn eftir að smella honum í gang og virkaði fínt nema að ekki var hægt að hringja úr honum, sýndi ekkert signal.. Prófaði að fara með hann í nova og sjá hvað þeir myndu segja og fékk ég símtal 2 vikur seinna sem þar sem mér var sagt að hann væri rakaskemdur og þar af leiðandi ónýtur. Ég hugsaði með sjálfum mér nokkrum vikum seinna jæja ég get þó notað hann til þess að vafra á netinu heim eða slík en svo tek ég eftir að það er komið signal aftur! smellu simkortinu í og virkar eins og hann á að gera! Ég keypti nýjan skjá á ebay fyrir 13k og virkar dúndur fínt! Þar má segja að þetta sé svokallaður snjallsími :japsmile lagar sig sjálfur ef að þessir ''viðgerðarmenn'' geta það ekki. Ég myndi ráðleggja þér að smella honum í hrísgrjónapoka í 1-2 vikur og sjá hvort að hann verði góður eftir það. Þeir eru bara vonast til að þú kaupir annan síma og reyna gera allt til að komast hjá því að laga hann


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do

Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 20:01

Ég var svosem búinn að spá í að gera þetta sjálfur, líklegast bara laus ribbon kapall.

Enn þetta er ekkert vatnskemmdur sími, Hann er auglýstur sem IP67 og þeirra sönnunn á að það eigi ekki við er 'augljóst'
Þegar ég kom með videoið þarna að ofan þar sem sést í lok eftir smá skvettu að vatn fer léttilega undir bakhliðina þannig að skrúfurnar eru hannaðar til að rýrna. Þetta væri vatnskemmd(út af skrúfum) ef innri skrúfurnar þarna hjá batterýinu sýndu merki ryðs enn þær eru eins og nýjar.
Þá var mér bara sagt að niðurstöðunni yrði ekki breytt. ég á s.s. bara að hypja mig, og geri það væntanlega með frekari kaup.

Hvernig eru lög er sönnunarábyrgðin á þeim? Mér finst þetta mjög ílla gert, að ég sé látinn borga 3500kr fyrir 2 myndir af símanum þeir opnuðu hann ekki einusinni.

Síminn fór ekki umfram þessi mörk sem hann er settur á þá hlýtur hann að vera í ábyrgð og þá gallaðar skrúfur?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf tdog » Fös 29. Nóv 2013 20:40

Síminn er IP67 ef hann þolir að vera í 15mín undir á eins meters dýpi, einu sinni.

En ef að síminn er í ábyrgð þá er það þeirra að sanna að gallinn hafi komið til vegna óeðlilegrar notkunar.

Síminn er auglýstur sem ryk- og vatnsþéttur og því telst það eðlileg notkun að hann komist í snertingu við vatn. Þú sérð einnig að skrúfurnar ryðguðu eru fyrir utan þéttikantinn sem umlykur batteríið en skrúfurnar fyrir innan þéttikantinn eru ólaskaðar. Það er heldur engin spansgræna á snertunum fyrir innan þéttikantinn og því hefur vatn ekki komist inn fyrir þéttikantinn og orsakað óeðlilega virkni. Ef að síminn hefði orðið fyrir talsverðu vatnstjóni væru skrúfurnar fyrir innan þéttikantinn ryðgaðar.

Varðandi USB portið, þá gæti þessi ryðblettur verið tilkominn vegna þess þú hefur skroppið í sjóinn og saltvatn smitast á símann þegar þú hefur skoðað klukkuna.



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 21:02

tdog skrifaði:En ef að síminn er í ábyrgð þá er það þeirra að sanna að gallinn hafi komið til vegna óeðlilegrar notkunar.

Takk æðislega fyrir svarið,Enn veistu hvernig ég sný mér ef að þeirra sönnun er "augljóslega"
Þarf ég lögfræðing?

Þetta er í raun fyrsta skiptið sem ég er að lenda í því að fyrirtæki svíni yfir mig og veit ekkert hvernig ég fer að þessu.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf tdog » Fös 29. Nóv 2013 21:15

Ræddu bara við þá á rólegu nótunum og bentu þeim á að ef rafeindabúnaðurinn í símanum hefði orðið fyrir skemmdum þá hefðu skrúfurnar fyrir innan þéttikantinn ryðgað líka, því þéttikanturinn er til þess að vernda rafeindabúnaðinn.

Ef að það gengur ekki, þá eru Neytendasamtökin góður næsti leikur.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf lukkuláki » Fös 29. Nóv 2013 21:36

Vil bara benda þér á af gefnu tilefni að þetta hefur ekkert með Elko að gera þó svo að þeir hafi vissulega selt þér síma.
Þeir ráða ekki neinu um viðgerðina á honum Elko er bara söluaðili ekki umboð


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 21:42

lukkuláki skrifaði:Vil bara benda þér á af gefnu tilefni að þetta hefur ekkert með Elko að gera þó svo að þeir hafi vissulega selt þér síma.
Þeir ráða ekki neinu um viðgerðina á honum Elko er bara söluaðili ekki umboð


Enn er ábyrgðin ekki á elko? Þarf ég að eltast við einhvern niðrí bæ?
Nei meina hvernig dílar maður við svona,
Sæll Júlíus
Ég sendi fyrirspurn á Tækinvörur og þetta er svarið sem ég fékk:



Þar sem skrúfurnar eru ryðgaðar þá er augljóst að tækið hefur orðið fyrir talsverðu vatnstjóni. Síminn er aðeins varinn ef öll port eru lokuð það er augljóst að annaðhvort hafa port verið opin eða síminn farið á of mikið dýpi. Persónulega út frá myndum af skemmdum myndi ég reikna með að tengi hafi ekki verið lokuð. Tæknimaður hefur ekki talið ástæðu til að taka frekari myndir enda nægir þetta til að dæma tækið óviðgerðarhæft. En síminn er líklega allur bleytuskemmdur þ.á.m skjárinn víst að bleyta er komin í skrúfurnar.


Kveðja X
Tæknivörur

S.s. gæjinn í videoinnu sem lokaði öllu bersýnilega og kom uppúr blautur á skrúfusvæði var að gera þetta vitlaust?
Það var enginn að hlusta á það sem ég var að reyna segja þeim. Og ég er fúll.
"enda nægir þetta til að dæma tækið óviðgerðarhæft. "
Er þetta virkilega staðan í dag?

Sendi þetta svo á annan einhvern stjóra sem mér var bent á.
Ég er búinn að vera í samskiptum við elko út af "Samsung galaxy Xcover 2"

S.s. ég fæ frá "Tæknivörum"
skilaboð um að vandamál í skjá sé vegna bleytu því skrúfurnar eru ryðgaðar.

Þetta lýsir sér eins og skjákapalinn sé laus, s.s. ýtir laust ofarlega á miðju skjás þá lagast þetta.
Ég tók fyrst eftir þessu 12 Klst áður enn ég fór í flug og það var búið að loka elko, Ég keypti hann til að nota úti og hann sinnti sínu starfi konunglega þótt skjárinn væri flöktandi.

Getur séð símann í grunnu vatni hérna.
http://www.youtube.com/watch?v=AEMAZosUiRY

Síminn ver bara battery og því er hann "rated IP 67" enn ekki 100% vatnsheldur.

http://i-cdn.phonearena.com/images/revi ... iew-03.jpg

Síminn hefur einu sinni held ég farið 100% í vatn og alls ekki lengi, Enn hann var notaður í miklum raka í 3 vikur. Ég fór með ABC samtökunum til Kenya, Umhverfi þar sem bílar ryðga þótt ekkert rigni.

Ég vill bara að þetta sé almennilega gert, Ég hef ekkert á móti því að borga enn þetta þarf bara að vera almennilega gert.

Hann hefur ekki snert síman að innan sem mér finst skítt því þetta þarf alls ekki að þýða að vatn hafi farið inná hann. getur t.d. þýtt að það hafi verið einhverjir dropar á sjálfum skrúfunum.


Ég myndi helst vilja að þið senduð hann aftur og hann yrði ljósmyndaður almennilega. Þá er hægt að ganga úr skugga um þetta.


Svar frá aðila B
Sæll Júlíus

Niðurstaða Tæknivara er fengin að vel athugðu máli. Því miður fundust rakaskemmdir í símanum sem ekki er hægt að rekja til framleiðslugalla.
Síminn er þannig gerður að ekki er hægt að skipta um einstaka hluta hans nema að eyðileggja síman. Síminn er vissulega gerður til að þola ýmislegt
en vissulega getur tækið skemmst eins og hefur því miður gerst í þínu tilfelli.

því er eftir sem áður niðurstaðan sú sama.


Sendi aftur pirraður því hann segir "að ekki er hægt að skipta um einstaka hluta hans nema að eyðileggja síman. " sem á alls ekki við þennan, kanski iphone.
og jafnvel þó þá er það á þeirra ábyrgð.
Er búið að senda símann aftur? Er búið að taka myndir af inri búnað? Ef ekki eru þessar niðurstöður ómarktækar. Og enn og aftur hafna ég þessari niðurstöðu því síminn hefur ekki verið notaður umfram það sem hann á að þola.

Þú sérð aðskilnaðin á myndinni? Sýndu fram á að þessi aðskilnaður hafi verið rofinn með myndum að innan. Á meðan það er ekki gert neita ég að samþykja þessa niðurstöðu,
"skipta um einstaka hluta hans nema að eyðileggja síman." Það er ekki mitt vandamál, ábyrgð er ábyrgð ekki ábyrgð svo lengi sem það hentar ykkur.

Og jú ég sé hvernig það gæti hentað ykkur að benda á rakaskemdi í skrúfum og svo gleyma þessu enn það er ekki að fara virka á mig, Síminn virkar. Hann fer í gang og sýnir engin ummerki rakaskemda.

Ég hafna þessari greiningu á þeirri forsendu að hann virki án ummerkja rakaskemda og ekki er hægt að rekja galla til rakaskemda.

Lagið þetta.

Svar B.
Sæll

Niðurstöðuni verður ekki breytt. Síminn ber merki um rakaskemmdir og fellur því ábyrgð úr gildi.

síman getur þú sótt í skeifuna.


Ég get forwardað samtölunum frá báðum tölvupóstunum, ef einhver vill fá betri mynd á þetta.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1564
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 129
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf audiophile » Fös 29. Nóv 2013 21:46

lukkuláki skrifaði:Vil bara benda þér á af gefnu tilefni að þetta hefur ekkert með Elko að gera þó svo að þeir hafi vissulega selt þér síma.
Þeir ráða ekki neinu um viðgerðina á honum Elko er bara söluaðili ekki umboð


Ætlaði einmitt að benda á sama. Tæknivörur eru með umboð fyrir Samsung og sér um allar viðgerðir og mat á þessu. Elko hefur ekkert með þetta að segja frekar en Síminn eða Vodafone eða hver annar sem selur síma frá Samsung.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 21:54

audiophile skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Vil bara benda þér á af gefnu tilefni að þetta hefur ekkert með Elko að gera þó svo að þeir hafi vissulega selt þér síma.
Þeir ráða ekki neinu um viðgerðina á honum Elko er bara söluaðili ekki umboð


Ætlaði einmitt að benda á sama. Tæknivörur eru með umboð fyrir Samsung og sér um allar viðgerðir og mat á þessu. Elko hefur ekkert með þetta að segja frekar en Síminn eða Vodafone eða hver annar sem selur síma frá Samsung.


Takk takk nú veit ég þetta, Og vissi ekki áður :happy

Mér þykir samt líklegt að samsung ytra gæti sett einhvað út á þetta og því myndi þetta mögulega falla alfarið á umboðið, Og þá er tæknimaður væntanlega að reyna dæma tækið óábyrgt. " enda nægir þetta til að dæma tækið "




Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf Gassi » Fös 29. Nóv 2013 22:17

Tæknivörur eru hálfvitar, þurft að díla soldið við þá, ræddu við neytendasamtökin og talaðu við einhvern annan mættu niðrettir og segist ætla að fara með þetta lengra og fá þér lögfræðing. þeir telja sig komast upp með hvað sem er því þeir þurfa ekki að díla við viðskiptavini beint kemur allt í gegnum söluaðila. Vera þrjóskur það hefur sýnt sig hingað til hja mer.



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 22:27

Gassi skrifaði:Tæknivörur eru hálfvitar, þurft að díla soldið við þá, ræddu við neytendasamtökin og talaðu við einhvern annan mættu niðrettir og segist ætla að fara með þetta lengra og fá þér lögfræðing. þeir telja sig komast upp með hvað sem er því þeir þurfa ekki að díla við viðskiptavini beint kemur allt í gegnum söluaðila. Vera þrjóskur það hefur sýnt sig hingað til hja mer.


Vá þakka þér þetta bjargaði deginum hjá mér, Ég er ekki einn í þessu.
Það vantar almennilegan knús smiley svo bara -knús- 8-[



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4324
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf chaplin » Fös 29. Nóv 2013 22:56

Ég veit til þess að S4 Active er seldur sem vatnsþéttur/vatnsheldur sími en dettur úr ábyrgð ef búnaðurinn kemst í snertingu við vatn, gæti verið og líklegast ábyrgðaskylmálar um Xcover.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


BrynjarD
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 01:07
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf BrynjarD » Fös 29. Nóv 2013 23:37

audiophile skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Vil bara benda þér á af gefnu tilefni að þetta hefur ekkert með Elko að gera þó svo að þeir hafi vissulega selt þér síma.
Þeir ráða ekki neinu um viðgerðina á honum Elko er bara söluaðili ekki umboð


Ætlaði einmitt að benda á sama. Tæknivörur eru með umboð fyrir Samsung og sér um allar viðgerðir og mat á þessu. Elko hefur ekkert með þetta að segja frekar en Síminn eða Vodafone eða hver annar sem selur síma frá Samsung.


Hann á samt að beina þessu að Elko þar sem Elko selur honum símann. Bara rétt eins og þú kaupir tölvubúnað í tölvutek þá sjá þeir um ábyrgðina.

Mæli með að þú kynnir þér 6. kafla laga um neytendakaup, en hann fjallar um úrræði neytanda vegna galla á söluhlut.



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 23:44

chaplin skrifaði:Ég veit til þess að S4 Active er seldur sem vatnsþéttur/vatnsheldur sími en dettur úr ábyrgð ef búnaðurinn kemst í snertingu við vatn, gæti verið og líklegast ábyrgðaskylmálar um Xcover.


Enn það hlýtur að vera void í íslenskum lögum?
Síðast breytt af rango á Fös 29. Nóv 2013 23:52, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf lukkuláki » Fös 29. Nóv 2013 23:48

BrynjarD skrifaði:
audiophile skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Vil bara benda þér á af gefnu tilefni að þetta hefur ekkert með Elko að gera þó svo að þeir hafi vissulega selt þér síma.
Þeir ráða ekki neinu um viðgerðina á honum Elko er bara söluaðili ekki umboð


Ætlaði einmitt að benda á sama. Tæknivörur eru með umboð fyrir Samsung og sér um allar viðgerðir og mat á þessu. Elko hefur ekkert með þetta að segja frekar en Síminn eða Vodafone eða hver annar sem selur síma frá Samsung.


Hann á samt að beina þessu að Elko þar sem Elko selur honum símann. Bara rétt eins og þú kaupir tölvubúnað í tölvutek þá sjá þeir um ábyrgðina.

Mæli með að þú kynnir þér 6. kafla laga um neytendakaup, en hann fjallar um úrræði neytanda vegna galla á söluhlut.



Já en ELKO er í rauninni bara söluaðili og því milliliður og það er því lang best fyrir hann að snúa sér beint til umboðsaðila í þessu tilfelli þar sem Elko gerir ekkert annað en að forwarda því sem hann segir til tæknivara sem gerir lítið annað en að lengja biðtímann fyrir eigandann.

En ef þetta er dýr sími er þá möguleiki að láta heimilistryggingar taka þetta tjón ?


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Fös 29. Nóv 2013 23:55

lukkuláki skrifaði:En ef þetta er dýr sími er þá möguleiki að láta heimilistryggingar taka þetta tjón ?


Þetta er 60Þ krónu sími, Ekkert sem ég græt yfir. Og er kominn með nýjann,
ég vill bara ekki láta valta svona ílla yfir mig. ég veit ég hef rétt fyrir mér og er tilbúinn að draga þetta alla leið samsung ytra ef ég þarf þess.

Annars auglýsingin hjá elko er literally rennblautur sími með mold á sér. "use it like you hate it"
sími auglýstur sem vatnsþéttur enn má ekki fara í vatn? :fly
Annars fór ekkert vatn inná sjálfan síman þannig að þetta er 100% galli, galli sem mögulega á eftir að kosta tæknimenn einhvað.

Og shitt íslensk lög eru flókin :face
"Sama á við þegar seljandi hefur með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti ábyrgst að hluturinn hafi tiltekna eiginleika eða að hlut megi nota með venjulegum eða sérstökum hætti tiltekinn tíma eftir afhendingu."
"hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur við markaðssetningu eða á annan hátt gefið um hlutinn, eiginleika hans eða notkun nema seljandi sýni fram á að réttar upplýsingar hafi verið gefnar neytanda við kaupin eða að upplýsingarnar hafi ekki haft áhrif á kaupin;"

Vatsnþéttur sími sem er ekki vatnsþéttur? Er þetta þá í versta falli lögfræðingur þar sem vinnubrögðin eru út úr kortinu og ekker nema 'augljóst' til að sanna?

Ég er að spá í að benda tæknimönnum á þetta. og bjóðast til að drepa þetta hér og nú s.s. þeir skipta honum út,
annars er þetta er þetta auðunnið mál held ég.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf Hargo » Lau 30. Nóv 2013 00:07

Þó að ábyrgðarmálin fari í gegnum Tæknivörur þá er Elko samt söluaðilinn og þetta er þeirra kúnni. Ég myndi prófa að tala við þjónustustjóra Elko. Ég veit til þess að það hefur oft gefið góða raun að þrýsta á söluaðilann og láta hann vera í samskiptum við umboðið í svona ósættismálum. Kannski koma Elko til móts við þig með einum eða öðrum hætti.

Hvað gerist samt ef eitthvað raunverulega bilar í ábyrgð í þessum símum? Er þeim þá skipt út í heilu lagi án þess að skipta um einstaka íhluti því það "eyðileggur" símann?

Ef allt annað þrýtur þá er líka hægt að skoða heimilistryggingarnar þínar, yfirleitt er samt um 20-30þús kr sjálfsábyrgð en það er auðvitað misjafnt eftir tegund trygginga.

Ef að sími er auglýstur sem vatnsþéttur þá finnst mér furðulegt að ábyrgð sé hafnað vegna rakaskemmda eftir svona skamman tíma í notkun. Þú getur væntanlega sent inn athugasemd til Neytendastofu og hún kannar málið fyrir þig.



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Lau 30. Nóv 2013 00:17

Hargo skrifaði:Þó að ábyrgðarmálin fari í gegnum Tæknivörur þá er Elko samt söluaðilinn og þetta er þeirra kúnni. Ég myndi prófa að tala við þjónustustjóra Elko. Ég veit til þess að það hefur oft gefið góða raun að þrýsta á söluaðilann og láta hann vera í samskiptum við umboðið í svona ósættismálum. Kannski koma Elko til móts við þig með einum eða öðrum hætti.

Hvað gerist samt ef eitthvað raunverulega bilar í ábyrgð í þessum símum? Er þeim þá skipt út í heilu lagi án þess að skipta um einstaka íhluti því það "eyðileggur" símann?

Ef allt annað þrýtur þá er líka hægt að skoða heimilistryggingarnar þínar, yfirleitt er samt um 20-30þús kr sjálfsábyrgð en það er auðvitað misjafnt eftir tegund trygginga.

Ef að sími er auglýstur sem vatnsþéttur þá finnst mér furðulegt að ábyrgð sé hafnað vegna rakaskemmda eftir svona skamman tíma í notkun. Þú getur væntanlega sent inn athugasemd til Neytendastofu og hún kannar málið fyrir þig.


1.
"Þjónustustjóri" er aðilli B,
"Niðurstaða Tæknivara er fengin að vel athugðu máli."
og
"Niðurstöðuni verður ekki breytt."
s.s. það er út,

2.
Þjónustustjórinn vill meina það að þessar skrúfur séu bara til skrauts og síminn sé límdur saman með klessu af uhu lími.
þótt video eru til staðar af símanum fara í sundur.

3.
Ég þarf ekki að fara út í það, ef þetta rennur í grund hérna þá er þetta glatað, s.s. síminn skiptir ekki öllu heldur prinsippið.

4.
Mér finst mjög furðulegt að síminn ryðgi svona casually á 3 vikum, Augljóslega galli?




BrynjarD
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 01:07
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf BrynjarD » Lau 30. Nóv 2013 00:30

lukkuláki skrifaði:
BrynjarD skrifaði:
audiophile skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Vil bara benda þér á af gefnu tilefni að þetta hefur ekkert með Elko að gera þó svo að þeir hafi vissulega selt þér síma.
Þeir ráða ekki neinu um viðgerðina á honum Elko er bara söluaðili ekki umboð


Ætlaði einmitt að benda á sama. Tæknivörur eru með umboð fyrir Samsung og sér um allar viðgerðir og mat á þessu. Elko hefur ekkert með þetta að segja frekar en Síminn eða Vodafone eða hver annar sem selur síma frá Samsung.


Hann á samt að beina þessu að Elko þar sem Elko selur honum símann. Bara rétt eins og þú kaupir tölvubúnað í tölvutek þá sjá þeir um ábyrgðina.

Mæli með að þú kynnir þér 6. kafla laga um neytendakaup, en hann fjallar um úrræði neytanda vegna galla á söluhlut.



Já en ELKO er í rauninni bara söluaðili og því milliliður og það er því lang best fyrir hann að snúa sér beint til umboðsaðila í þessu tilfelli þar sem Elko gerir ekkert annað en að forwarda því sem hann segir til tæknivara sem gerir lítið annað en að lengja biðtímann fyrir eigandann.

En ef þetta er dýr sími er þá möguleiki að láta heimilistryggingar taka þetta tjón ?


Samningurinn er á milli hans og Elko, og því á Elko að bæta honum símann. Hvort sem Elko endurkrefur síðan þann sem þeir keyptu símann af er annað mál.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7064
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rapport » Lau 30. Nóv 2013 01:13

Hiklaust að fá nákvæmlega lýsingu á bilanagreiningunni.

Ef rökin þeirra eru að þessar skrúfur sem eiga að blotna eru ryðgaðar þá biður þú um að þeir sýni þér hvernig þeir setja símann í vatn á réttan hátt án þess að þessar skrúfur blotni.

Ef þeir geta það ekki þá skaltu biðja um að þessi fullyrðing þeirra um að síminn sé vatnsheldur sé flokkað sem framleiðslugalli og að þewssir símar verði innkallaðir.

Það er ekki rétt að selja vöru sem vatnshelda þegar hún á svo ekki að vera það...

Að þarna séu skrúfur sem megi blotna en ryðgi og eyðist = framleiðslugalli.

Að neita ábyrgð er svo yfirdrifið stupid.

Kærunefnd lausafjár og þjónustukaupa = kostar ekkert og er dómar falla oftar en ekki á sama hátt og kærunefndin úrskurðar.

Bra senda inn eriindi, hugsanlega hægt á netinu.



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Lau 30. Nóv 2013 01:21

rapport skrifaði:Hiklaust að fá nákvæmlega lýsingu á bilanagreiningunni.

Ef rökin þeirra eru að þessar skrúfur sem eiga að blotna eru ryðgaðar þá biður þú um að þeir sýni þér hvernig þeir setja símann í vatn á réttan hátt án þess að þessar skrúfur blotni.

Villtu fá afrit af tölvupóstunum?


Enn niðurstaðan er þá að hafa samband við elko aftur eða tæknimenn beint?




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4170
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1303
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf Klemmi » Lau 30. Nóv 2013 02:11

rango skrifaði:Enn niðurstaðan er þá að hafa samband við elko aftur eða tæknimenn beint?


Fyrir mitt leyti finnst mér það fáránlegt að þú sért að vesenast í beinum samskiptum við Tæknivörur. Þú kaupir símann af Elko, þeir bera lögbundna skyldu gagnavart ábyrgðarkröfu þinni varðandi þennan síma.

Þó svo að Tæknivörur hafi mögulega flutt þennan síma inn í landið eða séu viðurkenndir af framleiðanda til að annast ábyrgðaviðgerðir, að þá kemur það þér bara ekkert við. Síminn er keyptur hjá Elko og þeim ber að svara fyrir af hverju þeir telja að hann sé ekki í ábyrgð.



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf rango » Þri 03. Des 2013 14:26

Ok ég er kominn með símann í hendurnar og það sýður á mér.
Þeir sögðu að þeir myndu senda þetta í póstkröfu(gerðum ráð fyrir boxi eða bóluplasti), Enn svo kemur þetta bara inn um lúguna.
Það er ekkert bóluefni eða neitt þetta hefur bara fengið að fara svona í gegnum póstinn.

Mynd
Mynd
Þeir vilja meina að þessi sími á ekki að þola neitt þannig að ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að senda þetta óvarið með póstinum.


Tók myndmr af símanum eins og hann kemur til mín. Getur smellt til að fá stærri mynd.
Mynd

Mynd
Mynd
Bakhliðin sést hvar er varið og hvar ekki.
Mynd

Og sjá holu fyrir lykklakippu þar sem væntanlega lekur þá inná allan símann eða?
Mynd

Nú er ég búinn að reyna tala við 'þjónustustjóran' þarf ég þá að fara með þetta fyrir dóm?

Myndi hjálpa að fara með hann á X t.d. samsung setrið í óháða skoðun?



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð vegna ábyrgðar á samsung síma(Elko)

Pósturaf roadwarrior » Þri 03. Des 2013 18:35

Er ekki til eitthvað sem heitir sex mánaða reglan eða misminnir mig?