Síða 1 af 1

[Leyst] - Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fim 07. Mar 2013 14:28
af bjorngthg
Hæ,

Ég var að kaupa mér nýja tölvu (og með henni nýtt skjákort)
Skjákortið er: ASUS HD7750-1GD5-V2 (http://tl.is/product/asus-hd7750-1gd5-v2)

Ég tengi svo skjá með DVI snúru og sjónvarp með HDMI.

Vandamálið er að stundum (sérstaklega þegar ég er að horfa á viedo) þá brenglast liturinn á sjónvarpinu, skjárinn blikkar grænn og skilur svo myndina eftir svona
Mynd
Þetta lagast svo við að skipta um rás á sjónvarpinu eða upplausn á tölvunni.

Ég var með eldri tölvu og var með hana líka tengda með HDMI í sjónvarpið (sama sjónvarp, sama snúra) og lenti aldrei í þessu þá.

Veit einhver hvað veldur, hvort það sé sjónvarp, snúra eða skjákort og þá hvað ég get gert.

Nenni ekki að fara með tölvuna á versktæði alveg strax og fá svo kannski í hausinn að þetta sé snúra eða sjónvarp og þurfa svo að borga þótt skjákortið sé í ábyrgð.

Kv. Bjorn

Re: Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fim 07. Mar 2013 14:35
af tlord
etv er hægt að einangra vandamálið með því að prófa með annari snúru, tv osfv. sennilega skásta leiðin til að fá botn í þetta

er þetta 'random' eða kemur þetta á sama stað í bíomynd?

Re: Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fim 07. Mar 2013 14:44
af bjorngthg
Takk fyrir svarið.

Er búinn að prófa 2 snúrur og 2 HDMI port á sjónvarpinu, hef ekki komist í að prófa annað sjónvarp, er með Apple TV tengt með HDMI við sjónvarpið (sama upplausn 1920x1080) og það virkar vel. þannig að ég get með nokkurri vissu útilokað snúruna, en spurning með snjónvarpið.

Það væri gaman að heyra hvort einhver annar hafi lent í þessu eða kannist við þetta?

Re: Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fim 07. Mar 2013 15:06
af tlord
ef þú myndir gúgla 'hdmi green screen bug' sæirðu að þetta er þekkt vandamál

Re: Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fim 07. Mar 2013 15:23
af Andri Þór H.
Þarft að breyta color formatinu í RGB. skjárinn þinn styður sennilega ekki YCbCr444

Mynd

Re: Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fim 07. Mar 2013 15:24
af hagur
Þetta er að öllum líkindum eitthvað handshake issue á milli sjónvarpsins þíns og nýja skjárkortsins. Ólíklegt að það sé einföld lausn til, en stundum dugar einfaldlega að bæta við nýju tæki inn í keðjuna. Þú gætir t.d prófað að fá þér active HDMI extender/repeater eða splitter/switch og tengt tölvuna í hann og svo úr honum í sjónvarpið. Þetta gæti lagað þetta handshake issue (eða búið til nýtt og verra vandamál :-) )

Re: Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fim 07. Mar 2013 15:45
af bjorngthg
Þakka svörin, hef helling að prófa þegar ég kem heim, læt vita hvernig fer.

Re: Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fös 08. Mar 2013 10:46
af bjorngthg
Hæ,

Takk fyrir svörin, þetta er komið í lag.

Andri Þór hitti naglan á höfuðið, þetta var vandamál með RGB og YCbCr444, setti sjónvarpið á RGB og hef ekki séð þetta gerast síðan þá.

kv Björn

Re: [Leyst] - Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fös 08. Mar 2013 12:05
af svanur08
Flott þetta er komið í lag, en hvernig sjónvarp er þetta annars ef ég má forvitnast?

Re: [Leyst] - Vandræði með HDMI og Sjónvarp

Sent: Fös 08. Mar 2013 13:47
af gutti
merkið á tækið er Philips sennilega fer rétt með