Samsung SIII HJÁLP!!


Höfundur
Gunnarulfars
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Gunnarulfars » Mið 20. Feb 2013 16:41

Í dag þá missti ég símann minn úr mittishæð niður á dúkagólf. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það gerist, ekkert var að símanum í fyrstu en eftir klukkutíma þá leit ég á símann minn og hann var byrjaður að verða dökkur upp í vinstra horninu og það leit út eins og það væri að leka hægt og rólega inn á skjáinn. Stuttu síðar hætti snertiskjárinn að virka og síminn orðinn gagnslaus.
Ég svo niður í síma og maðurinn sem ''aðstoðaði mig'' var að mjög litlu nafni og gat varla gefið mér upp verðið á viðgerðinni. Hann sagði að hún myndi kosta kringum 40. þúsund, sem mér finnst vera fáránleg upphæð.

Er einhver hér sem getur aðstoðað mig við þetta, annað hvort að einhver hefur gert svona viðgerð áður eða veit einfalda lausn á þessu.
Allar tillögur eru þegnar.
Viðhengi
icon-view.png
icon-view.png (7.21 KiB) Skoðað 2965 sinnum



Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Mazi! » Mið 20. Feb 2013 16:44

Ef viðgerðin á verkstæði með nýjum skjá er á 40 þúsund þá finnst mér ekkert að því.


Mazi -

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Feb 2013 16:45

Þetta er fáránleg upphæð vegna þess að þú hefur að öllum líkindum skemmt dýrasta vélbúnað 115 þúsund króna símans
og hann gat "varla gefið upp verðið á viðgerðinni" vegna þess að það eru ekki allir starfsmenn Símans
þjálfaðir til þess að ljúga.
Það er engin leið fyrir starfsmenn að vita fyrirfram hvað viðgerðin mun kosta án þess að skoða einu sinni innviði símann.


Modus ponens

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 57
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf demaNtur » Mið 20. Feb 2013 16:50

Lenti í því sama og þú, eins lýsing nema hann lenti ekki á dúkagólfi.
Ég fór með minn S3 í viðgerð til nova, kostaði 9 þúsund að skipta um skjáinn. ;)




Höfundur
Gunnarulfars
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Gunnarulfars » Mið 20. Feb 2013 16:51

Gúrú skrifaði:Þetta er fáránleg upphæð vegna þess að þú hefur að öllum líkindum skemmt dýrasta vélbúnað 115 þúsund króna símans
og hann gat "varla gefið upp verðið á viðgerðinni" vegna þess að það eru ekki allir starfsmenn Símans
þjálfaðir til þess að ljúga.
Það er engin leið fyrir starfsmenn að vita fyrirfram hvað viðgerðin mun kosta án þess að skoða einu sinni innviði símann.

Ég trúi því varla að það hefði tekið langan tíma að finna út hvað þetta kostaði, jafnvel fá að tala við einhvern sem gæti gefið mér nákvæmara svar.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf AntiTrust » Mið 20. Feb 2013 16:52

Eina sem mér finnst fáránlegt, þú fyrirgefur, er viðhorfið þitt. Þú misstir símann í gólfið og eyðilagðir skjáinn, og ert svo hneykslaður yfir því að sölumaður geti ekki nelgt niður nákvæmlega viðgerðarkostnaðinn?

Þessi kostnaður er samt alveg örugglega í ballparkinu m.v. að sambærileg viðgerð og útskipti á skjá á S2 er í kringum 35þús.




Höfundur
Gunnarulfars
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Gunnarulfars » Mið 20. Feb 2013 16:55

Þið getið nú aðeins afsakað hvað ég er pirraður og órólegur. Ég er búinn að eyðileggja símann minn og ég einfaldlega hélt að það væri ódýrara að laga svona. Enda spurði ég fyrst hér á vaktinni áður en ég var með einhverja stæl við starfsmann símans.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf AntiTrust » Mið 20. Feb 2013 16:59

Eins og Gúru minnist á þá er skjárinn yfirleitt dýrasti parturinn þegar kemur að snertisímum. Spurning um að athuga hvað heimilistryggingin gæti gert fyrir þig.



Skjámynd

BugsyB
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 16
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf BugsyB » Mið 20. Feb 2013 19:02

demaNtur skrifaði:Lenti í því sama og þú, eins lýsing nema hann lenti ekki á dúkagólfi.
Ég fór með minn S3 í viðgerð til nova, kostaði 9 þúsund að skipta um skjáinn. ;)


Ertu viss um að plastið sem hlífir skjánum hafi bara ekki brotnað því nýr skjár sem er stór hluti af símanum kostar mun meira en 9000kr


Símvirki.


Unnaro
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fös 14. Jan 2011 01:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Unnaro » Mið 20. Feb 2013 19:23

BugsyB skrifaði:
demaNtur skrifaði:Lenti í því sama og þú, eins lýsing nema hann lenti ekki á dúkagólfi.
Ég fór með minn S3 í viðgerð til nova, kostaði 9 þúsund að skipta um skjáinn. ;)


Ertu viss um að plastið sem hlífir skjánum hafi bara ekki brotnað því nýr skjár sem er stór hluti af símanum kostar mun meira en 9000kr

Félagi minn lenti í þessu sama með S3 og skjárinn fór í rugl.
Hann fór niðrí Síma og þeir sögðu að þetta væri einhver galli eða eitthvað álíka
svo Samsung borgaði varahlutina en félaginn þurfti að borga viðgerðina ca. 9000kr


Samsung Series 7 - Intel i7 3615QM - 8gb 1600hz - 1tb hd - GeForce GT630m


wicket
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf wicket » Mið 20. Feb 2013 19:27

Sammála AntiTrust.

Vandamálið er viðhorfið þitt. Síminn eða hin símafélögin gera heldur ekki við Samsung síma eða neina síma yfirhöfuð. Þetta er allt sent til umboðsaðila eða annarra verkstæða sem gera svo við þessi tæki. Samsung tækin fara eflaust öll til Tæknivara sem sjá svo um að skipta um og laga það sem þarf að laga. Þjónustufulltrúi á gólfinu er ekkert að fara að geta metið viðgerð sem þessa sem einhver sérfræðingur, það ágæta fólk er ekkert að fara að taka upp lóðbolta eða að skrúfa í sundur símtæki :) Eina sem þau geta sagt þér er kostnaður af viðgerðum sem í gegnum þau hafa farið, svarið er þá bara byggt á þeirra reynslu myndi ég halda en ekki sérfræðingsáliti þeirra sem vottaðra rafeindatækna sem geta lagað snjallsíma.

Skipti á skjá kosta um 40 þúsund, það er ekkert skrýtið enda langdýrasti hluturinn í símanum skjárinn sem þú varst að skemma. Skjárinn er svo samfastur við Gorilla Glass glerið sem þarf þá að kaupa líka plús að eflaust verður þú rukkaður um einhverja vinnu sem þessu fylgir.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf AntiTrust » Mið 20. Feb 2013 19:35

Unnaro skrifaði:Félagi minn lenti í þessu sama með S3 og skjárinn fór í rugl.
Hann fór niðrí Síma og þeir sögðu að þetta væri einhver galli eða eitthvað álíka
svo Samsung borgaði varahlutina en félaginn þurfti að borga viðgerðina ca. 9000kr


Mér finnst þá afar ólíklegt að sá sími hafi orðið fyrir höggi eða öðrum skemmdum? Fyrirtæki eru ekki vön að taka á sig ábyrgðarviðgerðir eftir að tæki fær á sig högg eftir fall.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1240
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 57
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf demaNtur » Mið 20. Feb 2013 19:59

BugsyB skrifaði:
demaNtur skrifaði:Lenti í því sama og þú, eins lýsing nema hann lenti ekki á dúkagólfi.
Ég fór með minn S3 í viðgerð til nova, kostaði 9 þúsund að skipta um skjáinn. ;)


Ertu viss um að plastið sem hlífir skjánum hafi bara ekki brotnað því nýr skjár sem er stór hluti af símanum kostar mun meira en 9000kr


Alveg handviss, skjárinn virkaði fyrst eftir fallið enn efri helmingurinn af skjánum uppi hægra megin var dauður og virkaði ekki að ýta á neitt þar, síðan eftir rúmlega 20-30 mín. þá dó á skjánum og síminn alveg ónothæfur.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Gúrú » Mið 20. Feb 2013 20:48

Þetta er þá happadagurinn þinn Gunnar. :P


Modus ponens


Höfundur
Gunnarulfars
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Sun 27. Feb 2011 22:25
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf Gunnarulfars » Mið 20. Feb 2013 23:27

Næstum því of gott til að vera satt. Þið eruð snillingar, takk fyrir hjálpina



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Samsung SIII HJÁLP!!

Pósturaf GuðjónR » Mið 20. Feb 2013 23:31

Mágur minn lenti í þessu líka, þeir ætluðu að rukka hann 35k fyrir að skipta út glerinu, hann fór á ebay og tveimur vikum síðar kom glerið í bóluumslagi inn um lúguna.
13k heildarkostanaður og hálftíma verk að skipta út skjánum.